Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.
Málaflokkur
Skipulagsmál, Árnessýsla
Undirritunardagur
18. júlí 2025
Útgáfudagur
1. ágúst 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 865/2025
18. júlí 2025
AUGLÝSING
um deiliskipulag í Bláskógabyggð.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir:
Deiliskipulagsbreyting, Kolgrafarhólsvegur 17, L232044, Efra-Apavatn, stækkun byggingarreits.
Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi sem tekur til Kolgrafarhólsvegar 17, L232044, í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar til norðurs að 50 metra belti frá Grafará.
Samþykkt í sveitarstjórn 4. júní 2025.
Deiliskipulagsbreyting, Tungurimi 14, L234820, Reykholt, breytt nýtingarhlutfall.
Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi sem tekur til lóðarinnar Tungurima 14 í Reykholti. Í breytingunni felst að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði aukið úr 0,4 í 0,5.
Samþykkt í sveitarstjórn 7. maí 2025.
Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Laugarvatni, 18. júlí 2025.
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,
Vigfús Þór Hróbjartsson.
B deild — Útgáfudagur: 1. ágúst 2025