Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Innviðaráðuneytið
Málaflokkur
Félagsmál, Húsnæðismál
Undirritunardagur
15. júní 2023
Útgáfudagur
20. júní 2023
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 631/2023
15. júní 2023
REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1084/2020, um hlutdeildarlán, með síðari breytingum.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað„sex“ í 1. málsl. kemur: tólf.
- 2. málsl. orðast svo: Miða skal við að úthlutun fari að jafnaði fram mánaðarlega og að sex úthlutanir fari fram á tímabilinu 1. janúar til 30. júní og sex úthlutanir á tímabilinu 1. júlí til 31. desember ár hvert.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað fjárhæðanna „7.908.000 kr.“, „11.046.000 kr.“ og „1.632.000 kr.“ í 1. mgr. kemur: 8.748.000 kr.; 12.219.000 kr.; og 1.805.000 kr.
- Í stað fjárhæðanna „5.249.000 kr.“, „7.343.000 kr.“ og „1.632.000 kr.“ í 2. mgr. kemur: 5.807.000 kr.; 8.123.000 kr.; og 1.805.000 kr.
3. gr.
2. mgr. 14. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Hámarksverð hagkvæmra íbúða skal miðast við fermetra- og herbergjafjölda íbúðar þannig að bæði skilyrðin séu uppfyllt innan viðkomandi verðflokks og er sem hér segir:
- Á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. í Garðabæ, Hafnarfjarðarkaupstað, Kópavogsbæ, Mosfellsbæ, Reykjavíkurborg og Seltjarnarnesbæ:
Herbergjafjöldi | Fermetrar | Hámarksverð |
Að lágmarki stúdíóíbúð | Að lágmarki 30 m² | 38.500.000 kr. |
Að lágmarki stúdíóíbúð | Að lágmarki 40 m² | 45.000.000 kr. |
Að lágmarki 1 svefnherbergi | Að lágmarki 50 m² | 51.500.000 kr. |
Að lágmarki 1 svefnherbergi | Að lágmarki 60 m² | 58.000.000 kr. |
Að lágmarki 2 svefnherbergi | Að lágmarki 70 m² | 62.500.000 kr. |
Að lágmarki 2 svefnherbergi | Að lágmarki 80 m² | 69.000.000 kr. |
Að lágmarki 3 svefnherbergi | Að lágmarki 90 m² | 74.000.000 kr. |
Að lágmarki 4 svefnherbergi | Að lágmarki 100 m² | 80.500.000 kr. |
- Á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins, þ.e. í Akraneskaupstað, Akureyrarbæ, Grindavíkurbæ, Hveragerðisbæ, Hörgársveit, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ, Sveitarfélaginu Árborg, Sveitarfélaginu Vogum og Sveitarfélaginu Ölfusi:
Herbergjafjöldi | Fermetrar | Hámarksverð |
Að lágmarki stúdíóíbúð | Að lágmarki 30 m² | 32.500.000 kr. |
Að lágmarki stúdíóíbúð | Að lágmarki 40 m² | 38.000.000 kr. |
Að lágmarki 1 svefnherbergi | Að lágmarki 50 m² | 43.000.000 kr. |
Að lágmarki 1 svefnherbergi | Að lágmarki 60 m² | 48.500.000 kr. |
Að lágmarki 2 svefnherbergi | Að lágmarki 70 m² | 52.500.000 kr. |
Að lágmarki 2 svefnherbergi | Að lágmarki 80 m² | 58.000.000 kr. |
Að lágmarki 3 svefnherbergi | Að lágmarki 90 m² | 62.500.000 kr. |
Að lágmarki 4 svefnherbergi | Að lágmarki 100 m² | 67.500.000 kr. |
- Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða:
Herbergjafjöldi | Fermetrar | Hámarksverð |
Að lágmarki stúdíóíbúð | Að lágmarki 30 m² | 30.000.000 kr. |
Að lágmarki stúdíóíbúð | Að lágmarki 40 m² | 35.000.000 kr. |
Að lágmarki 1 svefnherbergi | Að lágmarki 50 m² | 40.000.000 kr. |
Að lágmarki 1 svefnherbergi | Að lágmarki 60 m² | 45.000.000 kr. |
Að lágmarki 2 svefnherbergi | Að lágmarki 70 m² | 48.500.000 kr. |
Að lágmarki 2 svefnherbergi | Að lágmarki 80 m² | 53.500.000 kr. |
Að lágmarki 3 svefnherbergi | Að lágmarki 90 m² | 57.500.000 kr. |
Að lágmarki 4 svefnherbergi | Að lágmarki 100 m² | 62.000.000 kr. |
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 5. og 6. mgr. 29. gr. a. og 1. og. 3. tölul. 1. mgr. 29. gr. d. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, öðlast þegar gildi og skal gilda um hlutdeildarlán sem úthlutað er frá og með gildistökudegi reglugerðarinnar, 21. júní 2023.
Innviðaráðuneytinu, 15. júní 2023.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Hermann Sæmundsson.
B deild - Útgáfud.: 20. júní 2023