Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Skipulagsstofnun
Málaflokkur
Skipulagsmál, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla
Undirritunardagur
29. apríl 2025
Útgáfudagur
14. maí 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 501/2025
29. apríl 2025
AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar vegna iðnaðarsvæðis vestan Kvernár.
Skipulagsstofnun staðfesti 29. apríl 2025 breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 sem samþykkt var í bæjarstjórn 14. nóvember 2024.
Í breytingunni felst að iðnaðarsvæði I-1 stækkar í 16,1 ha. Efnistökusvæði E-3 fellur út ásamt því að mörk I-1 færast til vesturs. Þéttbýlismörk eru færð að austurmörkum iðnaðarsvæðisins en þar stækkar landbúnaðarsvæði L-1. Opið svæði OP-5 minnkar sem þessu nemur.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsstofnun, 29. apríl 2025.
Ólafur Árnason.
B deild - Útgáfud.: 14. maí 2025