Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Skagafjörður

Málaflokkur

Skipulagsmál, Skagafjörður

Undirritunardagur

14. janúar 2026

Útgáfudagur

30. janúar 2026

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 74/2026

14. janúar 2026

AUGLÝSING

um skipulagsmál í Skagafirði.

Nýtt deiliskipulag – Hofsós, miðsvæði milli Túngötu og Skólagötu.

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 155. fundi sínum 16. júlí 2025 í umboði sveitarstjórnar Skagafjarðar, deiliskipulagstillögu fyrir Hofsós, Skólagötu og Túngötu, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Skipulagsuppdrátturinn sýnir lóðamörk, aðkomu og bílastæði og byggingarreiti innan skipulagssvæðsins, ásamt helstu byggingarskilmálum. Deiliskipulagið gefur heildstætt yfirbragð þar sem áhersla er lögð á vistlegt miðbæjarumhverfi. Horft er til þess að uppbygging á svæðinu styrki samfélagið og nýti innviði betur. Skipulagssvæðið er 1,3 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, Skólagötu að norðan, Lindargötu að austan og Túngötu að sunnan.

Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi – Ármúli, Langholti.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 31. fundi sínum 23. október 2024, óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ármúla, Langholti, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Skilmálar deiliskipulagsins breytast hvað varðar hámarksbyggingarhæð, sem hækkar úr 4 metrum í 6 metra, ákvæði varðandi notkun húsanna breytist úr tveimur einnar hæðar gestahúsum yfir í einnar hæðar hús, eitt gestahús og eitt íbúðarhús, og hámarksstærð bygginga hækkar úr 50 m² í 65 m², en hámarksnýtingarhlutfall er óbreytt 0,19.

Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Óveruleg breyting á deiliskipulagi – Sauðárkrókshöfn, Hesteyri 2.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 30. fundi sínum 18. september 2024, óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Sauðárkrókshöfn, Hesteyri 2, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Breytingin varðar eingöngu skilmála um hámarksbyggingarhæð á lóðinni Hesteyri 2, þar sem hámarksbyggingarhæð fer úr 10 m í 12 m. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Skagafirði, 14. janúar 2026.

Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi.

B deild — Útgáfudagur: 30. janúar 2026

Tengd mál