Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Reykjavíkurborg

Málaflokkur

Reykjavík, Félagsmál

Undirritunardagur

21. desember 2021

Útgáfudagur

27. desember 2021

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1560/2021

21. desember 2021

GJALDSKRÁ

velferðarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir félagslega heimaþjónustu.

1. gr. Upphæð gjalds.

Gjald fyrir hverja unna vinnustund á dagvinnutíma vegna heimaþjónustu í formi þrifa á heimili er kr. 1.345.

Þjónusta umfram sex vinnustundir á mánuði á hvert heimili er endurgjaldslaus.

Önnur félagsleg heimaþjónusta, þ.e. umönnunarþjónusta á dagvinnutíma og kvöld- og helgarþjónusta er endurgjaldslaus.

2. gr. Undanþága frá greiðslu/lækkun greiðslu.

Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir notendur sem einungis hafa tekjur samkvæmt framfærsluviðmiði Tryggingastofnunar ríkisins eða þar undir.

Þeir notendur heimaþjónustu sem hafa tekjur umfram tekjur frá Tryggingastofnun ríkisins eða samsvarandi fjárhæð greiða aldrei hærri upphæð fyrir þjónustu en sem nemur 50% af umframtekjum.

3. gr. Gildistaka.

Gjaldskrá þessi er sett á grundvelli 2. mgr. 25. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og 40. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.

Gjaldskrá þessi öðlast gildi 1. janúar 2022 og fellur þá jafnframt úr gildi eldri gjaldskrá sama efnis nr. 1470/2020.

Borgarstjórinn í Reykjavík, 21. desember 2021.

Dagur B. Eggertsson.

B deild - Útgáfud.: 27. desember 2021

Tengd mál