Upplýsingar um auglýsingu
Deild
A deild
Stofnun
Mennta- og menningarmálaráðuneytið (2009-2015)
Málaflokkur
Menntamál, Grunnskólar, Tekjustofnar sveitarfélaga, Tónlistarskólar
Undirritunardagur
16. júní 2016
Útgáfudagur
30. júní 2016
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 78/2016
16. júní 2016
LÖG
um breytingu á ýmsum lögum vegna samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms (gildistími bráðabirgðaákvæða o.fl.).
FORSETI
ÍSLANDS
gjörir
kunnugt:
Alþingi
hefur
fallist
á
lög
þessi
og
ég
staðfest
þau
með
samþykki
mínu:
I. KAFLI
Breyting
á
lögum
um
fjárhagslegan
stuðning
við
tónlistarskóla,
nr.
75/1985,
með
síðari
breytingum.
1. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
Í
samræmi
við
samkomulag
ríkis
og
sveitarfélaga
um
stuðning
við
tónlistarnám
og
jöfnun
á
aðstöðumun
nemenda
til
tónlistarnáms,
sem
undirritað
var
13.
apríl
2016,
greiðir
ríkissjóður
árlegt
styrktarframlag
í
Jöfnunarsjóð
sveitarfélaga
sem
renna
skal
til
greiðslu
kennslukostnaðar,
að
meðtöldu
álagi
fyrir
stjórnunarkostnað,
langtímaforföll,
hljóðfæragjald
og
tengdan
kostnað,
520
millj.
kr.
alls.
Frá
og
með
árinu
2017
skal
framlag
ríkisins
breytast
árlega
í
samræmi
við
launaforsendur
í
kjarasamningum
við
aðildarfélög
Bandalags
íslenskra
háskólamanna
(BHM)
og
verðlagsforsendur
fjárlaga
í
hlutföllunum
laun
85%
og
15%
önnur
gjöld.
Framlag
ríkisins
vegna
annars
kostnaðar
en
launa
breytist
samkvæmt
forsendum
fjárlaga
um
almennar
verðlagsbreytingar.
Sveitarfélög
tryggja
að
framlag
skv.
1.
mgr.
renni
til
kennslu
þeirra
nemenda
sem
innritaðir
eru
í
viðurkennda
tónlistarskóla
án
tillits
til
búsetu
og
sem
uppfylla
nánari
skilyrði
sem
sett
verða
í
lögum
um
tónlistarskóla.
Sveitarfélög
stýra
aðgengi
að
náminu
og
nýtingu
kennslumagns
með
gerð
þjónustusamninga
við
þá
tónlistarskóla
sem
ekki
eru
reknir
af
sveitarfélögum.
Ráðherra
sveitarstjórnarmála
setur
nánari
ákvæði
um
úthlutun
framlags
skv.
1.
mgr.,
skilyrði
um
námsframvindu
nemenda
og
upplýsingaskyldu
sveitarfélaga
og
tónlistarskóla
í
reglum
sem
samdar
eru
í
samráði
við
Samband
íslenskra
sveitarfélaga.
Þar
skal
áskilið
að
þeir
nemendur
í
framhaldsnámi
sem
stuðnings
njóta
samkvæmt
samkomulaginu
hafi
lokið
miðnámi
að
fullu
í
aðalgrein
og
aukanámsgreinum.
Einnig
er
heimilt
að
skilgreina
í
reglunum
í
hvaða
tilvikum
og
með
hvaða
skilyrðum
er
heimilt
að
greiða
framlag
vegna
nemenda
sem
hafa
lokið
námi
á
framhaldsstigi.
Í
reglunum
skal
kveðið
á
um
skiptingu
þess
kennslumagns
sem
Jöfnunarsjóður
sveitarfélaga
hefur
til
ráðstöfunar
á
landsvísu.
Við
þá
skiptingu
er
heimilt
að
leggja
til
grundvallar
fyrirliggjandi
upplýsingar
hjá
Jöfnunarsjóði
um
skiptingu
kennslumagns
milli
sveitarfélaga
á
síðustu
tveimur
árum.
Framlag
til
einstakra
tónlistarskóla
skal
aldrei
nema
hærri
fjárhæð
en
útlögðum
kennslukostnaði
og
öðrum
kostnaði
skv.
1.
málsl.
1.
mgr.
en
þó
er
heimilt
að
setja
í
reglur
ákvæði
um
tímabundna
afkomutryggingu
til
að
bregðast
við
breyttum
aðstæðum.
Í
reglunum
er
jafnframt
heimilt
að
kveða
á
um
framlög
til
sveitarfélaga
vegna
nemenda
í
tónlistarnámi
sem
ekki
falla
undir
1.
mgr.
en
þurfa
af
gildum
ástæðum
að
sækja
tónlistarskóla
utan
lögheimilissveitarfélags.
II. KAFLI
Breyting á lögum um námsgögn, nr. 71/2007, með síðari breytingum.
2. gr.
Ákvæði til bráðabirgða II í lögunum orðast svo:
Á fjárlagaárunum 2016, 2017 og 2018 greiðist framlag skv. 1. mgr. 6. gr. af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga. Í samræmi við samkomulag frá 13. apríl 2016 um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms verður framlagið innheimt af úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda 1. janúar ár hvert.
III. KAFLI
Breyting á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, með síðari breytingum.
3. gr.
Við ákvæði til bráðabirgða II í lögunum bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 1. málsl. 1. mgr skal framlag samkvæmt þeirri málsgrein, á fjárlagaárunum 2016, 2017 og 2018, greitt af Jöfnunarsjóði sveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélaga. Í samræmi við samkomulag um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms frá 13. apríl 2016 verður framlagið innheimt af úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda 1. janúar.
IV. KAFLI Breyting á lögum um tekjustofna sveitarfélaga,
nr. 4/1995, með síðari breytingum.
4. gr.
Ákvæði til bráðabirgða XV í lögunum orðast svo:
Á árunum 2016, 2017 og 2018 greiðir Jöfnunarsjóður sveitarfélaga kostnað sveitarfélaga vegna verkefna á grundvelli 5. gr. samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um stuðning við tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms. Kostnaður vegna verkefna samkvæmt þessari grein skal innheimtur af úthlutun framlaga Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda 1. janúar 2015.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
Gjört á Bessastöðum, 16. júní 2016.
Ólafur
Ragnar
Grímsson.
(L.
S.)
Kristján Þór Júlíusson.
A deild - Útgáfud.: 30. júní 2016