Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
5. desember 2025
Útgáfudagur
11. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1348/2025
5. desember 2025
REGLUR
um breytingu á reglum um takmörkun á inntöku nemenda í tilteknar námsgreinar við Háskóla Íslands, nr. 153/2010.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 1. gr. reglnanna:
- Bókstafsliður f. í 4. mgr. fellur brott.
- Eftirfarandi málsgreinar, 6.–9. mgr., bætast við 1. gr., svohljóðandi:
Við námsbraut í mannfræði eru ekki sett takmörk á heildarfjölda nemenda í meistaranám. Þó takmarkast fjöldi nýrra nemenda með ríkisfang frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við 20 í MA-nám í hnattrænum fræðum og 10 í MA-nám í mannfræði. Undanþegnir takmörkuninni eru ríkisborgarar Sviss, Grænlands og Færeyja, auk þeirra sem hafa ótímabundið dvalarleyfi eða dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur að ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi.
Við námsbraut í félagsfræði takmarkast fjöldi nýrra nemenda með ríkisfang frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), með sömu undanþágum, í MA-nám í félagsfræði við 20, í MA-nám í afbrotafræði við 20 og í MA-nám í aðferðafræði við 5.
Ef umsækjendur í meistaranám í hnattrænum fræðum, mannfræði, félagsfræði, afbrotafræði og aðferðafræði, sem uppfylla inntökuskilyrði (þ.m.t. um BA-, BS- eða sambærilega erlenda gráðu með 1. einkunn, að lágmarki 7,25), eru fleiri en unnt er að taka inn skal val nemenda byggjast á eftirfarandi sjónarmiðum:- einkunnum í háskóla, ásamt röðun (e. ranking),
- færni í ensku samkvæmt inntökuskilyrðum,
- greinargerð umsækjenda (1-2 bls.) þar sem greint er frá áhuga á náminu, bakgrunni og þekkingu á málaflokknum, markmiðum með náminu og framtíðaráformum, ásamt hugsanlegu viðfangsefni í meistararitgerð ef við á,
- viðtölum ef þurfa þykir.
2. gr.
Í stað tölunnar „60“ í 1. máls. 2. gr. reglnanna kemur: 40.
3. gr.
Eftirfarandi málsgreinar, 3.–5. mgr., bætast við 3. gr. reglnanna, svohljóðandi:
Ekki eru sett takmörk á heildarfjölda nýrra nemenda í meistaranám í alþjóðasamskiptum (120 ECTS) eða viðbótarpróf í alþjóðasamskiptum á meistarastigi (60 ECTS). Þó takmarkast fjöldi nýrra nemenda með ríkisfang frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við 20 í meistaranám og 30 í viðbótarpróf. Undanþegnir takmörkuninni eru ríkisborgarar Sviss, Grænlands og Færeyja, auk þeirra sem hafa ótímabundið dvalarleyfi eða dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur að ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi.
Ef umsækjendur, sem uppfylla inntökuskilyrði (þ.m.t. um BA-, BS-, B.Ed.- eða sambærilega erlenda gráðu með 1. einkunn, að lágmarki 7,25), eru fleiri en unnt er að taka inn skal val nemenda byggjast á eftirfarandi sjónarmiðum:
- einkunnum í háskóla, ásamt röðun (e. ranking),
- færni í ensku samkvæmt inntökuskilyrðum,
- greinargerð umsækjenda (1-2 bls.) þar sem greint er frá áhuga á náminu, bakgrunni og þekkingu á málaflokknum, markmiðum með náminu og framtíðaráformum, ásamt hugsanlegu viðfangsefni í meistararitgerð ef við á,
- viðtölum ef þurfa þykir.
Inntökunefnd sem stjórn námsins skipar fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra.
4. gr.
Á eftir 3. gr. reglnanna bætist við ný grein, 4. gr., sem ásamt fyrirsögn orðast svo:
Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar viðskiptafræðideildar.
Ekki eru sett takmörk á heildarfjölda nemenda í meistaranám í alþjóðaviðskiptum og verkefnastjórnun. Þó takmarkast fjöldi nýrra nemenda með ríkisfang frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) við 30. Undanþegnir takmörkuninni eru ríkisborgarar Sviss, Grænlands og Færeyja, auk þeirra sem hafa ótímabundið dvalarleyfi eða dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur að ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi.
Ef umsækjendur, sem uppfylla inntökuskilyrði (þ.m.t. um BA-, BS- eða sambærilega erlenda gráðu með 1. einkunn, að lágmarki 7,25), eru fleiri en unnt er að taka inn skal val nemenda byggjast á eftirfarandi sjónarmiðum:
- einkunnum í háskóla, ásamt röðun (e. ranking),
- færni í ensku samkvæmt inntökuskilyrðum,
- greinargerð umsækjenda (1-2 bls.) þar sem greint er frá áhuga á náminu, bakgrunni og þekkingu á málaflokknum, markmiðum með náminu og framtíðaráformum, ásamt hugsanlegu viðfangsefni í meistararitgerð ef við á,
- meðmælum frá vinnuveitanda ef umsækjandi hefur starfsreynslu, annars frá kennara umsækjanda í háskóla,
- viðtölum ef þurfa þykir.
Inntökunefnd sem stjórn námsbrauta skipar fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 4. gr. reglnanna:
- Í stað tölunnar „36“ í 3. mgr. kemur: 35.
- 4. gr. verður 5. gr.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 5. gr. reglnanna:
- Í stað tölunnar „120“ í 4., 5, og 6. mgr. kemur: 125.
- Í stað tölunnar „20“ í 7. og 8. mgr. kemur: 25.
- 13. mgr. orðast svo: Fjöldi nýrra nemenda í hjúkrunarfræði MS og viðbótarprófi á meistarastigi, kjörsvið skurðhjúkrun takmarkast við töluna 15 og kjörsvið svæfingahjúkrun við töluna 15. Starfræksla viðbótarnáms og MS-náms í skurðhjúkrun og svæfingahjúkrun á hverju námsári er háð því að 10 umsækjendur að lágmarki uppfylli skilyrði til þess að hefja nám á hvoru kjörsviði fyrir sig.
- Í stað orðsins „diplómanám“ í 1. málsl. 14., 16. og 17. mgr. kemur orðið: viðbótarnám.
- 5. gr. verður 6. gr.
7. gr.
6. gr. reglnanna verður 7. gr.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 7. gr. reglnanna:
- 1. málsl. 1. mgr. fellur brott.
- Orðin „Frá og með háskólaárinu 2023-2024 gildir að“ í upphafi 2. málsl. 1. mgr. falla brott.
- 2. mgr. orðast svo: Á grunni niðurstöðu inntökuprófs eru 20 nemendur teknir inn á haustmisseri í BS-nám í tannsmíði og af þeim takmarkast fjöldi nemenda á vormisseri 1. námsárs í tannsmíði við töluna 5 á grundvelli niðurstöðu í samkeppnisprófum í lok haustmisseris.
- 7. gr. verður 8. gr.
9. gr.
8. gr. reglnanna verður 9. gr.
10. gr.
8. gr. a. reglnanna verður 10. gr.
11. gr.
8. gr. b. reglnanna fellur brott.
12. gr.
Í stað orðsins „þverfaglegt“ í heiti III. kafla reglnanna kemur orðið: þverfræðilegt.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 9. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „þverfaglegt“ í heiti greinar kemur orðið: þverfræðilegt.
- Í stað tölunnar „18“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 16.
- 9. gr. verður 11. gr.
14. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 9. gr. a. reglnanna:
- Í stað orðsins „þverfaglegt“ í heiti greinar kemur orðið: þverfræðilegt.
- Í stað tölunnar „18“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: 20.
- 9. gr. a. verður 12. gr.
15. gr.
Á eftir núverandi 9. gr. a. reglnanna bætist við ný grein, 13. gr., sem ásamt fyrirsögn orðast svo:
Takmörkun á inntöku nemenda í iðnaðarlíftækni MS.
Fjöldi nemenda í meistaranám í iðnaðarlíftækni takmarkast við 25. Umsækjendur skulu uppfylla eftirfarandi inntökuskilyrði:
- Hafa lokið BS-gráðu á sviði heilbrigðisvísinda, verkfræði, líffræði, efnafræði eða annarra raunvísinda með meðaleinkunn 6,5 eða hærri.
- Hafa lokið eftirfarandi eða samsvarandi námskeiðum í fyrra námi: LÍF 109G – Erfðafræði, LEF302G – Lífefnafræði eða LÆK408G – Sameindalífvísindi B, LÍF315G – Frumulíffræði eða LYF102G – Frumulífeðlisfræði. Nemendur sem ekki hafa lokið þessum námskeiðum eða samsvarandi skulu ljúka eftirfarandi forkröfunámskeiðum á fyrsta ári í meistaranámi: ILT002F – Forkröfunámskeið í erfðafræði, ILT001F – Forkröfunámskeið í lífefnafræði og ILT003 – Forkröfunámskeið í frumulíffræði.
- Umsækjendur, sem ekki hafa ensku að móðurmáli, skulu sýna fram á góða þekkingu á enskri tungu (TOEFL 79, IELTS 6,5). Íslenskir umsækjendur skulu sýna fram á trausta undirstöðu í ensku með því að skila greinargerð á ensku.
- Umsækjendur skulu skila stuttri greinargerð (1-2 bls.) á ensku þar sem þeir fjalla um bakgrunn sinn og skýra hvers vegna þeir hafa áhuga á náminu. Einnig skulu þeir fjalla um framtíðaráform, markmið að námi loknu og möguleg viðfangsefni rannsóknarverkefnis síns.
- Öllum umsóknum skulu fylgja meðmæli frá tveimur einstaklingum (kennurum eða yfirmönnum) sem þekkja vel til umsækjanda og geta veitt honum skýra umsögn.
Ef umsækjendur um MS-nám í iðnaðarlíftækni, sem uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn skal leggja eftirfarandi sjónarmið til grundvallar við val nemenda:
- einkunn úr BS-námi,
- þörf á forkröfunámskeiðum,
- starfsreynslu og önnur atriði sem nýst geta í námi,
- enskukunnáttu,
- meðmælabréf sem fylgja umsókn,
- greinargerð sem fylgir umsókn.
Námsstjórn í iðnaðarlíftækni fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra.
16. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 9. gr. b. reglnanna:
- Á eftir 3. mgr. bætast við eftirfarandi málsgreinar, 4.–7. mgr., svohljóðandi:
Fjöldi nemenda í íslensku sem annað mál – hagnýtt nám, diplómapróf, takmarkast við 50 fyrir umsækjendur með ríkisfang frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Undanþegnir takmörkuninni eru ríkisborgarar Sviss, Grænlands og Færeyja, auk þeirra sem hafa ótímabundið dvalarleyfi eða dvalarleyfi sem getur verið grundvöllur að ótímabundnu dvalarleyfi hér á landi. Takmörkun þessi nær til umsækjenda frá ríkjum utan EES sem sækja um á erlenda umsóknartímabilinu og hafa ekki íslenska kennitölu.
Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði um erlent ígildi íslensks stúdentsprófs eða sambærilegt próf. Umsækjendur sem ekki hafa ensku að móðurmáli skulu jafnframt sýna fram á enskukunnáttu, sbr. 17. gr. reglna nr. 331/2022 um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands.
Allir umsækjendur, sem uppfylla fyrrgreind inntökuskilyrði, skulu þreyta skriflegt inntökupróf sem reynir á færni á A1-stigi. Umsækjendur búsettir á Íslandi þreyta skriflegt inntökupróf í kennslustofu en umsækjendur búsettir erlendis þreyta prófið sem fjarpróf á netinu. Þeir sem ná skriflega fjarprófinu (lágmarkseinkunn 6,0 af 10) skulu jafnframt þreyta munnlegt próf í gegnum fjarfundabúnað sem reynir á A1-færni og er ætlað að auðkenna próftaka. Lágmarkseinkunn í munnlega prófinu er 6,0 af 10.
Nái fleiri en 50 umsækjendur, sem takmörkunin nær til, lágmarkseinkunn á munnlega prófinu skulu þeir 50 sem hæsta einkunn hlutu á munnlega prófinu teknir inn í námið. - 9. gr. b. verður 14. gr.
17. gr.
Á eftir núverandi 9. gr. b. reglnanna bætist við ný grein, 15. gr., sem ásamt fyrirsögn orðast svo:
Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar máls- og menningardeildar.
Fjöldi nemenda í akademíska ensku – grunndiplómu takmarkast við 50. Takmörkunin tekur til umsækjenda með ríkisfang frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), sem sækja um á erlenda umsóknartímabilinu og hafa ekki íslenska kennitölu. Ríkisborgarar Sviss, Grænlands og Færeyja eru þó undanþegnir takmörkuninni.
Allir nemendur skulu uppfylla lágmarksinntökuskilyrði um enskukunnáttu, sem samsvarar lágmarkseinkunn 79 úr TOEFL og/eða 6,5 úr IELTS og/eða 58 úr PTE. Ef umsækjendur sem uppfylla þetta viðmið eru fleiri en 50 verða þeir 50 efstu teknir inn.
18. gr.
Á eftir IV. kafla bætist við nýr kafli, V. kafli, sem heitir: Takmörkun á inntöku nemenda í námsgreinar á menntavísindasviði.
19. gr.
Í nýjum V. kafla reglnanna bætist við ný grein, 16. gr., sem ásamt fyrirsögn orðast svo:
Takmörkun á inntöku nemenda í deild menntunar og margbreytileika.
Fjöldi nemenda í alþjóðlegt nám í menntunarfræði BA takmarkast við 60. Þar af verða 30 teknir inn á erlenda umsóknartímabilinu og 30 á innlenda umsóknartímabilinu.
Þeir 30 nemendur sem teknir eru inn á alþjóðlega umsóknartímabilinu skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu erlendu prófi.
- Uppfylla inntökuskilyrði um enskukunnáttu.
Ef umsækjendur á alþjóðlega umsóknartímabilinu, sem uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn skal val nemenda byggjast á eftirfarandi sjónarmiðum:
- fyrra námi á háskólastigi,
- starfsreynslu á sviði menntunar, hvort heldur er í formlegri menntun (t.d. skólum) eða óformlegri menntun (t.d. frístundastarfi, þróunaraðstoð),
- ferilskrá,
- greinargerð umsækjenda þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um námið, markmið með náminu og framtíðarsýn.
Fjöldi nemenda sem tekinn er inn á innlenda umsóknartímabilinu takmarkast við 30 og skulu þeir uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi.
- Uppfylla inntökuskilyrði um enskukunnáttu.
Ef umsækjendur á innlenda umsóknartímabilinu, sem uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn skal val nemenda byggjast á eftirfarandi sjónarmiðum:
- fyrra námi á háskólastigi,
- starfsreynslu á sviði menntunar, hvort heldur er í formlegri menntun (t.d. skólum) eða óformlegri menntun (t.d. frístundastarfi, þróunaraðstoð),
- ferilskrá,
- greinargerð umsækjenda þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um námið, markmið með náminu og framtíðarsýn.
Inntökunefnd sem stjórn námsins skipar fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra.
Fjöldi nemenda í meistaranám í alþjóðlegu námi í menntunarfræði takmarkast við 30. Þar af verða 15 teknir inn á erlenda umsóknartímabilinu og 15 á innlenda umsóknartímabilinu.
Þeir 15 nemendur sem teknir eru inn á alþjóðlega umsóknartímabilinu skulu uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa lokið grunnnámi eða sambærilegu prófi með fyrstu einkunn.
- Uppfylla önnur almenn inntökuskilyrði svo sem um enskukunnáttu.
Ef umsækjendur á alþjóðlega umsóknartímabilinu, sem uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn skal val nemenda byggjast á eftirfarandi sjónarmiðum:
- einkunnum í grunnnámi,
- fyrra námi á háskólastigi enda hafi nemendur sem lokið hafa meira námi forgang fram yfir þá sem lokið hafa minna námi,
- starfsreynslu á sviði menntunar, hvort heldur í formlegri menntun (t.d. skólum) eða óformlegri (t.d. frístundastarfi, þróunaraðstoð),
- ferilskrá,
- greinargerð umsækjenda þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um námið, markmið með náminu og framtíðarsýn.
Fjöldi nemenda sem tekinn er inn á innlenda umsóknartímabilinu takmarkast við 15 og skulu þeir uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Hafa lokið grunnnámi eða sambærilegu prófi með fyrstu einkunn.
- Uppfylla önnur almenn inntökuskilyrði svo sem um enskukunnáttu.
Ef umsækjendur á innlenda umsóknartímabilinu, sem uppfylla inntökuskilyrði, eru fleiri en unnt er að taka inn skal val nemenda byggjast á eftirfarandi sjónarmiðum:
- einkunnum í grunnnámi,
- fyrra námi á háskólastigi enda hafi nemendur sem lokið hafa meira námi forgang fram yfir þá sem lokið hafa minna námi,
- starfsreynslu á sviði menntunar, hvort heldur í formlegri menntun (t.d. skólum) eða óformlegri (t.d. frístundastarfi, þróunaraðstoð),
- ferilskrá,
- greinargerð umsækjenda þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um námið, markmið með náminu og framtíðarsýn.
Inntökunefnd sem stjórn námsins skipar fjallar um umsóknir nemenda og annast val þeirra.
20. gr.
10. gr. reglnanna verður 17. gr.
21. gr.
Reglur þessar eru settar af háskólaráði Háskóla Íslands með heimild í 18. gr. laga um opinbera háskóla, nr. 85/2008, sbr. 47. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands, nr. 569/2009, og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 5. desember 2025.
Silja Bára R. Ómarsdóttir.
Magnús Jökull Sigurjónsson.
B deild — Útgáfudagur: 11. desember 2025