Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
Málaflokkur
Ríkisstofnanir, Samgöngumál
Undirritunardagur
31. maí 2017
Útgáfudagur
1. júní 2017
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 485/2017
31. maí 2017
AUGLÝSING
um breytingu á gjaldskrá Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, skv. auglýsingu nr. 338/2015, með síðari breytingum.
1. gr.
Á eftir gjaldalið 6.21.11 koma nýir gjaldaliðir 6.21.12 og 6.21.13 svohljóðandi og breytist greinatala gjaldskrárinnar samkvæmt því:
Ferðaþjónustuleyfi | 4.000 kr. |
Árlegt gjald vegna hverrar bifreiðar þegar hún er færð til árlegrar skoðunar | 1.400 kr. |
2. gr.
Auglýsing þessi er sett með heimild í III. kafla, sbr. 5. og 9. tl. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, og öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 31. maí 2017.
Jón Gunnarsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
B deild - Útgáfud.: 1. júní 2017