Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Sveitarfélagið Ölfus
Málaflokkur
Sorphreinsun, Sveitarfélagið Ölfus
Undirritunardagur
12. desember 2024
Útgáfudagur
7. janúar 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1728/2024
12. desember 2024
GJALDSKRÁ
fyrir meðhöndlun úrgangs og sorphirðu í Sveitarfélaginu Ölfusi.
1. gr.
Sveitarfélagið Ölfus annast sorphirðu frá öllu íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu. Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss skal innheimta gjald samkvæmt gjaldskrá þessari fyrir meðhöndlun úrgangs samkvæmt samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Sveitarfélaginu Ölfusi.
2. gr.
Sérstök söfnun er við heimili og er flokkun með 3 tunnum auk lífræns hólfs í tunnu fyrir almennt sorp.
| Breytilegt gjald fyrir blandaðan heimilisúrgang: | Gjald kr./ílát á ári | |
| Tegund íláts og hirða – tunna 1 | Íbúð/sérbýli | Fjölbýli |
| 240 l grá tunna | 24.800 | - |
| 240 l grá tunna + lífrænt hólf | 31.000 | - |
| 660 l grá tunna | - | 98.950 |
| 120 l lífræn tunna | 9.810 | - |
| 240 l lífræn tunna | - | 19.620 |
| Breytilegt gjald fyrir flokkaðan heimilisúrgang, pappírsefni: | ||
| Tegund íláts og hirða – tunna 2 | Íbúð/sérbýli | Fjölbýli |
| 240 l blá tunna | 11.000 | 11.000 |
| 360 l blátt ker | - | 25.750 |
| 660 l blátt ker | - | 47.200 |
| Breytilegt gjald fyrir flokkaðan heimilisúrgang, plastefni: | ||
| Tegund íláts og hirða – tunna 3 | Íbúð/sérbýli | Fjölbýli |
| 240 l græn tunna | 11.000 | 11.000 |
| 360 l grænt ker | - | 25.750 |
| 660 l grænt ker | - | 47.200 |
3. gr.
Fast gjald er lagt á allar fasteignir sveitarfélagsins til að standa straum af veittri þjónustu tengdri málaflokknum og er ekki beintengt úrgangsmagni s.s. umsýsla, fræðsla, hreinsun rusls á víðavangi, rekstur grenndarstöðva og aðgengi að gámasvæði með gjaldfrjálsan úrgang.
Álagningin er á fasteignir í a-, b- og c-lið samkvæmt 3. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Fast gjald á fasteignir í a-lið 18.000 kr.
Fast gjald á fasteignir í b- og c-lið 27.000 kr.
Gjaldið skal innheimt með fasteignagjöldum og er gjalddagi sorpgjalds hinn sami og fasteignagjalda. Sorpgjaldið nýtur lögveðsréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði.
Önnur gjöld:
| Tunnugjald: Nýjar 120 l lífrænar tunnur | 15.060 | kr./ílát |
| Tunnugjald: Nýjar 240 l lífrænar tunnur | 20.780 | kr./ílát |
| Tunnugjald: Nýjar 240 l tunnur | 20.780 | kr./ílát |
| Tunnugjald: Ný 360 l ker | Sérpöntun | kr./ílát |
| Tunnugjald: Ný 660 l ker | 82.400 | kr./ílát |
| Útkeyrslugjald tunnur | 3.100 | kr./ferð |
| Útkeyrslugjald ker | 6.200 | kr./ferð |
| Teygjufesting á lok í lausasölu | 1.000 | kr./stk. |
| Lok á tunnur 120 l | 2.080 | kr./stk. |
| Lok á tunnur 240 l | 2.080 | kr./stk. |
| Lok á tunnur 360 l | Sérpöntun | kr./stk. |
| Lok á tunnur 660 l | 10.330 | kr./stk. |
Tunnugjald og útkeyrslugjald greiðist við afhendingu nýrra tunna. Umsókn um nýjar tunnur þarf að fara í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins og afhending þeirra er á móttöku- og flokkunarstöð við Norðurbakka. Tunnur eru seldar á kostnaðarverði.
4. gr.
Gjaldskrá þessi, sem er samin og samþykkt af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss, staðfestist hér með skv. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og öðlast þegar gildi.
Þannig samþykkt í bæjarstjórn, 12. desember 2024.
Elliði Vignisson bæjarstjóri.
B deild - Útgáfud.: 7. janúar 2025