Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Skatturinn
Málaflokkur
Skattar - gjöld - tollar
Undirritunardagur
6. janúar 2022
Útgáfudagur
7. janúar 2022
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 2/2022
6. janúar 2022
AUGLÝSING
frá ríkisskattstjóra um skil á upplýsingum vegna tekjuársins 2021, sbr. reglugerð nr. 1240/2015, með síðari breytingum.
Fjármálastofnanir, sem tilkynningarskyldar eru skv. 1. og 2. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 1240/2015, um framkvæmd áreiðanleikakannana vegna upplýsingaöflunar á sviði skattamála, skulu skila upplýsingum vegna ársins 2021 um erlenda reikningshafa, þó ekki bandaríska, til Skattsins eigi síðar en 31. maí 2022.
-
Tilkynninga- og upplýsingaskyldan tekur til reikninga erlendra aðila, (innlánsreikninga, vörslureikninga, vátryggingasamninga að tilteknu peningavirði og lífeyrissamninga).
Þegar áreiðanleikakönnun skv. reglugerðinni leiðir í ljós að reikningshafi sé erlendur aðili, þ.e. einstaklingur eða lögaðili, skal skila m.a. eftirfarandi upplýsingum:a) Nafni, heimilisfangi og erlendri skattkennitölu sérhvers tilgreinds erlends reikningshafa (einstaklinga og lögaðila) sem á eða fer með tilkynningaskyldan reikning. Ef reikningshafi er lögaðili sem ekki telst vera erlendur en áreiðanleikakönnun skv. reglugerðinni leiðir í ljós að lögaðilinn hefur einn eða fleiri ráðandi aðila (e. controlling person),1 sem teljast erlendir aðilar, skal skila upplýsingum um nafn, heimilisfang og erlenda skattkennitölu þeirra, sbr. 40. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 1240/2015. b) Reikningsnúmeri eða ígildi þess. c) Reikningsstöðu í árslok 2021. Hafi reikningi verið lokað á árinu 2021 skal staða reiknings vera núll. -
Til viðbótar við framangreindar upplýsingar skal einnig skila eftirfarandi upplýsingum:
a) Sé um innlánsreikninga að ræða skal skila upplýsingum um heildarfjárhæð greiddra eða tekjufærðra vaxta á árinu 2021. b) Sé um vörslureikning að ræða skal skila upplýsingum um heildarfjárhæð greiddra vaxta, arðs og annarra tekna, þ.m.t. sölu- og gengishagnað, sem myndast hefur vegna ávöxtunar þeirra eigna sem viðkomandi vörslureikningur hefur að geyma og hafa verið færðar sem tekjur inn á reikninginn (eða með tilliti til reikningsins) á árinu 2021. - Sé reikningshafi óvirkur lögaðili sem ekki er fjármálastofnun sbr. 42. tölul. 2. gr. reglugerðar nr. 1240/2015, skal upplýsa um nöfn, heimilisföng og erlendar skattkennitölur þeirra eigenda lögaðilans sem teljast erlendir aðilar.
- Þrátt fyrir að fjármálastofnanir, sem falla undir tilkynningarskyldu, hafi enga reikninga í eigu eða umráðum erlendra aðila skulu þær engu að síður skila núllskýrslum til Skattsins í samræmi við skilalýsingu, og staðfesta með þeim hætti að upplýsingaskyldu hafi verið sinnt.
Ef skilað er röngum eða ófullnægjandi upplýsingum til Skattsins eða ef þær eru á annan hátt ekki samkvæmt skilalýsingu, skal tilkynningaskylda fjármálastofnunin eftir atvikum greiða þann kostnað sem af því kann að hljótast.
Upplýsingunum skal skilað rafrænt samkvæmt lýsingu á vef Skattsins á slóðinni: https://www.rsk.is/fagadilar/hugbunadarhus/crs/.
Allar fyrirspurnir um ofangreind gagnaskil skal senda á netfangið: crs.fatca@skatturinn.is.
Staðfesta
skal
sendingu
gagna
með
tilkynningu
á
netfangið
crs.fatca@skatturinn.is.
Jafnframt
skal
í
þeim
sama
tölvupósti
tilgreina
nafn
og
netfang
þess
tengiliðar
tilkynningaskylda
aðilans
sem
hefur
með
höndum
samskipti
við
Skattinn
samkvæmt
auglýsingu
þessari.
_____________
1 Ráðandi aðili er skilgreindur með sama hætti og raunverulegur eigandi í 13. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Auglýsing þessi er birt skv. 92., 93. og 94. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, sbr. 12. gr. reglugerðar nr. 1240/2015, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Reykjavík, 6. janúar 2022.
Snorri Olsen ríkisskattstjóri.
B deild - Útgáfud.: 7. janúar 2022