Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Skagafjörður

Málaflokkur

Skipulagsmál, Skagafjörður

Undirritunardagur

22. desember 2025

Útgáfudagur

30. janúar 2026

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1705/2025

22. desember 2025

AUGLÝSING

um skipulagsmál í Skagafirði.

Breyting á deiliskipulagi – Mjólkursamlagsreitur.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 38. fundi sínum 14. maí 2025, deiliskipulagsbreytingu fyrir Mjólkursamlagsreitinn á Sauðárkróki í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Breyting er gerð á byggingarreit við norðvestur horn lóðarinnar Skagfirðingabraut 51 þar sem reiturinn er stækkaður til vesturs um 387 m². Stærð byggingarreits breytist úr 9.486 m² í 9.873 m². 

Þá eru minniháttar breytingar á uppdrætti þar sem málsetningum er bætt við og grunnflötur bygginga uppfærður í samræmi við núverandi stöðu.

Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Nýtt deiliskipulag – Borgarmýri 1 og 1A, Sauðárkróki.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 37. fundi sínum 8. apríl 2025 deiliskipulagstillögu fyrir Borgarmýri 1 og 1A, Sauðárkróki, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Skipulagsuppdrátturinn sýnir lóðamörk, aðkomu og bílastæði og byggingarreiti innan skipulagssvæðsins, ásamt helstu byggingarskilmálum. Í gildi er deiliskipulag Borgarmýrar 1, samþykkt 3. júlí 2024. Með deiliskipulagi þessu, fyrir Borgarmýri 1 og 1A, fellur fyrra deiliskipulag úr gildi.

Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Nýtt deiliskipulag – Tumabrekka, land 2, Skagafirði.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 35. fundi sínum 12. febrúar 2025 deiliskipulagstillögu fyrir Tumabrekku, land 2, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Skipulagsuppdrátturinn sýnir fyrirhugaða uppbyggingu á Brekku, landnúmer 220570. Uppdrátturinn sýnir staðsetningu byggingarreita, lóðarmarka, vegtenginga og aðkomu að byggingum ásamt helstu byggingarskilmálum.

Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Nýtt deiliskipulag – Hofsós, sorpmóttöku- og gámasvæði.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 33. fundi sínum 18. desember 2024 deiliskipulagstillögu fyrir Hofsós, sorpmóttöku- og gámasvæði, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Skipulagsuppdrátturinn sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti á skipulagssvæðinu, ásamt helstu byggingarskilmálum. Í tillögunni eru sýndar þrjár lóðir á svæðinu, lóð gámageymslusvæðisins, lóð áhaldahússins og lóð sorpmóttökunnar. Starfsemi og umferðarsvæði sem fyrir eru á iðnaðarsvæðinu fá með deiliskipulagstillögunni skilgreindar lóðir, götur og innkeyrslur á lóðir.

Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Nýtt deiliskipulag – Skógargötureitur, Sauðárkróki.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 33. fundi sínum 18. desember 2024 deiliskipulagstillögu fyrir Skógargötureitinn á Sauðárkróki, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Skipulagsuppdrátturinn sýnir lóðir, aðkomu að lóðum og byggingarreiti á skipulagssvæðinu, ásamt helstu byggingarskilmálum. Samhliða þessari deiliskipulagstillögu var unnin breyting á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki og var það auglýst samhliða.

Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Breyting á deiliskipulagi – Gamli bærinn á Sauðárkróki.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 33. fundi sínum 18. desember 2024 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.

Samhliða vinnslu deiliskipulags fyrir Skógargötureitinn svokallaða var unnin breyting á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins þar sem hluti skipulagssvæðisins fellur út en skv. 5.3.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 mega deiliskipulagssvæði ekki skarast.

Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Skagafirði, 22. desember 2025.

Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi.

B deild — Útgáfudagur: 30. janúar 2026

Tengd mál