Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Rangárþing ytra
Málaflokkur
Skipulagsmál, Rangárvallasýsla
Undirritunardagur
5. desember 2025
Útgáfudagur
19. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1423/2025
5. desember 2025
AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi ytra.
Heysholt og Landborgir, deiliskipulag.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti 22. október 2025 tillögu að deiliskipulagi fyrir Heysholt og Landborgir. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að mörk skipulagssvæðis stækka til norðurs, lóð nr. 8 minnkar úr 4.110 m² í 2.600 m². Byggingarreitur á lóð 8 minnkar, ný lóð fyrir rotþró, 3.300 m², sem tekin er úr landi Heysholts með landeignanúmeri L164975 verður í eigu Landborga og mun tilheyra landeignanúmeri L216516 eftir breytingu. Lóð til síðari nota fyrir frístundabyggð L216515 mun stækka um 3.300 m². Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.
Hellu, 5. desember 2025.
F.h. Rangárþings ytra,
Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
B deild — Útgáfudagur: 19. desember 2025