Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Innviðaráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Flugmál
Undirritunardagur
21. nóvember 2025
Útgáfudagur
28. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1275/2025
21. nóvember 2025
REGLUGERÐ
um ítarlegar reglur um vottun og yfirlýsingu varðandi kerfi og kerfishluta rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu.
1. gr.Efni.
Í reglugerð þessari er mælt fyrir um sameiginlegar tæknikröfur og stjórnsýslumeðferðir varðandi vottun og yfirlýsingu um að hönnunarkröfur séu uppfylltar fyrir ATM-/ANS-kerfishluta.
2. gr.Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtalin gerð með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1768 frá 14. júlí 2023 um ítarlegar reglur um vottun og yfirlýsingu varðandi kerfi rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og kerfishluta rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2025 frá 13. júní 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 4. september 2025, bls. 415-432.
3. gr.Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 188. gr. laga um loftferðir, nr. 80/2022, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 21. nóvember 2025.
F. h. r.
Árni Freyr Stefánsson.
Vala Hrönn Viggósdóttir.
B deild — Útgáfudagur: 28. nóvember 2025