Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Matvælaráðuneytið
Málaflokkur
Sjávarútvegur
Undirritunardagur
4. maí 2022
Útgáfudagur
4. maí 2022
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 522/2022
4. maí 2022
AUGLÝSING
um (1.) breytingu á auglýsingu nr. 505/2022 um (3.) staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022.
1. gr.
Svohljóðandi breytingar eru gerðar á 1. gr. auglýsingarinnar:
- Eftirfarandi millifyrirsögn breytist: „Súðavíkurhreppur (breyting á almennum skilyrðum, breyting á viðmiðun um úthlutun, löndunarskylda innan byggðarlags)“ og verður: Súðavíkurhreppur (breyting á almennum skilyrðum, breyting á viðmiðun um úthlutun, vinnslukylda innan byggðarlags).
- Stafliður c) vegna Súðavíkurhrepps fellur niður.
- Eftirfarandi millifyrirsögn breytist: „Tálknafjarðarhreppur (breyting á viðmiðun úthlutunar, niðurfelling vinnsluskyldu)“ og verður: Tálknafjarðarhreppur (breyting á viðmiðun úthlutunar, vinnsluskylda innan Vestur-Barðastrandarsýslu).
2. gr.
Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 4. maí 2022.
F. h. r.
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.
Jón Þrándur Stefánsson.
B deild - Útgáfud.: 4. maí 2022