Upplýsingar um auglýsingu
Deild
A deild
Stofnun
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Málaflokkur
Félagsmál
Undirritunardagur
13. júní 2025
Útgáfudagur
20. júní 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 31/2025
13. júní 2025
LÖG
um breytingu á lögum um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, nr. 160/2008 (heiti stofnunar).
Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 1. gr. laganna:
- Í stað orðanna „þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir“ í 1. málsl. kemur: stofnun sem þjónustar.
- Á eftir 1. málsl. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Heiti stofnunarinnar skal vera Sjónstöðin.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. a laganna:
- Í stað orðanna „Þjónustu- og þekkingarmiðstöð“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: Sjónstöðin.
- Í stað orðsins „Miðstöðin“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Stofnunin.
- Í stað orðsins „miðstöðvarinnar“ í 3. mgr. kemur: stofnunarinnar.
3. gr.
Heiti laganna verður: Lög um Sjónstöðina.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
5. gr.
Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
- Lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021: Í stað tilvísunarinnar „laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: laga um Sjónstöðina.
- Lög um Barna- og fjölskyldustofu, nr. 87/2021:
- Í stað tilvísunarinnar „laga um þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: laga um Sjónstöðina.
- Í stað orðanna „Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu“ í 1. málsl. 3. mgr. 3. gr. laganna kemur: Sjónstöðina.
- Bókasafnalög, nr. 150/2012:
- Í stað orðanna „Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu“ í 3. málsl. 4. mgr. 15. gr. laganna kemur: Sjónstöðinni.
- Í stað orðanna „Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu“ í 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. laganna kemur: Sjónstöðinni.
- Lög um Samskiptastöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, nr. 129/1990: Í stað orðanna „Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu“ í 2. mgr. 2. gr. a laganna kemur: Sjónstöðinni.
Gjört á Bessastöðum, 13. júní 2025.
Halla Tómasdóttir.
(L. S.)
Eyjólfur Ármannsson.
A deild - Útgáfud.: 20. júní 2025