Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Akraneskaupstaður
Málaflokkur
Skipulagsmál, Akranes, Mannvirki
Undirritunardagur
9. júlí 2024
Útgáfudagur
23. júlí 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 887/2024
9. júlí 2024
GJALDSKRÁ
Akraneskaupstaðar fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld.
1. gr. Gjöld.
Fyrir útgáfu leyfa og vottorða, úttektir, yfirferð gagna, auglýsingar, kynningar og aðra umsýslu og þjónustu sem Akraneskaupstaður veitir vegna byggingar- og leyfisskyldra framkvæmda, deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum, innheimtir Akraneskaupstaður í umboði bæjarstjórnar gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
2. gr. Byggingarleyfis- og stöðuleyfisgjöld.
Fyrir neðangreindar úttektir og með tilvísun til 51. og 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 skal innheimta gjöld sem hér segir:
2.1. Byggingarleyfisgjald. | kr. | ||
2.1.1 | Íbúðarhúsnæði, gjald pr. m² | 720 | |
2.1.2 | Annað húsnæði s.s. sólstofur, garðhús og gripahús, pr. m² | 500 | |
2.1.3 | Stofnanir og atvinnuhúsnæði, pr. m² | 400 | |
2.1.4 | Niðurrif | 50.000 | |
2.1.5 | Breytingar á innra skipulagi, minni háttar | 20.000 | |
2.1.6 | Breytingar á innra skipulagi, meiri háttar | 40.000 | |
2.2. Gjöld vegna stöðuleyfa. | |||
2.2.1 | Fyrir gáma, báta, skúra og dúkskemmur, veitt til eins árs | 50.000 | |
2.2.2 | Fyrir torgsöluhús, söluvagna, -skúra og samkomutjöld, fyrir 0-3 mánuði | 50.000 | |
2.2.3 | Fyrir torgsöluhús, söluvagna, -skúra og samkomutjöld, 1-4 dagar | 20.000 | |
2.2.4 | Fyrir auglýsingaskilti, veitt til eins árs | 50.000 | |
2.2.5 | Fyrir sumarhús í smíðum ætluð til flutnings, veitt til eins árs | 50.000 |
Varðandi stöðuleyfi vísast í gr. 2.6.1. Umsókn um stöðuleyfi og 2.6.2. Heimild leyfisveitanda til að fjarlægja lausafjármuni, í byggingarreglugerð nr. 160/2010.
Innifalið í ofangreindum gjöldum er ein yfirferð aðal- og séruppdrátta, fokheldisvottorð og vottorð vegna öryggis- og lokaúttektar, eitt af hverri tegund. Heimild er til að innheimta kostnað vegna yfirferðar séruppdrátta þegar um er að ræða stærri byggingar eða flókin mannvirki.
Kostnaður vegna útsetningar á greftri/mannvirki og lóð, úttekta, förgunar á jarðvegi auk uppgraftrar og fyllingar vegna gatnagerðar er innheimtur sérstaklega.
3. gr. Gjöld fyrir skipulagsvinnu.
Vegna grenndarkynninga skv. 43. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, framkvæmdaleyfa skv. 13. og 14. gr. og vegna deiliskipulags og breytinga á skipulagsáætlunum skv. 36. og 38. gr. sömu laga, skal innheimta gjöld sem hér segir:
3.1. Aðalskipulagsbreytingar. | kr. | ||
3.1.1 | Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 1. mgr. 36. gr. | ||
skipulagslaga nr. 123/2010 | 200.000 | ||
3.1.2 | Umsýslu- og auglýsingakostnaður | 230.000 | |
3.1.3 | Breyting á aðalskipulagsuppdrætti, sbr. 2. mgr. 36. gr. | 120.000 | |
3.1.4 | Umsýslu- og auglýsingakostnaður | 120.000 | |
3.2. Deiliskipulagsbreytingar. | |||
3.2.1 | Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. | 250.000 | |
3.2.2 | Breyting á deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 43. gr. | 200.000 | |
3.2.3 | Umsýslu- og auglýsingakostnaður, | ||
sbr. 2. mgr. 38. gr. og 1. mgr. 43. gr. | 230.000 | ||
3.2.4 | Breyting á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. | 100.000 | |
3.2.5 | Grenndarkynning, sbr. 1. mgr. 44. gr. | 100.000 | |
3.2.6 | Breyting á deiliskipulagi sbr. 3. mgr. 44. gr. | 100.000 | |
3.3. Framkvæmdaleyfi. | |||
3.3.1 | Framkvæmdir skv. 13. gr. skipulagslaga | 90.000 | |
3.3.2 | Framkvæmdir skv. 13. gr. skipulagslaga sem falla undir flokk C | ||
í lögum um mat á umhverfisáhrifum | 120.000 | ||
3.3.3 | Framkvæmdir skv. 14. gr. skipulagslaga | 150.000 | |
3.3.4 | Umsýslu- og auglýsingakostnaður | 50.000 | |
3.3.5 | Eftirlit umfram eina ferð sem innifalin er í leyfisgjaldi | 20.000 | |
3.4. | Afnotaleyfi. | ||
3.4.1 | Afnotaleyfi af bæjarlandi, 1 - 6 dagar | 20.000 | |
3.4.2 | Afnotaleyfi af bæjarlandi, umfram 6 daga | 50.000 | |
3.4.3 | Viðbótardagsleiga vegna daga umfram umsaminn tíma | 4.000 | |
3.4.4 | Viðbótardagsleiga með 50% hækkun | 6.000 |
Varðandi afnotaleyfi vísast í reglur fyrir tímabundin afnot af bæjarlandi.
4. gr. Gjöld vegna jarðefna.
4.1. Jarðefni | kr. | ||
4.1.1 | Losunargjald, almennt, hvert skipti | 8.500 | |
4.1.2 | Losunargjald, minni ökutæki, hvert skipti | 5.500 | |
4.1.3 | Afgreiðslugjald aðgangslykils | 8.000 | |
4.1.4 | Uppgröfur/fylling í lóð pr. m³ | 4.000 |
Losunargjald á við losun á móttökusvæði jarðefna í Grjótkelduflóa. Minni ökutæki hafa skráða flutningsgetu undir 12 tonnum.
Uppgröftur/fylling í lóð getur komið til vegna vinnu við gatnagerð til þess að koma í veg fyrir hrun jarðvegs vegna vinnu í lóð. Einnig getur þetta verið vegna stígagerðar, vinnu við gangstéttir o.þ.h.
5. gr. Úttektargjöld.
5.1.1 | Úttekt vegna byggingarstjóraskipta | 30.000 kr. | |
5.1.2 | Einbýlishús | 220.000 kr. | |
5.1.3 | Parhús, tvíbýlishús, pr. íbúð | 180.000 kr. | |
5.1.4 | Raðhús, pr. íbúð | 150.000 kr. | |
5.1.5 | Fjölbýlishús, pr. byggingaráfanga | 400.000 kr. | |
5.1.6 | Fjölbýlishús, viðbót pr. íbúð | 20.000 kr. | |
5.1.7 | Minni byggingar, gripahús o.þ.h. | 55.000 kr. | |
5.1.8 | Aukaúttekt - stöðu-, áfanga-, öryggis-, lokaúttekt (pr. úttekt) | 30.000 kr. | |
5.1.9 | Úttekt vegna leiguhúsnæðis - íbúðarhúsnæði | 30.000 kr. | |
5.1.10 | Úttekt vegna leiguhúsnæðis - atvinnuhúsnæði | 45.000 kr. | |
5.1.11 | Úttekt vegna rekstrarleyfa | 30.000 kr. | |
5.1.12 | Gjald fyrir hvert útkall, ef verkið er ekki úttektarhæft | 25.000 kr. |
5.2. Gjöld vegna mælinga. | |||
5.2.1 | Útsetningar fyrir greftri, mannvirki og lóð (3 mælingar) | 250.000 kr. | |
5.2.2 | Útsetning lóðamarka (ein mæling) | 70.000 kr. |
Innifalið í liðum 5.1.2 - 5.1.7 er ein fokheldis-, áfanga-, öryggis- og lokaúttekt.
6. gr. Gjöld fyrir þjónustu, afgreiðslu og vottorð.
6.1. Gjöld fyrir þjónustu og vottorð. | kr. | ||
6.1.1 | Afgreiðslugjald (fast gjald) | 25.000 | |
6.1.2 | Auka gjald fyrir hverja umfjöllun umfram tvær | 15.000 | |
6.1.3 | Endurnýjuð byggingarheimild/-leyfi - gögn óbreytt | 60.000 | |
6.1.4 | Breytingar á uppdráttum og lóðar- og mæliblöðum | 100.000 | |
6.1.5 | Vottorð vegna fokheldis-, stöðu-, öryggis- og lokaúttektar | 50.000 | |
6.1.6 | Gjald vegna stofnunar landeigna eða fasteigna (pr. lóð/eign) | 36.000 | |
6.1.7 | Samrunaskjalagerð | 30.000 | |
6.1.8 | Nafnabreyting, lands eða lóðar | 20.000 | |
6.1.9 | Tímagjald starfsmanns á skipulags- og umhverfissviði | 20.000 | |
6.1.10 | Lóðarleigusamningar | 75.000 | |
6.1.11 | Umsýslugjald vegna lóðarúthlutunar (1/4 af umsóknargjaldi) | 50.000 | |
6.2. Yfirferð eignaskiptayfirlýsinga. | |||
6.2.1 | Eignaskiptayfirlýsingar 2-5 eignir | 42.000 | |
6.2.2 | 6-15 eignir | 56.000 | |
6.2.3 | 16-50 eignir | 70.000 | |
6.2.4 | 51 eign og fleiri | 85.000 | |
6.2.5 | Aukagjald fyrir hverja yfirferð eignaskiptayfirlýsingar umfram tvær | 12.000 |
7. gr. Bílastæðagjald.
7.1. Bílastæðagjald skv. 19. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. | kr. | ||
7.1.1 | Bílastæðagjald. | 600.000 |
8. gr. Gjöld vegna yfirferða uppdrátta.
8.1. Yfirferð aðal- og séruppdrátta | kr. | ||
(burðarþols-, lagna- og séruppdrátta aðalhönnuða). | |||
8.1.1 | Einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishús allt að 6 íbúðir | 100.000 | |
8.1.2 | Fjölbýlishús 7-19 íbúðir | 120.000 | |
8.1.3 | Fjölbýlishús, 20 íbúðir og fleiri | 140.000 | |
8.1.4 | Frístundahús á einni hæð | 100.000 | |
8.1.5 | Annað húsnæði, þ.m.t. atvinnu- og gripahús | 140.000 | |
8.1.6 | Byggingar, s.s. viðbygging, bílgeymsla, anddyri, sólstofur o.fl. | 40.000 | |
8.1.7 | Breyting á innra skipulagi atvinnuhúsnæðis o.fl. | 60.000 | |
8.1.8 | Breyting á innra skipulagi sérbýlis, klæðningu húss, svalaskýlis, lóð o.fl. | 40.000 | |
8.1.9 | Aukagjald fyrir hverja umfjöllun umfram tvær | 20.000 |
9. gr. Trygging fyrir gjöldum.
Álögðum gjöldum samkvæmt gjaldskrá þessari fylgir lögveð í fasteign þeirri sem gjöldin eru lögð á og ganga ásamt vöxtum og kostnaði fyrir öllum veðkröfum sem á eigninni hvíla og tekur það einnig til vátryggingarfjár hennar, sbr. 3. mgr. 53. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.
10. gr. Gildistaka og verðbreytingar.
Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari miðast við byggingarvísitölu í janúar 2023, 112,7 stig, og taka breytingum mánaðarlega í samræmi við breytingar á umræddri vísitölu.
Gjaldskrá þessi sem sett er með heimild í lögum um mannvirki nr. 160/2010 og skipulagslögum nr. 123/2010 og öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 361/2023.
Samþykkt í skipulags- og umhverfisráði Akraneskaupstaðar 3. júní 2024.
Samþykkt í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar, 9. júlí 2024.
Haraldur Benediktsson bæjarstjóri.
B deild - Útgáfud.: 23. júlí 2024