Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Innviðaráðuneytið
Málaflokkur
Reykjavík, Sveitarstjórnarmál
Undirritunardagur
23. febrúar 2024
Útgáfudagur
15. mars 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 329/2024
23. febrúar 2024
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, nr. 1020/2019.
1. gr.
C-liður 2. gr. viðauka 2.6 um embættisafgreiðslur sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs breytist og verður svohljóðandi:
- Hafa lögbundna umsjón og innra eftirlit með daggæslu barna í heimahúsum og starfsemi dagforeldra, þar með talið að ákveða fyrirkomulag vegna ráðgjafar og umsjónar með daggæslu í heimahúsum til samræmis við reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum, nr. 907/2005. Vinna úr tilkynningum frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála og taka afstöðu til þess hvort leggja beri málið í farveg samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum. Jafnframt að veita Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála upplýsingar sem stofnunin óskar eftir og skylt er að veita stofnuninni á grundvelli laga, þar á meðal umsögn um umsókn um leyfi til daggæslu barna í heimahúsum til samræmis við ákvæði reglugerðar um daggæslu barna í heimahúsum, sbr. einnig 34. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 og lög um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála, nr. 88/2021.
2. gr.
Samþykkt þessi sem borgarstjórn Reykjavíkur hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 23. febrúar 2024.
F. h. r.
Aðalsteinn Þorsteinsson.
Ólöf Sunna Jónsdóttir.
B deild - Útgáfud.: 15. mars 2024