Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Grundarfjarðarbær
Málaflokkur
Skipulagsmál, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla
Undirritunardagur
26. janúar 2026
Útgáfudagur
28. janúar 2026
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 54/2026
26. janúar 2026
AUGLÝSING
um deiliskipulag í Grundarfjarðarbæ.
Deiliskipulag Framness austan við Nesveg.
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti 11. desember 2025 heildarendurskoðun deiliskipulags fyrir Framnes austan við Nesveg.
Við gildistöku þessa nýja deiliskipulags fellur úr gildi deiliskipulagið „Framnes, austan Nesvegar, reitir 6 og 9“ frá 13. mars 2008, auk tveggja breytinga á því, þ.e. frá mars 2016 (Nesvegur 4 og 6) og frá júlí 2021 (Nesvegur 4a).
Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039.
Deiliskipulagið felur í sér að svigrúm er aukið fyrir hafnsækna starfsemi, skerpt er á framtíðarfyrirkomulagi eldsneytisbirgðastöðva, auk þess sem lóðir og lóðamörk eru yfirfarin og afmörkuð betur og byggingarskilmálar nánar skilgreindir.
Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.
Grundarfirði, 26. janúar 2026.
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri.
B deild — Útgáfudagur: 28. janúar 2026