Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Málaflokkur

Orkumál, Sveitarfélagið Árborg

Undirritunardagur

29. janúar 2026

Útgáfudagur

30. janúar 2026

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 70/2026

29. janúar 2026

GJALDSKRÁ

Selfossveitna.

1. gr.

Selfossveitur bs. selja afnot af heitu vatni úr veitukerfi sínu samkvæmt gjaldskrá þessari og reglugerð Selfossveitna fyrir heitt vatn. Gjaldskráin gildir á öllu orkuveitusvæði Selfossveitna. Á gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari leggst virðisaukaskattur og önnur gjöld samkvæmt gildandi lögum og reglum á hverjum tíma. Virðisaukaskattur er 11% til húshitunar og 24% vegna annarrar notkunar.

Gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari fylgja byggingarvísitölu (nóvember 2025, 201,0 stig).

Gjaldskrá þessi skal uppfærast tvisvar á ári n.t.t í janúar og júlí ár hvert og er stjórn Selfossveitna veitt heimild til þess.

2. gr. Notkunargjald.

Heitt vatn er selt samkvæmt rúmmetramælingu.

I. Afnot af heitu vatni – verð er án orku- og virðisaukaskatts.

H.1 Heitt vatn um rennslismæli
  i. Heimili og íbúðir 199 kr./m³
  ii. Fastagjald 23.744 kr./ár
H.2 Heitt vatn um rennslismæli
  iii. Stórnotendur > 1" 199 kr./m³
  iv. Fastagjald 33.795 kr./ár
H.5 Heitt vatn um hemil
  v. Heitt vatn um hemil. Lágmarksmagn um hemil eru 4 l/m 55.211 kr./m³
  vi. Fastagjald 33.795 kr./ár
H.6 Heitt vatn um rennslismæli
  vii. Almenningssundlaugar    
  viii. Sumar (1. maí - 30. september) 100 kr./m³
  ix. Vetur (1. október - 30. apríl) 121 kr./m³
  x. Fastagjald 59.514 kr./ár

Ekki er veittur afsláttur vegna takmarkana á afhendingu heits vatns.

Selfossveitum eru ekki skylt að veita afslátt af sölu heits vatns vegna lágs hitastigs þess á afhendingarstað.

3. gr. Stofngjöld hitaveitu.

Almennt verð heimlagna gildir í þéttbýli á nýbyggingarsvæðum. Verðin gilda ekki þar sem búið er að ganga varanlega frá yfirborði og fullnægjandi veitulagnir ekki komnar að lóðarmörkum. Geri húseigandi breytingu á skipulagi húss frá útgefnu skipulagi sveitarfélags t.d. með því að færa til bílskúr eða annan inntaksstað ber hann til viðbótar allan kostnað við færslu eða breytingu lagna. Húseigandi sem óskar eftir breytingu eða færslu á inntaksbúnaði eða inntaksstað ber af því allan kostnað. Sama gildir um tímabundna aftengingu.

I. Þéttbýlisstaðir, Eyrarbakki, Selfoss og Stokkseyri.

Neðangreint verð gildir þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 30 m, 2% yfirlengdargjald er tekið fyrir hvern metra. Stærð heimæðar fyrir almenna upphitun tekur mið af rúmmáli húsnæðis en stærð heimæðar fyrir aðra notkun ákvarðast af tilgreindri vatnsþörf í umsókn.

Húsnæði þarf að vera komið á byggingarstig B2 samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun svo hægt sé að sækja um heimæð.

  Grunngjald
Heimæð, DN 20 stál eða PEX-25 449.767 kr.
Heimæð, DN 25 stál eða PEX-32 660.853 kr.
Heimæð, DN 32 stál eða PEX-40 754.338 kr.
Heimæð, DN 40 stál eða PEX-50 903.138 kr.
Heimæð, DN 50 stál 1.496.436 kr.
Heimæð, DN 65 stál 2.468.277 kr.

Ein tengigrind er innifalin í hverju heimæðargjaldi. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist 10% af heimæðargjaldi viðkomandi málstærðar. Kostnaðarverð stærri heimæða en 65 mm er reiknað sérstaklega fyrir hvert tilvik og m.a. tekið mið af flutningsgetu heimæðar, stofnæða og aðveitu.

Gjald vegna breytinga eða færslu heimæða/inntaka er að lágmarki 25% af heimæðargjaldi.

Heimilt er að falla frá þessu gjaldi sé komið að endurnýjun lagna.

Frostálag á gunngjald er 20%.

II. Holtabyggð, Tjarnabyggð, byggð við Votmúlaveg og bæir austan við Stokkseyri.

Neðangreint verð gildir þar sem heildarlengd heimæðar er innan við 70 m, 1,4% yfirlengdargjald er tekið fyrir hvern metra. Stærð heimæðar fyrir almenna upphitun tekur mið af rúmmáli húsnæðis en stærð heimæðar fyrir aðra notkun ákvarðast af tilgreindri vatnsþörf í umsókn.

  Grunngjald
Heimæð, DN 20 stál eða PEX-25 1.043.652 kr.
Heimæð, DN 25 stál eða PEX-32 2.088.934 kr.

Ein tengigrind er innifalin í hverju heimæðargjaldi. Fyrir hverja auka tengigrind greiðst 10% af heimæðargjaldi viðkomandi málstærðar í þéttbýli. Kostnaðarverð stærri heimæða en 25 mm stál/32 mm PEX er reiknað sérstaklega fyrir hvert tilvik og m.a. tekið mið af flutningsgetu heimæðar, stofnæða og aðveitu. Ídráttarrör skulu vera 18 m að lengd frá húsi.

Gjald vegna breytinga eða færslu heimæða/inntaka er að lágmarki 25% af heimæðargjaldi.

Heimilt er að falla frá þessu gjaldi sé komið að endurnýjun lagna.

Frostálag á grunngjald er 20%.

III. Bráðabirgðatengingar hitaveitu.

Vinnuskúravatn og bráðabirgðatenging í húsnæði á byggingastigi B1.

  Grunngjald
Vinnuskúravatn 134.930 kr.
Bráðabirgðatenging DN20 eða PEX-25 134.930 kr.
Bráðabirgðatenging DN25 eða PEX-32 198.256 kr.
Bráðabirgðatenging DN32 eða PEX-40 226.301 kr.
Bráðabirgðatenging DN40 eða PEX-50 270.941 kr.
Bráðabirgðatenging DN50 448.391 kr.
Bráðabirgðatenging DN65 740.483 kr.

Verðið gildir fyrir tengingu við heimæðarenda sem kominn er inn fyrir lóðarmörk ásamt einni tengigrind. Við aðrar aðstæður og fyrir stærri tengingu er hún gjaldfærð í samræmi við raunkostnað. Innheimt er hefðbundið gjald fyrir notkun samkvæmt mæli á bráðabirgðatengingum.

IV. Innheimta, lokanir og sérstakar aðstæður.

Innheimtugjald1 2.077 kr.
Nýr mælir2 29.412 kr.
Lokunargjald/opnunargjald3 12.871 kr.
Opnunargjald utan dagvinnutíma 25.404 kr.
Aðstaða ekki fullnægjandi/endurkomugjald4 22.273 kr.
Breyting/færsla á inntaki, lágmarksgjald5 105.148 kr.
Lokunargjald ef grafa þarf niður að heimæð6 410.491 kr.

1 Innheimtugjald er lagt á þá sem fá send lokunarbréf í pósthólf sitt á island.is vegna vanskila notkunargjalda.

2 Gjald ef mælir hefur orðið fyrir skemmdum og setja þarf upp nýjan. Verð miðast við 15 mm mæli.

3 Heimilt er að loka fyrir heimæðar hjá þeim sem vanrækja að greiða notkunargjald að undangenginni skriflegri aðvörun.

4 Séu starfsmenn veitunnar kallaðir til að leggja heimtaug og aðstaða uppfyllir ekki tæknilega tengiskilmála hitaveitna og starfsmenn þurfa frá að hverfa, hlýst af því kostnaður.

5 Gjaldfært í samræmi við raunkostnað en að lágmarki 105.148 kr.

6 Gjald fyrir innheimtuaðgerð þar sem nauðsynlegt er að grafa niður á heimæð.

Gjaldskrá þessi, sem sett er samkvæmt orkulögum nr. 58/1967, staðfestist hér með til að öðlast gildi við birtingu í Stjórnartíðindum. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis, nr. 210/2008.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 29. janúar 2026.

F. h. r.

Magnús Dige Baldursson.

Steinar Örn Jónsson.

B deild — Útgáfudagur: 30. janúar 2026

Tengd mál