Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
13. júní 2025
Útgáfudagur
27. júní 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 712/2025
13. júní 2025
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.
1. gr.
Í stað orðanna „mennta- og menningarmálaráðherra“ í 3. tölul. 3. mgr. 3. gr. reglnanna koma orðin: þeim ráðherra sem fer með málefni háskóla.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða 6. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra“ í 1. mgr. koma orðin: Sá ráðherra sem fer með málefni háskóla.
- Í stað orðsins „janúar“ í 2. málsl. 1. töluliðar kemur orðið: desember.
- Í stað orðsins „fjórar“ í 2. málsl. 1. töluliðar kemur orðið: fimm.
- Orðið „víðtæka“ í 1. málsl. 2. töluliðar fellur brott.
- Í lok 4. töluliðar bætist við málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo í heild sinni: Önnur atriði sem varðar umgjörð, upplýsingar og kynningu í tengslum við kosninguna skulu vera í höndum undirbúningsnefndar rektorskjörs, sjá nánar í verklagsreglum sem háskólaráð staðfestir.
- Við 1. mgr. 5. töluliðar bætist nýr málsliður sem orðast svo í heild sinni: Með samhliða starfi er átt við starf sem er auglýst í sameiningu milli háskólans og stofnunarinnar og ráðningarferli er sameiginlegt.
- Við 2. mgr. 5. töluliðar bætist nýr málsliður sem orðast svo í heild sinni: Þær stofnanir sem um ræðir skulu taldar upp í verklagsreglum um rektorskjör sem háskólinn staðfestir.
- Í lok 5. töluliðar bætist við málsgrein sem verður 3. mgr. og orðast svo í heild sinni: Við gerð kjörskrár starfsmanna skal miða við 31. janúar á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur. Starfsmenn sem eru í fæðingarorlofi eða veikindaorlofi þegar kjörskrá lokar skulu hafa atkvæðisrétt samkvæmt starfshlutfalli viðkomandi áður en taka orlofs hófst. Starfsmenn sem eru í launalausu leyfi sem er lengra en 12 mánuðir hafa ekki atkvæðisrétt.
- 3. mgr. 5. töluliðar verður 4. mgr.
- Í lok 6. töluliðar bætist við málsgrein sem verður 5. mgr. og orðast svo í heild sinni: Heimilt er að afhenda frambjóðendum afrit af kjörskrá ef þeir óska þess. Um innihald og meðferð kjörskrár er fjallað nánar í verklagsreglum um rektorskjör sem háskólaráð staðfestir.
- Eftir 7. tölulið bætist við nýr töluliður, töluliður 8, með heitið Fjármál framboða og hátternisreglur, sem er ein málsgrein með 4 málsliðum og orðast svo í heild sinni: Frambjóðendum er heimilt að taka við framlögum frá einstaklingum og lögaðilum en skorður eru við fjárhæð slíkra framlaga. Frambjóðendum er skylt að skila fjárhagslegu uppgjöri vegna framboðs að loknum kosningum. Einnig er framboðum skylt að fylgja settum hátternisreglum. Nánari reglur og skorður styrkja og hátternisreglur má finna í verklagsreglum um rektorskjör sem háskólinn staðfestir.
- Í stað orðanna „háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra“ í 8. tölulið, sem verður 9. töluliður, koma orðin: þess ráðherra sem fer með málefni háskóla.
- Í stað orðanna „Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra“ í 9. tölulið, sem verður 10. töluliður, koma orðin: Ráðherra sem fer með málefni háskóla.
- Töluliður 10 verður töluliður 11.
- Í lok 11. töluliðar, sem verður 12. töluliður, bætist við nýr málsliður svohljóðandi: Í slíkum tilfellum eru tímafrestir aðlagaðir með raunhæfum hætti.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða 10. gr. reglnanna:
- Í stað orðsins „sitja“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur orðið: situr.
- Í stað orðanna „kennarar og sérfræðingar“ í 4. málsl. 1. mgr. koma orðin: akademískt starfsfólk.
4. gr.
1. málsliður 3. mgr. 17. gr. reglnanna orðast svo: Deildarfundi er heimilt að ákveða að sérfræðingar, fræði- og vísindamenn, rannsóknalektorar, rannsóknadósentar og rannsóknaprófessorar, sem ráðnir eru til deildar eða stofnana sem heyra undir deild, sitji deildarfundi og er deild heimilt að kveða á um hvort þeir hafi atkvæðisrétt.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða 19. gr. reglnanna:
- Í stað orðanna „sérfræðingar, fræðimenn og vísindamenn“ í 2. málsl. 1. mgr. koma orðin: rannsóknalektorar, rannsóknadósentar og rannsóknaprófessorar.
- Í stað orðanna „fræðimanna og vísindamanna“ í 2. málsl. 1. mgr. koma orðin: rannsóknadósenta og rannsóknaprófessora.
6. gr.
Í stað orðsins „menntamálaráðuneytis“ í 1. málsl. 1. mgr. 24. gr. reglnanna koma orðin: ráðuneytis sem fer með málefni háskóla.
7. gr.
2. málsl. 4. töluliðar 27. gr. reglnanna orðast svo: Annað starfsfólk er rannsóknalektorar, rannsóknadósentar og rannsóknaprófessorar; stúdentar og aðstoðarfólk og annað starfsfólk sem ráðið er að stofnuninni.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða 28. gr. reglnanna:
- Fyrirsögn greinarinnar skal vera: Akademískt starfsfólk.
- Í stað orðanna „Akademískir starfsmenn“ í 1. málsl. 1. mgr. koma orðin: Akademískt starfsfólk.
- 3. málsl. 1. mgr. orðast svo: Skulu starfsheiti þeirra vera rannsóknaprófessor, rannsóknadósent og rannsóknalektor.
- 2. mgr. fellur brott.
- Núverandi 3. mgr. verður ný 2. mgr. og orðast svo: Þar sem rætt er um akademískt starfsfólk í þessum kafla án nánari tilgreiningar er jafnframt átt við rannsóknalektora, rannsóknadósenta og rannsóknaprófessora, nema sérstaklega sé kveðið á um annað.
9. gr.
1. málsl. 2. mgr. 29. gr. reglnanna orðast svo: Engan má ráða í akademískt starf án þess að meirihluti dómnefndar hafi talið viðkomandi uppfylla lágmarksskilyrði til að gegna viðkomandi starfi.
10. gr.
Í stað orðanna „prófessora, dósenta, lektora, vísindamenn, fræðimenn og sérfræðinga“ í 1. mgr. 30. gr. reglnanna koma orðin: akademískt starfsfólk.
11. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. reglnanna:
- Orðin „prófessors, dósents, lektors, vísindamanns, fræðimanns eða sérfræðings“ í 1. málsl. 1. mgr. falla brott.
- Á eftir orðunum „Upphafleg ráðning í“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur orðið: akademískt.
- Orðin „kennara eða sérfræðings“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
- Á undan orðinu „starf“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur orðið: akademískt.
12. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 36. gr. reglnanna:
- Orðin „prófessors, dósents, lektors, sérfræðings, fræðimanns eða vísindamanns“ í e-lið. 6. mgr. falla brott.
- Á undan orðinu „starf“ í e-lið 6. mgr. kemur orðið: akademískt.
13. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 38. gr. reglnanna:
- Fyrirsögn greinarinnar skal vera: Framgangur akademísks starfsfólks á milli starfsheita.
- Í stað orðanna „sérfræðing í starf fræðimanns eða vísindamanns og fræðimann í starf vísindamanns“ í 1. málsl. koma orðin: rannsóknalektor í starf rannsóknadósents eða rannsóknaprófessors og rannsóknadósent í starf rannsóknaprófessors.
14. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 39. gr. reglnanna:
- Fyrirsögn greinarinnar skal vera: Flutningur rannsóknalektora, rannsóknadósenta og rannsóknaprófessora í önnur akademísk störf.
- Í stað orðanna „sérfræðinga, fræðimenn og vísindamenn“ í 1. mgr. koma orðin: rannsóknalektora, rannsóknadósenta og rannsóknaprófessora.
- Í stað orðsins „sérfræðingur“ í 2. mgr. kemur orðið: rannsóknalektor.
- Í stað orðsins „fræðimaður“ í 2. mgr. kemur orðið: rannsóknadósent.
- Í stað orðsins „vísindamaður“ í 2. mgr. kemur orðið: rannsóknaprófessor.
15. gr.
Í stað orðanna „kennara- eða sérfræðingsstarf“ í 2. mgr. 40. gr. reglnanna koma orðin: akademískt starf.
16. gr.
Í stað orðsins „sérfræðings“ í 2. málsl. 3. töluliðar 7. mgr. 41. gr. reglnanna kemur orðið: rannsóknalektors.
17. gr.
Í stað orðsins „menntamálaráðuneytið“ í 1. málsl. 1. mgr. 53. gr. reglnanna koma orðin: ráðuneytið sem fer með málefni háskóla.
18. gr.
Í stað „mennta- og menningarmálaráðuneytis“ í 5. málsl. 8. mgr. 55. gr. reglnanna kemur: ráðuneytisins sem fer með málefni háskóla.
19. gr.
Í stað „mennta- og menningarmálaráðuneytisins“ í 5. málsl. 2. mgr. 66. gr. reglnanna kemur orðin: ráðuneytisins sem fer með málefni háskóla.
20. gr.
Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 3. mgr. 72. gr. reglnanna koma orðin: ráðherra sem fer með háskólamálefni.
21. gr.
Í stað orðsins „menntamálaráðherra“ í 1. mgr. 74. gr. reglnanna koma orðin: ráðherra sem fer með málefni háskóla.
22. gr.
1. málsl. 6. mgr. 75. gr. reglnanna orðast svo: Akademískt starfsfólk við Háskóla Íslands og stofnanir hans, sem hefur rannsóknir að aðalstarfi og hefur verið ráðið á grundvelli hæfnisdóms, getur sótt um stuðning sjóðsins.
23. gr.
Í stað orðsins „sameiginlegrar“ í 3. málsl. 1. mgr. 77. gr. reglnanna koma orðin: fjármála og rekstrar miðlægrar.
24. gr.
Í stað orðanna „Prófessorar, dósentar, lektorar, aðjúnktar, vísindamenn, fræðimenn og sérfræðingar“ í 1. málsl. 4. mgr. 80. gr. reglnanna koma orðin: Akademískt starfsfólk.
25. gr.
Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við lög nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 13. júní 2025.
Jón Atli Benediktsson.
Þórður Kristinsson.
B deild - Útgáfud.: 27. júní 2025