Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
Málaflokkur
Heilbrigðiseftirlit, Reykjavík, Matvæli, Umhverfismál
Undirritunardagur
1. desember 2025
Útgáfudagur
17. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1392/2025
1. desember 2025
GJALDSKRÁ
fyrir heilbrigðiseftirlit í Reykjavíkurborg.
1. gr.
Af starfsemi sem háð er starfsleyfi, skráningu, tilkynningu eða eftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, lögum um matvæli, nr. 93/1995, lögum um tóbaksvarnir, nr. 6/2002, og reglugerðum og samþykktum settum með stoð í þeim, skal heilbrigðisnefnd Reykjavíkur innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari. Sama gildir um önnur leyfi og vottorð sem gefin eru út af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.
2. gr.
Af eftirlitsskyldri starfsemi, skal heilbrigðisnefnd Reykjavíkur innheimta gjald sem hér segir:
| 1. flokkur | kr. | 51.000 | 7. flokkur | kr. | 204.000 | |
| 2. flokkur | kr. | 61.200 | 8. flokkur | kr. | 265.200 | |
| 3. flokkur | kr. | 91.800 | Eftirfylgniferð | kr. | 51.000 | |
| 4. flokkur | kr. | 102.000 | Eftirfylgni | Tímagjald | ||
| 5. flokkur | kr. | 122.400 | Eftirlit vegna kvartana | Tímagjald | ||
| 6. flokkur | kr. | 163.200 | ||||
Tímagjald er kr. 20.400.
Tímagjald er, auk ofangreinds, m.a. vegna þjónustuverkefna, sýnatöku, eftirlits með starfsemi og athöfnum sem ekki er leyfisskylt og útgáfu leyfa annarra en getið er í 3. gr.
Flokkun eftirlitsskyldrar starfsemi er tilgreind í lista í fylgiskjali 1 með gjaldskrá þessari og er birtur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er heimilt að uppfæra listann þegar bæta þarf við nýrri starfsemi sem ekki fellur þegar undir flokkunina, eða breyta þarf flokkun svo sem í samræmi við áhættumat.
Sé starfsemin takmörkuð þannig að eftirlit með starfseminni verði umfangsminna sem því nemur er Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur heimilt að fella niður allt að helming gjaldsins og að sama skapi taka aukalega gjald sé eftirlitið umfangsmeira en gjaldflokkur segir til um.
Heimilt er að draga úr tíðni eftirlits að uppfylltum skilyrðum 45. gr. reglugerðar um hollustuhætti, nr. 903/2024, 7. mgr. 22. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, og 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018.
Ef einungis hluti margþætts eftirlits með starfsemi fer fram, er heimilt að lækka eftirlitsgjald, sem því nemur.
3. gr.
Af eftirlitsskyldri starfsemi, sbr. 2. gr., skal heilbrigðisnefnd Reykjavíkur innheimta gjald fyrir gerð starfsleyfis, skráningu og tilkynningu eins og hér segir:
Starfsemi, þar sem krafist er auglýsingar starfsleyfis, sbr. 7. gr. laga nr. 7/1998, kr. 71.400, auk útlagðs kostnaðar vegna auglýsingar, vinnu við gerð sértækra starfsleyfisskilyrða og kaupa á sérfræðiþjónustu vegna útgáfu starfsleyfis.
Önnur starfsleyfi, kr. 51.000.
Við endurnýjun starfsleyfis eða við eigendaskipti greiðast kr. 40.800. sé um að ræða starfsemi skv. 2. mgr. en kr. 30.600. sé um að ræða starfsemi skv. 3. mgr. Hafi umtalsverðar breytingar orðið á rekstri eða húsnæði að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, þá skal greiða gjald eins og um væri að ræða nýja starfsemi.
Fyrir starfsemi sem er skráningarskyld, sbr. reglugerð nr. 830/2022, greiðast kr. 51.000 við skráningu og við umtalsverðar breytingar á starfsemi, þ. á m. flutning í nýtt húsnæði. Við eigendaskipti greiðast kr. 30.600.
Fyrir starfsemi þar sem krafist er tilkynningar, sbr. 1. mgr. 9. gr. og 2. mgr. 14. gr. laga nr. 93/1995, greiðast kr. 51.000 við tilkynningu og við umtalsverðar breytingar á starfsemi þ. á m. flutning í nýtt húsnæði. Við eigendaskipti greiðast kr. 30.600.
Fyrir tímabundin starfsleyfi til dreifingar á matvælum, s.s. í sölubásum og á mörkuðum, greiðast kr. 20.400 en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er þó heimilt að lækka eða fella það niður.
Við útgáfu nýrra tóbakssöluleyfa greiðast kr. 30.600 en við endurnýjun og eigendaskipti greiðast kr. 20.400.
4. gr.
Vegna útgáfu starfsleyfa og annarra leyfa, sem ekki heyra undir ákvæði 3. gr. skal innheimt gjald samkvæmt reikningi. Sama á við ef kostnaður vegna útgáfu starfsleyfis skv. 3. gr. reynist vera meiri en gert var ráð fyrir í áætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Leyfisgjald greiðist við afhendingu leyfisbréfs og reiknast dráttarvextir 30 dögum eftir útgáfudag leyfis.
5. gr.
Fyrir vottorð sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gefur út samkvæmt fyrirliggjandi gögnum eða skoðun skal greiða kr. 20.400.
Gjald fyrir þjónustuverkefni greiðist samkvæmt reikningi.
Ef um er að ræða óflokkaða eftirlitsskylda starfsemi eða aukin eftirlitsverkefni, umfram reglubundið eftirlit og sýnatöku sem gert er ráð fyrir í eftirlitsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, þá er heimilt að gera sérstakan reikning vegna þeirra, eins og um þjónustuverkefni sé að ræða.
6. gr.
Af starfsemi, sem upp er talin í viðauka með lögum nr. 7/1998 og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með samkvæmt samningi við Umhverfis- og orkustofnun skal greiða gjöld samkvæmt 2. gr. Sama gildir um framsalssamninga sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerir við Matvælastofnun, sbr. 3. mgr. 22. gr. laga nr. 93/1995.
7. gr.
Reykjavíkurborg, fyrir hönd heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, annast innheimtu gjalda samkvæmt gjaldskrá þessari.
Um innheimtu gjalda fer samkvæmt 4. mgr. 46. gr. laga nr. 7/1998 og 25. gr. laga nr. 93/1995.
Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi skv. 5. mgr. 46. gr. laga nr. 7/1998 og skv. 8. mgr. 25. gr. laga nr. 93/1995.
8. gr.
Gjalddagi gjalda samkvæmt 2. gr. er útgáfudagur reiknings og eindagi 30 dögum síðar. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga.
9. gr.
Þegar sami aðili rekur fleiri en eina tegund starfsemi sem fellur undir gjaldskrá þessa, á einum og sama stað, er heimilt að innheimta eitt árlegt gjald.
10. gr.
Innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til reksturs Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
11. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, með heimild í 46. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, og staðfest af borgarstjórn Reykjavíkur 4. nóvember 2025, með heimild í 25. gr. laga um matvæli, nr. 93/1995, öðlast gildi 1. janúar 2026. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá nr. 1711/2024 fyrir heilbrigðiseftirlit í Reykjavíkurborg.
Reykjavík, 1. desember 2025.
F.h. heilbrigðisnefndar Reykjavíkur,
Heiða Björg Hilmisdóttir
borgarstjóri.
Tómas G. Gíslason,
framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
B deild — Útgáfudagur: 17. desember 2025