Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Háskóli Íslands
Málaflokkur
Menntamál, Háskólar
Undirritunardagur
22. janúar 2026
Útgáfudagur
29. janúar 2026
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 57/2026
22. janúar 2026
REGLUR
um breytingu á reglum um inntökuskilyrði í grunnnám við Háskóla Íslands, nr. 331/2022.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglnanna:
- Á eftir 1. málsl. 1. mgr. bætist við nýr málsliður, sem verður 2. málsl., svohljóðandi: Stúdentspróf skal innifela 10 einingar í íslensku á þriðja hæfniþrepi, 10 einingar í ensku á þriðja hæfniþrepi, 10 einingar í stærðfræði á öðru hæfniþrepi, auk 5 eininga í raungreinum eða samfélagsgreinum á öðru hæfniþrepi.
- Núverandi 2. málsliður verður 3. málsl. og 3. málsliður verður 4. málsl.
- 3. málsl. orðast svo: Önnur lokapróf af þriðja hæfniþrepi skulu teljast sambærileg stúdentsprófi, hafi umsækjandi lokið 10 einingum í íslensku á þriðja hæfniþrepi og 10 einingum í ensku, 10 einingum í stærðfræði á öðru hæfniþrepi og 5 einingum í raungreinum eða samfélagsgreinum.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglnanna:
- 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Æskilegur undirbúningur er minnst 25 einingar í ensku og íslensku og að minnsta kosti 20 einingar í stærðfræði.
- Í stað orðsins „framhaldsskólaeiningum“ í 3. tölulið 2. mgr. kemur orðið: einingum.
- 4. mgr. fellur brott.
3. gr.
Í lok 9. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. reglnanna.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglnanna:
a. Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, sem verður 2. mgr., svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. reglnanna.
b. Núverandi 2. mgr. verður 3. mgr.
c. Í stað tölunnar „20“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur talan: 25.
d. Í stað tölunnar „45“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur talan: 50.
e. Í lok 3. mgr. bætist við nýr málsliður, 2. málsl., svohljóðandi: Ofantaldar forkröfur þurfa að teljast til 2., 3. eða 4. hæfniþreps samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 14. gr. reglnanna:
- Orðin „af bóknámsbraut“ falla brott.
- Í lok 2. mgr. kemur nýr málsliður, 2. málsl., svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. reglnanna.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. reglnanna:
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, 3. mgr., svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. reglnanna.
7. gr.
Í lok 16. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, 3 mgr., svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. reglnanna.
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglnanna:
- Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, sem verður 3. mgr., svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. reglnanna.
- Núverandi 3. mgr. verður 4. mgr.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 18. gr. reglnanna:
- Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, sem verður 2. mgr., svohljóðandi: Ef nemandi sem lokið hefur prófi frá erlendum skóla, hyggst stunda grunnnám sem kennt er á íslensku, skal hann jafnframt hafa staðist sérstakt inntökupróf í íslensku skv. 1. gr. reglnanna.
- Núverandi 2. mgr. verður 3. mgr.
10. gr.
Í lok 22. gr. reglnanna bætist við ný málsgrein, 4. mgr., svohljóðandi:
Námið í þroskaþjálfafræðum felur í sér vettvangsnám og starfsþjálfun þar sem unnið er með börnum og/eða fötluðu fólki. Af þeim sökum er gerð krafa um að umsækjendur leggi fram sakavottorð með umsókn, með vísan til 26. gr. a. laga nr. 63/2006 um háskóla og hæfisskilyrða sem fram koma í 36. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 og 26. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Sakavottorð skal ekki vera eldra en þriggja mánaða við framvísun. Vottorð má sækja rafrænt á Ísland.is og skila sem rafrænt undirrituðu skjali eða afhenda í upprunalegu eintaki. Nemendur skulu jafnframt, að beiðni deildar eða samstarfsaðila á vettvangi, framvísa nýju sakavottorði áður en vettvangsnám hefst og hvenær sem á námi stendur ef tilefni er til. Nemendum ber að tilkynna tafarlaust ef breyting verður á sakaskrá meðan á námi stendur. Fullnægi sakavottorð ekki lögbundnum hæfiskröfum þeirra stofnana sem taka á móti nemendum í vettvangsnám, eða ef nemandi neitar að framvísa sakavottorði, getur það leitt til synjunar um inntöku, synjunar um þátttöku í vettvangsnámi, stöðvunar á námi eða brottvikningar úr námi, eftir atvikum. Þessar kröfur taka einnig til allra námskeiða og verkefna sem fela í sér dvöl á leik-, grunn- eða framhaldsskólum, frístunda- og æskulýðsstarfi eða þjónustu við fatlað fólk á vegum sveitarfélaga, ríkis eða einkaaðila.
11. gr.
Reglur þessar eru settar af háskólaráði Háskóla Íslands með heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 47. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands, og öðlast þegar gildi.
Háskóla Íslands, 22. janúar 2026.
Silja Bára R. Ómarsdóttir.
Magnús Jökull Sigurjónsson.
B deild — Útgáfudagur: 29. janúar 2026