Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Innviðaráðuneytið
Málaflokkur
Sveitarstjórnarmál, Kosningar
Undirritunardagur
3. nóvember 2025
Útgáfudagur
4. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1138/2025
3. nóvember 2025
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga, nr. 922/2023.
1. gr.
Við 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar bætist nýr stafliður, e-liður, svohljóðandi:
- Þjóðskrá Íslands hefur leiðrétt lögheimilisskráningu aftur í tímann á grundvelli laga um lögheimili og aðsetur.
2. gr.
Við 9. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir stafliðir, svohljóðandi:
- Sveitarstjórn getur ákveðið, eða falið byggðarráði eða kjörstjórn að ákveða, að við atkvæðagreiðslu á kjörstað, séu notuð kjörgögn, sbr. c-lið 1. mgr. 6. gr. í stað kjörgagna skv. a-lið. Heimildin getur náð til alls tímabils atkvæðagreiðslunnar eða einstakra daga hennar. Atkvæðagreiðsla fer þá fram með sama hætti og mælt er fyrir um í a–d-lið, nema að kjósandi leggur kjörseðilinn í kjörseðilsumslag. Kjósandi skal síðan árita og undirrita fylgibréfið í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar sem vottar atkvæðagreiðsluna með undirritun sinni á fylgibréfið. Nægilegt er að fulltrúi kjörstjórnar votti einn fylgibréf kjósandans. Að því loknu er kjörseðilsumslag og fylgibréfið sett í sendiumslag og varðveitt með öruggum og tryggum hætti.
- Hafi kjósandi greitt atkvæði oftar en einu sinni skal aðeins hið síðastgreidda atkvæði koma til greina.
3. gr.
Á eftir orðinu „stað“ í 4. tölul. 5. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar kemur: , tímasetning.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 7. mgr. 133. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 3. nóvember 2025.
Eyjólfur Ármannsson.
Ingilín Kristmannsdóttir.
B deild — Útgáfudagur: 4. nóvember 2025