Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Seðlabanki Íslands

Málaflokkur

Evrópska efnahagssvæðið, Fjármálastarfsemi

Undirritunardagur

3. desember 2024

Útgáfudagur

4. desember 2024

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1414/2024

3. desember 2024

REGLUR

um eiginfjárauka fyrir fjármálafyrirtæki vegna kerfisáhættu.

1. gr. Gildissvið.

Reglur þessar gilda um fjármálafyrirtæki sem hafa heimild til móttöku innlána skv. 3. gr., sbr. 20. gr., laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og viðhalda skulu eiginfjárauka vegna kerfisáhættu skv. 86. gr. g sömu laga.

Eiginfjáraukanum skal viðhaldið á samstæðu- og einingargrunni, eftir því sem við á, sbr. 83. gr. d laga um fjármálafyrirtæki.

2. gr. Hlutfall eiginfjárauka vegna kerfisáhættu.

Fjármálafyrirtæki, sem hafa heimild til móttöku innlána, skulu viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu sem nemur 2% af áhættugrunni, vegna innlendra áhættuskuldbindinga, sbr. 86. gr. h og 1. tölul. 86. gr. i laga um fjármálafyrirtæki.

3. gr. Gildistaka.

Reglur þessar, sem settar eru á grundvelli 86. gr. g laga um fjármálafyrirtæki, hafa verið samþykktar af fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands og öðlast þegar gildi. Við gildistöku þeirra falla úr gildi reglur nr. 323/2020, um eiginfjárauka fyrir fjármálafyrirtæki vegna kerfisáhættu.

Seðlabanka Íslands, 3. desember 2024.

Ásgeir Jónsson
seðlabankastjóri.
Haukur C. Benediktsson
framkvæmdastjóri.

B deild - Útgáfud.: 4. desember 2024

Tengd mál