Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Innviðaráðuneytið

Málaflokkur

Evrópska efnahagssvæðið, Flugmál

Undirritunardagur

21. nóvember 2025

Útgáfudagur

28. nóvember 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1274/2025

21. nóvember 2025

REGLUGERÐ

um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir varðandi samþykkt fyrirtækja sem tengjast hönnun eða framleiðslu kerfa og kerfishluta rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu.

1. gr.Efni.

Í þessari reglugerð er mælt fyrir um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir varðandi samþykkt fyrirtækja sem tengjast hönnun eða framleiðslu ATM-/ANS-kerfa og kerfishluta, sem eru háðir vottun, í samræmi við 4. gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1768, eða útgáfu yfirlýsingar um að hönnunarkröfur séu uppfylltar, í samræmi við 5. gr. sömu reglugerðar.

2. gr.Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtalin gerð með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:

Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2023/1769 frá 12. september 2023 um tæknilegar kröfur og stjórnsýslumeðferðir varðandi samþykkt fyrirtækja sem tengjast hönnun eða framleiðslu kerfa og kerfishluta rekstrarstjórnunar flugumferðar/flugleiðsöguþjónustu og um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2023/203, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 147/2025 frá 13. júní 2025. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 54 frá 4. september 2025, bls. 433-452.

3. gr.Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 188. gr. laga um loftferðir, nr. 80/2022, öðlast þegar gildi.

Innviðaráðuneytinu, 21. nóvember 2025.

F. h. r.

Árni Freyr Stefánsson.

Vala Hrönn Viggósdóttir.

B deild — Útgáfudagur: 28. nóvember 2025

Tengd mál