Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Heilbrigðisráðuneytið
Málaflokkur
Heilbrigðismál, Sjúkratryggingar
Undirritunardagur
18. desember 2025
Útgáfudagur
29. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1496/2025
18. desember 2025
REGLUGERÐ
um (3.) breytingu á reglugerð nr. 1690/2024, um iðgjald vegna sjúklingatryggingar.
1. gr.
Í stað orðanna „til úrskurðarnefndar velferðarmála“ í 4. gr. reglugerðarinnar kemur: samkvæmt 15. gr.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:
- 2. mgr. orðast svo:
Heimilt er að skipta greiðslu iðgjalds, sem er hærra en 100.000 kr., í tólf jafnar greiðslur með gjalddaga fyrsta dag hvers mánaðar. Eindagi iðgjalds er sjö dögum eftir gjalddaga. Ef ekki er greitt fyrir eða á hverjum eindaga fer um greiðslufall samkvæmt 11. gr.
- 5. mgr. orðast svo:
Ef rekstraraðili hættir rekstri eftir að tryggingatímabil, sem hann hefur greitt iðgjald fyrir, hefst skal sjúkratryggingastofnunin endurgreiða rekstraraðila iðgjald fyrir þá mánuði sem eftir eru af tryggingatímabilinu. Uppsögn miðast við þann dag sem tilkynnt er að rekstri er, eða verði, hætt.
3. gr.
Við 6. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Ekki er heimilt að skipta iðgjaldi á milli áhættuflokka.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. reglugerðarinnar :
- Á undan 1. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Starfsmaður skal skráður í fullt starfshlutfall vegna sjúklingatryggingar nema hann starfi raunverulega í lægra starfshlutfalli og geti sýnt fram á það.
- Við 4. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Breyting á starfshlutfalli skal taka gildi um næstu mánaðamót frá því að rekstraraðili tilkynnir um breytt starfshlutfall heilbrigðisstarfsmanns.
5. gr.
5. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Heimilt er að sækja um sjúklingatryggingu vegna tímabundinnar sjúklingatryggingar fyrir 12 mánuði í senn. Skáning skal þó aðeins gilda fyrir það tryggingatímabil sem skráð er fyrir hverju sinni.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. reglugerðarinnar :
- Í stað orðanna „þrjá samfellda mánuði“ kemur: 30 samfellda daga.
- 3. mgr. orðast svo:
Ekki er hægt að óska eftir tímabundinni niðurfellingu tryggingar umfram 24 mánuði í senn. Ljúki þeim án frekari upplýsinga eða tilkynninga af hálfu rekstraraðila tekur sjúklingatrygging gildi að nýju sama dag og tímabundinni niðurfellingu tryggingar lýkur.
7. gr.
Lokamálsliður 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Skylda til að greiða iðgjald vegna sjúklingatryggingar fellur niður sama dag og tilkynnt er að rekstri verði hætt, sbr. 5. mgr. 5. gr.
8. gr.
12. gr. reglugerðarinnar orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Skilyrði og framkvæmd endurákvörðunar og endurkröfu.
Ef í ljós kemur við lok tryggingatímabils að rekstraraðili hefur skráð lægra starfshlutfall en hann hefur unnið á árinu er sjúkratryggingastofnuninni heimilt að endurákveða starfshlutfall rekstraraðila fyrir liðið tryggingaár og krefja rekstraraðila um greiðslur sem samsvara iðgjaldi fyrir raunverulegt starfshlutfall vegna ársins.
Sjúkratryggingastofnunin skal rökstyðja ákvörðun sína um endurákvörðun og byggja hana á fullnægjandi gögnum.
Krafa sjúkratryggingastofnunarinnar samkvæmt 1. mgr. ber dráttarvexti frá þeim degi sem rangt starfshlutfall var skráð.
Heimilt er að kæra ákvörðun sjúkratryggingastofnunarinnar samkvæmt 1. mgr. til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Hafi sjúkratryggingastofnunin greitt bætur vegna tjóns sem varð eftir greiðslufall, brottfall tryggingar vegna tilkynningar um að rekstri væri hætt eða vegna þess að fyrsta greiðsla tryggingar var ekki greidd skal stofnunin krefja viðkomandi heilbrigðisstarfsmann, sem olli bótaskyldu tjóni, um þá fjárhæð sem stofnunin greiddi í bætur vegna tjónsins.
Endurkrafa sjúkratryggingastofnunarinnar ber dráttarvexti frá þeim degi sem endurkröfuréttur stofnast.
Fjárhæð endurkröfu sjúkratryggingastofnunarinnar er aðfararhæf.
9. gr.
Við 4. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sjúkratryggingastofnuninni er heimilt að breyta skráningu á starfshlutfalli í samræmi við skráningu hjá öðrum sviðum stofnunarinnar, m.a. vegna samningamála.
10. gr.
Á eftir 14. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein, 15. gr., svohljóðandi ásamt fyrirsögn, og breytist röð annarra greina samkvæmt því:
Kæruheimild.
Heimilt er að kæra ákvarðanir sjúkratryggingastofnunarinnar samkvæmt þessari reglugerð til úrskurðarnefndar velferðarmála.
11. gr.
Ákvæði til bráðabirgða I við reglugerðina orðast svo:
Reglugerð þessa skal endurskoða fyrir 1. september 2026.
12. gr.
Ákvæði til bráðabirgða II við reglugerðina orðast svo:
Frestur til að greiða fyrstu greiðslu, sem fellur í gjalddaga 1. janúar 2026, skal vera til 1. febrúar 2026, og heldur tryggingin gildi sínu á meðan. Berist greiðsla ekki innan þess tíma telst rekstraraðili hafa verið ótryggður á tímabilinu og skal fara um tjón sem hann veldur og verður á framangreindu tímabili samkvæmt 11. gr.
13. gr.
Ákvæði til bráðabirgða III og IV við reglugerðina falla brott.
14. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á fylgiskjali með reglugerðinni:
- Í stað „2025“ í 2. tölul. fylgiskjalsins kemur: 2026.
- Í stað fjárhæðarinnar „1.440.500“ í iðgjaldatöflu í 2. tölulið fylgiskjalsins kemur: 1.224.425.
- Í stað „2026“ í 3. tölul. fylgiskjalsins kemur: 2027.
15. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 15. gr. laga nr. 47/2024, um sjúklingatryggingu öðlast gildi 1. janúar 2026 að undanskildum a-lið 4. gr. sem tekur gildi 1. janúar 2027. Við gildistöku reglugerðarinnar fellur brott reglugerð nr. 763/2000, um vátryggingu þeirra sem veita heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum nr. 111/2000, um sjúklingatryggingu.
Heilbrigðisráðuneytinu, 18. desember 2025.
Alma D. Möller.
Sigurður Kári Árnason.
B deild — Útgáfudagur: 29. desember 2025