Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Húnabyggð
Málaflokkur
Húnavatnssýslur, Fasteignir, Tekjustofnar sveitarfélaga
Undirritunardagur
15. desember 2025
Útgáfudagur
30. janúar 2026
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1700/2025
15. desember 2025
REGLUR
um afslátt af fasteignaskatti í Húnabyggð árið 2026.
1. gr.
Tekjulágum elli- og örorkulífeyrisþegum sem eiga lögheimili í Húnabyggð er veittur afsláttur af fasteignaskatti, samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert og reglum þessum, sbr. heimild í 4. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
2. gr.
Þeir aðilar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði eiga rétt á afslætti á fasteignasköttum samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar:
- Ellilífeyrisþegar 67 ára á álagningarárinu eða eldri eða örorkulífeyrisþegar sem hafa verið úrskurðaðir 75% öryrkar.
- Þeir sem eru úrskurðaðir 75% öryrkar á álagningarári eiga rétt á hlutfallslegri lækkun frá því að örorkumat tók gildi.
- Viðkomandi búi í eigin húsnæði og hafi ekki af því leigutekjur. Afsláttur nær einungis til þeirrar íbúðar sem viðkomandi býr í. Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði í allt að þrjú ár dvelji viðkomandi aðili á öldrunarstofnun og að íbúð í eigu hans sé ekki leigð út eða nýtt af skyldmennum.
- Þegar um hjón eða sambúðaraðila er að ræða nægir að annað hjóna eða sambúðaraðila fullnægi því skilyrði að vera elli- eða örorkulífeyrisþegi.
3. gr.
Upplýsingar um tekjur vegna útreiknings fasteignaskatts eru sóttar vélrænt á vef Skattsins í gegnum álagningarkerfi fasteignaskrár. Ekki er þörf á sérstökum umsóknum vegna afsláttar.
4. gr.
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 105.140 kr. á árinu 2026. Afsláttur er reiknaður út frá álagningu 2025 vegna skatttekna ársins 2024, þ.e. samtalan af stofni til útreiknings tekjuskatts og útsvars (reitur 2.7) og fjármagnstekjum samtals (reitur 3.10).
5. gr.
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
- Með tekjur allt að 5.407.520 kr. – fullur afsláttur skv. 4. gr.
- Með tekjur yfir 7.029.770 kr. – enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
- Með tekjur allt að 6.759.400 kr. – fullur afsláttur skv. 4. gr.
- Með tekjur yfir 8.787.220 kr. – enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
6. gr.
Reglur þessar öðlast þegar gildi.
Húnabyggð, 15. desember 2025.
Pétur Arason sveitarstjóri.
B deild — Útgáfudagur: 30. janúar 2026