Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
Málaflokkur
Umhverfismál, Orkumál, Ríkisstofnanir
Undirritunardagur
30. september 2025
Útgáfudagur
1. október 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1033/2025
30. september 2025
GJALDSKRÁ
fyrir verkefni og þjónustu Umhverfis- og orkustofnunar.
I. KAFLIAlmennt.
1. gr. Gjald fyrir útselda vinnu sérfræðings.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir gjald samkvæmt gjaldskrá þessari sem nemur kr. 22.400 á hverja klukkustund fyrir sérfræðing fyrir verkefni og þjónustu sem stofnuninni eru falin í lögum og reglugerðum og sem heimilt er að taka gjald fyrir. Viðmið um vinnslutíma tiltekinna verkefna gjaldskrárinnar eru birt á heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar.
Umsækjanda skal gerð grein fyrir umfangi vinnu eins fljótt og auðið er, eða í samræmi við ákvæði gjaldskrárinnar.
2. gr. Ferðakostnaður.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir ferða- og uppihaldskostnað í samræmi við útlagðan kostnað stofnunarinnar vegna ferða eða í samræmi við önnur ákvæði gjaldskrárinnar, þó aldrei meira en sem nemur viðmiðum í gildandi auglýsingu ferðakostnaðarnefndar fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
3. gr. Innheimta.
Gjöld skulu greidd samkvæmt reikningi sem gefinn er út af Umhverfis- og orkustofnun. Reikningur skal gefinn út við lok afgreiðslu máls, nema annað sé tekið fram í gjaldskránni. Umhverfis- og orkustofnun er þó heimilt á hvaða stigi máls sem er að fara fram á greiðslu áfallins kostnaðar.
Eindagi gjalda skv. gjaldskrá þessari er 30 dögum eftir útgáfu reiknings, nema annað sé tekið fram í gjaldskránni. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga hafi gjöld ekki verið greidd á eindaga. Heimilt er að innheimta kostnað sem hlýst af innheimtu gjalda séu þau ekki greidd á eindaga.
4. gr. Ljósrit eða afrit af skjölum.
Fyrir ljósrit eða afrit af skjölum samkvæmt beiðni á grundvelli upplýsingalaga nr. 140/2012 og stjórnsýslulaga nr. 37/1993 gilda gjaldskrár sem forsætisráðherra setur.
II. KAFLILeyfisveitingar.
5. gr. Starfsleyfi og bráðabirgðaheimild fyrir atvinnurekstur
sem getur haft í för með sér mengun.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og skv. d- og j-lið 43. gr. fyrir:
- vinnslu nýs starfsleyfis skv. 6. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir og fyrir förgunarstað úrgangs skv. 14. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, þ.m.t. námuúrgangsstaði skv. 38. gr. laganna;
- vinnslu nýs starfsleyfis fyrir endurvinnslu skipa yfir 500 brúttótonnum skv. 6. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, og 64. gr. a. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs;
- endurskoðun eða breytingar á starfsleyfi, skv. 6. gr., sbr. einnig 14. eða 15. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og skv. 14. og 38. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs;
- vinnslu og útgáfu bráðabirgðaheimilda fyrir starfsemi, skv. 7. gr. a laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir;
- vinnslu og útgáfu könnunarleyfis skv. 33. gr. c laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Umhverfis- og orkustofnun er einnig heimilt að innheimta ferðakostnað skv. 2. gr. sem og annan útlagðan kostnað.
6. gr. Leitar- og rannsóknarleyfi.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og skv. k-, l- og m-lið 43. gr. fyrir:
- vinnslu leyfis til leitar og/eða rannsókna á efnum á hafsbotni, sbr. 2. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt ríkisins að auðlindum hafsins;
- vinnslu leyfis til leitar og/eða rannsókna á auðlindum í jörðu, sbr. 5. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu;
- umfangsmeiri rannsóknarleyfi, sbr. 153. gr. vatnalaga nr. 15/1923.
Umhverfis- og orkustofnun er einnig heimilt að innheimta ferðakostnað skv. 2. gr. sem og annan útlagðan kostnað, s.s. vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.
7. gr. Nýtingar- og efnistökuleyfi.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og skv. k- og l-lið 43. gr. fyrir vinnslu nýtingar- og efnistökuleyfa á hafsbotni skv. 6. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og skv. 3. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt ríkisins að auðlindum hafsins.
Umhverfis- og orkustofnun er einnig heimilt að innheimta ferðakostnað skv. 2. gr. sem og annan útlagðan kostnað, s.s. vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.
8. gr. Virkjunarleyfi og leyfi á grundvelli vatnalaga.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og skv. m- og n-lið 43. gr. fyrir:
- vinnslu og útgáfu virkjunarleyfis, skv. 4. gr. raforkulaga nr. 65/2003;
- vinnslu og útgáfu bráðabirgðaheimilda fyrir starfsemi, skv. 4. gr. a í raforkulögum nr. 65/2003;
- endurskoðun virkjunarleyfis skv. 6. gr. raforkulaga nr. 65/2003;
- útgáfu leyfa á grundvelli 9. gr., 15. gr., 68. gr., 75. gr. og 79. gr. vatnalaga nr. 15/1923.
Umhverfis- og orkustofnun er einnig heimilt að innheimta ferðakostnað skv. 2. gr. sem og annan útlagðan kostnað, s.s. vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.
9. gr. Framsal leyfa til leitar, rannsókna og vinnslu kolvetnis.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að innheimta tímagjald skv. 1. gr. og skv. p-lið 43. gr. vegna framsals leyfa skv. 51. gr. reglugerðar nr. 884/2011 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.
10. gr. Leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar á örverum á jarðhitasvæðum.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og skv. l-lið 43. gr. fyrir undirbúning og afgreiðslu leyfis til rannsókna og nýtingar á örverum sem vinna má á jarðhitasvæðum skv. 34. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu.
Umhverfis- og orkustofnun er einnig heimilt að innheimta ferðakostnað skv. 2. gr. og annan útlagðan kostnað, s.s. vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.
11. gr. Leyfisveitingar fyrir notkun erfðabreyttra lífvera.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir gjald skv. q-lið 43. gr. vegna meðferðar umsókna skv. lögum nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur. Upphæðir gjaldanna í töflu 1 byggja á viðmiðum um vinnslutíma sem birt eru á heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar.
Tafla 1
| Upphæð (kr.) | |
| Meðferð umsókna um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera skv. 11. gr. í lögum nr. 18/1996 | 403.200 |
| Meðferð umsókna um sleppingu eða dreifingu erfðabreyttra lífvera skv. 16. gr. í lögum nr. 18/1996 | 896.000 |
| Meðferð umsókna um markaðsetningu erfðabreyttra lífvera skv. 19. gr. í lögum nr. 18/1996 | 4.480.000 |
| Meðferð tilkynninga skv. 2. mgr. 22. gr. í lögum nr. 18/1996 | Tímagjald skv. 1. gr. |
Reikningur fyrir meðferð umsókna skv. 1. mgr. skal sendur út við móttöku umsóknar.
Umhverfis- og orkustofnun getur endurgreitt umsækjanda ef í ljós kemur að kostnaður við meðferð umsóknar er umtalsvert lægri en gjald skv. töflu 1 gefur til kynna.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að krefja umsækjanda um endurgreiðslu alls kostnaðar sem fellur til vegna sérstakra rannsókna, úttekta eða kynningar, enda hafi verið haft samráð við umsækjanda um fyrirhugaðar rannsóknir, úttektir eða kynningar og honum gefinn kostur á að draga umsókn sína til baka áður en til slíks kostnaðar er stofnað. Endurgreiðsla áfallins kostnaðar skal þá miðast við tímagjald skv. 1. gr. og ef við á ferðakostnað skv. 2. gr. og annan útlagðan kostnað.
12. gr. Notendaleyfi og vottorð vegna útrýmingarefna og plöntuverndarvara.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir gjald skv. r-lið 43. gr. fyrir vinnslu og útgáfu notendaleyfa og vottorða fyrir ábyrgðaraðila vegna markaðssetningar notendaleyfisskyldra vara (útrýmingarefna og plöntuverndarvara), sbr. töflu 2. Upphæðir gjaldanna í töflu 2 byggja á viðmiðum um vinnslutíma sem birt eru á heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar.
Tafla 2
| Upphæð (kr.) | |
| Fyrsta útgáfa notendaleyfis fyrir útrýmingarefnum eða fyrir plöntuverndarvörum skv. 47. gr. efnalaga nr. 60/2013 | 33.600 |
| Fyrsta útgáfa notendaleyfis fyrir útrýmingarefnum eða fyrir plöntuverndarvörum skv. 47. gr. efnalaga nr. 60/2013, fyrir umsækjanda sem er þegar handhafi notendaleyfis með annað gildissvið | 16.800 |
| Endurnýjun notendaleyfis eða gagnkvæm viðurkenning á notendaleyfi sem veitt hefur verið í öðru EES-ríki | 22.400 |
| Endurprentun leyfisskírteinis, þ.m.t. vegna framlengingar á leyfum | 6.600 |
| Útgáfa vottorðs fyrir ábyrgðaraðila, sbr. 24. gr. efnalaga nr. 60/2013 | 22.400 |
Hafi vinnsla og útgáfa skv. 1. mgr. í för með sér meiri kostnað fyrir Umhverfis- og orkustofnun en sem nemur gjaldi skv. töflu 2 er heimilt að innheimta tímagjald skv. 1. gr. fyrir slíka umframvinnu og útlagðan kostnað, s.s. þann sem fellur til við sérstakar rannsóknir eða úttektir utanaðkomandi sérfræðinga. Þegar ljóst er að útgáfa leyfis eða vottorðs hefur í för með sér umframvinnu skal umsækjanda gerð grein fyrir umfangi þeirrar vinnu eins fljótt og auðið er.
Umhverfis- og orkustofnun getur endurgreitt leyfisgjöld ef í ljós kemur að kostnaður við vinnslu og útgáfu er umtalsvert lægri en gjald skv. töflu 2 gefur til kynna.
13. gr. Leyfisveitingar vegna markaðssetningar plöntuverndarvara.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir gjald skv. r-lið 43. gr. fyrir veitingu markaðsleyfa fyrir plöntuverndarvörum skv. 35. gr. efnalaga nr. 61/2013, sbr. töflu 3. Upphæðir gjaldanna byggja á viðmiðum um vinnslutíma sem birt eru á heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar.
Reikningur skal gefinn út þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist og vinnsla umsóknar hefst þegar staðfest er að reikningur hafi verið greiddur.
Hafi leyfisumsókn í för með sér meiri kostnað fyrir Umhverfis- og orkustofnun en gjaldið sem innheimt er skv. töflu 3 er heimilt að innheimta tímagjald skv. 1. gr. fyrir slíka umframvinnu og útlagðan kostnað s.s. vegna aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga. Umsækjanda skal gerð grein fyrir umfangi vinnu umfram viðmið, sbr. 1. mgr., eins fljótt og auðið er. Ef ljóst þykir að verulegur aukakostnaður hljótist af vinnslu umsóknar skal samráð haft við umsækjanda og honum gefinn kostur á að draga umsókn sína til baka áður en til slíks kostnaðar er stofnað.
Umhverfis- og orkustofnun getur endurgreitt hluta leyfisgjalda ef í ljós kemur að vinna við leyfisveitingarnar tekur mun skemmri tíma og kostnaður er lægri en gjald skv. töflu 3 gefur til kynna.
Markaðsleyfi eru ekki veitt fyrr en fullnaðargreiðsla hefur borist.
Tafla 3
| Upphæð (kr.) | |
| Markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru þar sem Ísland er fyrsta land á EES þar sem sótt er um markaðsleyfi | 4.480.000 |
| - Aukagjald fyrir hvert virkt efni umfram eitt | 1.120.000 |
| Gagnkvæm viðurkenning á markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru sem veitt hefur verið í öðru landi á EES og ætluð er til notkunar í atvinnuskyni | 134.400 |
| Gagnkvæm viðurkenning á markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru sem veitt hefur verið í öðru landi á EES og ætluð er til almennrar notkunar | 448.000 |
| Umsókn um rýmkun leyfa vegna minni háttar notkunar, sbr. 51. gr. reglugerðar (EB) nr. 1107/2009 | 134.400 |
| Leyfi fyrir hliðstæðum viðskiptum með plöntuverndarvöru sem ætluð er til setningar á markað, sbr. 52. gr. reglugerðar (EB) nr. 1107/2009 | 134.400 |
| Leyfi fyrir hliðstæðum viðskiptum með plöntuverndarvöru sem ætluð er til eigin nota, sbr. 52. gr. reglugerðar (EB) nr. 1107/2009 | 67.200 |
| Markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru vegna neyðarástands í tengslum við plöntuvernd, sbr. 53. gr. reglugerðar (EB) nr. 1107/2009 | 134.400 |
| Markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru til rannsókna og/eða þróunar, sbr. 54. gr. reglugerðar (EB) nr. 1107/2009 | 134.400 |
| Breytingar á markaðsleyfum: | |
| - Sérhver breyting á markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru, sbr. reglugerð (EB) nr. 1107/2009 | 44.800 |
| - Sérhver breyting á gagnkvæmri viðurkenningu á markaðsleyfi fyrir plöntuverndarvöru, sbr. reglugerð nr. 1002/2014 og reglugerð (EB) nr. 1107/2009 | 44.800 |
14. gr. Leyfisveitingar vegna markaðsetningar sæfivara.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir gjald skv. r-lið 43. gr. fyrir veitingu markaðsleyfa fyrir sæfivörum skv. 35. gr. efnalaga nr. 61/2013, sbr. töflu 4. Upphæðir gjaldanna byggja á viðmiðum um vinnslutíma sem birt eru á heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar.
Reikningur skal gefinn út þegar öll nauðsynleg gögn hafa borist og vinnsla umsóknar hefst þegar staðfest er að reikningur hafi verið greiddur. Hafi greiðsla ekki borist 30 dögum frá útgáfu reiknings er heimilt að hafna umsókninni.
Hafi leyfisumsókn í för með sér meiri kostnað fyrir Umhverfis- og orkustofnun en gjaldið sem innheimt er skv. töflu 4 er heimilt að innheimta tímagjald skv. 1. gr. fyrir slíka umframvinnu og útlagðan kostnað s.s. vegna aðkomu utanaðkomandi sérfræðinga. Umsækjanda skal gerð grein fyrir umfangi vinnu umfram viðmið, sbr. 1. mgr., eins fljótt og auðið er. Ef ljóst þykir að verulegur aukakostnaður hljótist af vinnslu umsóknar skal samráð haft við umsækjanda og honum gefinn kostur á að draga umsókn sína til baka áður en til slíks kostnaðar er stofnað.
Umhverfis- og orkustofnun getur endurgreitt hluta leyfisgjalda ef í ljós kemur að vinna við leyfisveitingarnar tekur mun skemmri tíma og kostnaður er lægri en gjald skv. töflu 4 gefur til kynna.
Markaðsleyfi eru ekki veitt fyrr en fullnaðargreiðsla hefur borist.
Tafla 4
| Leyfi fyrir stakar sæfivörur: | Upphæð (kr.) |
| Landsbundið leyfi fyrir sæfivöru þar sem Ísland er fyrsta land á EES þar sem sótt er um markaðsleyfi | 4.480.000 |
| - Aukagjald fyrir hvert virkt efni umfram eitt | 1.120.000 |
| Gagnkvæm viðurkenning á landsbundnu leyfi fyrir sæfivöru sem veitt hefur verið í öðru EES-ríki | 448.000 |
| Markaðsleyfi fyrir sæfivöru sem hefur nákvæmlega sömu auðkenni og sæfivara sem þegar hefur fengið markaðsleyfi hér á landi, sbr. reglugerð (ESB) nr. 414/2013 | 134.400 |
| Einfölduð málsmeðferð við leyfisveitingu fyrir sæfivöru, sbr. 25. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 | 492.800 |
| Tilkynning um vöru sem leyfð er með einfaldaðri málsmeðferð, sbr. 27. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 | 67.200 |
| Leyfi fyrir hliðstæðum viðskiptum, sbr. 53. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 | 134.400 |
| Tímabundin undanþága (180 dagar) frá markaðsleyfi fyrir sæfivöru | 134.400 |
| Undanþága frá markaðsleyfi fyrir sæfivöru, þar sem nota á sæfivöruna til rannsókna og/eða þróunarvinnu | 134.400 |
| Leyfi fyrir flokk skyldra sæfivara: | |
| Landsbundið leyfi fyrir flokk skyldra sæfivara þar sem Ísland er fyrsta land á EES þar sem sótt er um markaðsleyfi | 6.944.000 |
| - Aukagjald fyrir hvert virkt efni umfram eitt | 1.120.000 |
| Gagnkvæm viðurkenning á landsbundnu leyfi fyrir flokk skyldra sæfivara sem veitt hefur verið í öðru EES-ríki | 672.000 |
| Einfölduð málsmeðferð við leyfisveitingu fyrir flokk skyldra sæfivara, sbr. 25. gr. reglugerðar (ESB) nr. 528/2012 | 806.400 |
| Tilkynning um hverja nýja vöru í flokk skyldra sæfivara | 67.200 |
| Breytingar á markaðsleyfum, sbr. reglugerð (ESB) nr. 354/2013: | |
| - Stjórnsýsluleg breyting | 67.200 |
| - Minni háttar breyting | 67.200 |
| - Meiri háttar breyting | 89.600 |
| Endurnýjanir leyfa: | |
| Endurnýjun landsbundins leyfis fyrir sæfivörur þar sem Ísland var fyrsta land á EES þar sem sótt var um markaðsleyfi | 4.032.000 |
| - Aukagjald fyrir hvert virkt efni umfram eitt | 1.008.000 |
| Endurnýjun landsbundins leyfis fyrir flokk skyldra sæfivara þar sem Ísland var fyrsta land á EES þar sem sótt var um markaðsleyfi | 6.249.600 |
| - Aukagjald fyrir hvert virkt efni umfram eitt | 1.008.000 |
| Endurnýjun gagnkvæmrar viðurkenningar á landsbundnu leyfi fyrir sæfivörur sem veitt hefur verið í öðru EES-ríki | 403.200 |
| Endurnýjun gagnkvæmrar viðurkenningar á landsbundnu leyfi fyrir flokk skyldra sæfivara sem veitt hefur verið í öðru EES-ríki | 604.800 |
III. KAFLIEftirlit.
15. gr. Gjald fyrir mengunarvarnaeftirlit með starfsleyfisskyldri starfsemi.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir eftirlitsgjald skv. d-lið 43. gr. af rekstraraðilum sem stunda atvinnurekstur sem talinn er upp í viðauka I og II í lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og stofnunin hefur eftirlit með skv. 51. gr. og XIV. kafla laganna, sbr. einnig 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sem og fyrir eftirlit með móttökustöðvum úrgangs skv. j-lið 43. gr. og eftirlit með endurvinnslu skipa skv. i-lið 43. gr.
Vegna eftirlits skv. 1. mgr. skal gjaldið vera sundurliðað með eftirfarandi hætti:
- tímagjald skv. 1. gr. fyrir vinnu:
- vegna reglubundins eftirlits s.s. eftirlitsferðar, úttektar, yfirferðar gagna, móttöku og viðbragða vegna ábendinga, sýnataka, mælinga o.fl.,
- vegna fyrirvaralauss eða annars óvenjubundins eftirlits skv. 5. mgr. 57. gr. reglugerðar nr. 550/2018,
- vegna úttektar stofnunarinnar vegna rekstrarstöðvunar, sbr. ákvæði starfsleyfis;
- ferðagjald kr. 165.000 fyrir hverja vettvangsheimsókn sem samsvarar meðalferðakostnaði eftirlitsferða/úttekta;
- endurgreiðsla annars útlagðs kostnaðar, s.s. vegna sýnatöku í tengslum við eftirlit.
Umhverfis- og orkustofnun útbýr áætlun um reglubundið eftirlit árlega vegna mengunareftirlits. Í áætluninni skal vera yfirlit yfir eftirlitsferðir og skipulag eftirlits.
16. gr. Gjald fyrir eftirlit með leitar- og rannsóknarleyfum.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir eftirlitsgjald skv. k-, l-, og m-lið 43. gr. fyrir eftirlit með skilyrðum leyfa til leitar á auðlindum á eða undir hafsbotni skv. 5. mgr. 2. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt ríkisins að auðlindum hafsins, fyrir eftirlit með rannsóknarleyfum skv. 4. gr., sbr. einnig 21. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu og eftirlit með umfangsmeiri rannsóknum á grundvelli 153. gr. vatnalaga nr. 15/1923.
Vegna eftirlits skv. 1. mgr. skal gjaldið vera sundurliðað með eftirfarandi hætti:
- tímagjald skv. 1. gr. fyrir vinnu við eftirlit s.s. eftirlitsferð, úttekt, yfirferð gagna, móttöku og viðbrögð við ábendingum, sýnatökur, mælingar o.fl.;
- ferðagjald kr. 165.000 fyrir hverja vettvangsheimsókn sem samsvarar meðalferðakostnaði eftirlitsferða/úttekta;
- endurgreiðsla annars útlagðs kostnaðar, s.s. vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.
17. gr. Gjald fyrir eftirlit með nýtingar- og efnistökuleyfum.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir eftirlitsgjald skv. k- og l-lið 43. gr. fyrir eftirlit með skilyrðum leyfa til efnistöku á eða undir hafsbotni, skv. 3. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt ríkisins að auðlindum hafsins og eftirlit með nýtingarleyfum skv. 21. gr. laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu þ.m.t. eftirlit með gagnaskilum skv. 6. gr.
Vegna eftirlits skv. 1. mgr. skal gjaldið vera sundurliðað með eftirfarandi hætti:
- tímagjald skv. 1. gr. fyrir vinnu við eftirlit s.s. eftirlitsferð, úttekt, yfirferð gagna, móttöku og viðbrögð við ábendingum, sýnatökur, mælingar o.fl.;
- ferðagjald kr. 165.000 fyrir hverja vettvangsheimsókn sem samsvarar meðalferðakostnaði eftirlitsferða/úttekta;
- endurgreiðsla annars útlagðs kostnaðar, s.s. vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.
18. gr. Gjald fyrir eftirlit með virkjunarleyfum og á grundvelli vatnalaga.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir eftirlitsgjald skv. m- og n-lið 43. gr. fyrir eftirlit með virkjunarleyfum skv. 4., 5., og 6. gr. raforkulaga nr. 65/2003 og fyrir eftirlit sem stofnunin sinnir á grundvelli vatnalaga nr. 15/1923.
Vegna eftirlits skv. 1. mgr. skal gjaldið vera sundurliðað með eftirfarandi hætti:
- tímagjald skv. 1. gr. fyrir vinnu við eftirlit s.s. eftirlitsferð, úttekt, yfirferð gagna, móttöku og viðbrögð við ábendingum, sýnatökur, mælingar o.fl.;
- ferðagjald kr. 165.000 fyrir hverja vettvangsheimsókn sem samsvarar meðalferðakostnaði eftirlitsferða/úttekta;
- endurgreiðsla annars útlagðs kostnaðar, s.s. vegna nauðsynlegrar aðkeyptrar þjónustu.
19. gr. Gjald fyrir úttektum á starfsemi með erfðabreyttar lífverur.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og skv. q-lið 43. gr. vegna úttekta á notkun erfðabreyttra lífvera skv. 5. gr. laga nr. 18/1996, um erfðabreyttar lífverur og reglugerðum settum með stoð þeirra.
Umhverfis- og orkustofnun er einnig heimilt að innheimta ef við á ferðagjald kr. 165.000 sem samsvarar meðalferðakostnaði eftirlitsferða/úttekta svo og annan útlagðan kostnað vegna úttektanna.
20. gr. Gjald fyrir eftirlit með móttöku úrgangs frá skipum.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir eftirlitsgjald skv. s-lið 43. gr. af rekstraraðila hafna sem stofnunin hefur eftirlit með skv. 1. mgr. 11. gr. d. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Vegna eftirlits skv. 1. mgr. skal gjaldið vera sundurliðað með eftirfarandi hætti:
- tímagjald skv. 1. gr. fyrir vinnu við eftirlit s.s. eftirlit með móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum í höfnum, tilkynningum um úrgang, áætlunum hafna og að til staðar sé aðstaða fyrir móttöku úrgangs;
- ferðagjald kr. 165.000 fyrir hverja vettvangsheimsókn sem samsvarar meðalferðakostnaði eftirlitsferða/úttekta;
- endugreiðsla annars útlagðs kostnaðar.
Vegna reglubundins eftirlits með móttökuaðstöðu í höfnum, þ.m.t. skoðun á tilkynningum um úrgang og farmleifar, skal innheimta gjald skv. töflu 5.
Tafla 5
| Eftirlitsflokkur1 | Upphæð (kr.) |
| 1. flokkur | 389.000 |
| 2. flokkur | 321.800 |
| 3. flokkur | 232.200 |
| 1 Flokkun hafnar skv. 5. gr. reglugerðar nr. 1010/2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda. |
Hafi eftirlitið í för með sér meiri kostnað fyrir Umhverfis- og orkustofnun en gjaldið sem innheimt er skv. töflu 5 er heimilt að innheimta tímagjald skv. 1. gr. fyrir slíka umframvinnu og útlagðan kostnað. Aðila skal gerð grein fyrir umfangi slíkrar vinnu.
Umhverfis- og orkustofnun getur endurgreitt hluta eftirlitsgjalda ef í ljós kemur að vinna við eftirlitið tekur mun skemmri tíma og kostnaður er lægri en gjald skv. töflu 5 gefur til kynna.
Umhverfis- og orkustofnun útbýr eftirlitsáætlun til fimm ára í senn vegna eftirlits með aðstöðu fyrir móttöku úrgangs og farmleifa frá skipum í höfnum.
21. gr. Gjald fyrir eftirlit með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna,
rafgeyma, raf- og rafeindatækjaúrgangs.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir skv. g-lið 43. gr. tímagjald skv. 1. gr. og ferðakostnað skv. 2. gr. vegna eftirlits með framleiðendum og innflytjendum rafhlaðna og rafgeyma. Eftirlitið hefur lagastoð í IV. kafla laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og framleiðendum og innflytjendum raf- og rafeindatækja skv. VII. kafla sömu laga. Að jafnaði er haft eftirlit með 36 aðilum á ári. Reikningur er sendur á Úrvinnslusjóð.
22. gr. Gjald fyrir eftirfylgni eftirlits og beitingu þvingunarúrræða.
Vegna eftirfylgni eftirlits og beitingar þvingunarúrræða skv. XVII. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, 66. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, 6. gr. laga nr. 73/1990 um eignarrétt ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, IX. kafla laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, 145. gr. vatnalaga nr. 15/1923, 26. gr. og 26. gr. a raforkulaga nr. 65/2003, XIII. kafla efnalaga nr. 61/2013, V. kafla laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda og X. kafla laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir innheimtir Umhverfis- og orkustofnun skv. d-, j-, l-, m-, n-, r-, s- og v-lið 43. gr. tímagjald skv. 1. gr. og ef við á ferðakostnað skv. 2. gr. svo og annan útlagðan kostnað.
23. gr. Gjald fyrir álagningu stjórnvaldssekta.
Fyrir undirbúning og afgreiðslu ákvarðana um álagningu stjórnvaldssekta skv. 67. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, 67. gr. a laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, 62. gr. efnalaga nr. 61/2013 og 30. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir innheimtir Umhverfis- og orkustofnun skv. d-, j-, r- og v-lið 43. gr. tímagjald skv. 1. gr. og ef við á ferðakostnað skv. 2. gr. svo og annan útlagðan kostnað.
Umhverfis- og orkustofnun skal við upphaf máls gera rekstraraðila grein fyrir því að stofnunin muni innheimta gjald vegna vinnu sinnar samkvæmt grein þessari.
IV. KAFLIViðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
24. gr. Losunarleyfi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og v-lið 43. gr. vegna útgáfu og breytinga á losunarleyfum rekstraraðila, sbr. 9. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að fela öðrum aðilum innheimtu gjaldsins.
25. gr. Umsóknir um losunarheimildir í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og v- og w-lið 43. gr. vegna:
- afgreiðslu umsókna rekstraraðila í staðbundinni starfsemi um losunarheimildir, sbr. reglugerð (ESB) 2019/331, sem hefur verið innleidd hér á landi með reglugerð nr. 606/2021 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir;
- afgreiðslu umsókna flugrekenda um viðbótarúthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda og yfirferð á skýrslum um kolefnishlutleysi, sbr. 6. mgr. ákvæðis II til bráðabirgða í lögum nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir;
- afgreiðslu umsókna flugrekenda um losunarheimildir vegna kaupa á sjálfbæru flugvélaeldsneyti, sbr. 1. mgr. ákvæðis III til bráðabirgða í lögum nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að fela öðrum aðilum innheimtu gjaldsins í a- og c-lið.
26. gr. Undanþágur frá gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og v-lið 43. gr. vegna:
- afgreiðslu umsókna rekstraraðila um að starfsstöð verði undanþegin gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir;
- yfirferðar á skýrslum rekstraraðila undanskilinna starfsstöðva um að skilyrði fyrir því að undanskilja starfsstöð gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir séu fyrir hendi, sbr. 6. mgr. 20. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að fela öðrum aðilum innheimtu gjaldsins.
27. gr. Skráningarkerfi með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir stofngjald og árgjald skv. v-lið 43. gr. vegna reikninga sem stofnaðir eru í skráningarkerfi með losunarheimildir og umsýslu vegna skráningu vottunaraðila, sbr. V. kafla laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sbr. töflu 6. Upphæðir gjaldanna byggja á viðmiðum um vinnslutíma sem birt eru á heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar.
Tafla 6
| Upphæð (kr.) | |
| Stofngjald fyrir reikning ytri vettvangs | 560.000 |
| Stofngjald aðrir reikningar og skráning vottunaraðila | 179.200 |
| Árgjald (vottunaraðilar og viðskiptareikningar) | 67.200 |
| Árgjald (aðrir) | 112.000 |
Árgjald vegna reiknings reiknast frá þeim degi þegar reikningur er stofnaður. Eingöngu er heimilt að innheimta árgjald margfaldað með X/365 þar sem X stendur fyrir fjölda þeirra daga sem eftir eru í viðkomandi ári þegar reikningur er stofnaður. Það sama gildir um árgjald vottunaraðila.
Reikningur fyrir stofngjald og skráningu vottunaraðila er gefinn út eftir að umsókn berst Umhverfis- og orkustofnun um stofnun reiknings eða skráningu vottunaraðila. Reikningur fyrir árgjald er gefinn út fyrir fram í upphafi hvers árs eða fyrir fram um leið og reikningur hefur verið stofnaður sé um að ræða nýjan reikning í skráningarkerfinu eða um leið og vottunaraðili hefur verið skráður sé um að ræða skráningu vottunaraðila.
Hafi vinnsla við stofnun og viðhald reikninga eða umsýsla við skráningu vottunaraðila í för með sér meiri kostnað fyrir Umhverfis- og orkustofnun en sem nemur gjaldi skv. töflu 6 er heimilt að innheimta tímagjald skv. 1. gr. fyrir slíka umframvinnu. Aðila skal gerð grein fyrir umfangi slíkrar vinnu.
Umhverfis- og orkustofnun getur endurgreitt hluta gjaldanna ef í ljós kemur að vinna við stofnun og viðhald reikninga eða umsýsla við skráningu vottunaraðila tekur mun skemmri tíma og kostnaður er lægri en gjald skv. töflu 6 gefur til kynna.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að fela öðrum aðilum innheimtu gjalda skv. töflu 6.
28. gr. Gagnkvæm viðurkenning faggildingar.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og v-lið 43. gr. vegna afgreiðslu umsókna um gagnkvæma viðurkenningu faggildingar, sbr. 4. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt fela öðrum aðilum innheimtu gjaldsins.
29. gr. Yfirferð og umsýsla vegna skýrslna í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og v. lið 43. gr. fyrir:
- yfirferð og umsýslu vegna skýrslna rekstraraðila, flugrekenda og skipafélaga um losun gróðurhúsalofttegunda, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir;
- yfirferð og umsýslu vegna skýrslna um breytingar á starfsemisstigi rekstraraðila, sbr. 6. mgr. 10. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir;
- yfirferð og umsýslu vegna skýrslna rekstraraðila, flugrekenda og skipafélaga um úrbætur, sbr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir;
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt fela öðrum aðilum innheimtu gjaldsins.
30. gr. Samþykkt vöktunaráætlana og breytinga á vöktunaráætlunum
í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og v-lið 43. gr. vegna:
- samþykktar á vöktunaráætlunum vegna losunar frá starfsemi rekstraraðila, flugstarfsemi og starfsemi sjóflutninga, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir.
- samþykktar á verulegum breytingum á vöktunaráætlunum rekstraraðila og flugrekenda, sbr. 1. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
- samþykktar á breytingum á vöktunaráætlun skipafélaga.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt fela öðrum aðilum innheimtu gjaldsins.
31. gr. Áætlun á losun gróðurhúsalofttegunda.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og v-lið 43. gr. fyrir gerð áætlunar á losun rekstraraðila, flugrekenda og skipafélaga hafi losunarskýrsla ekki borist fyrir tilskilinn frest eða skýrslan er ófullnægjandi, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga nr. 96/2023 um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt fela öðrum aðilum innheimtu gjaldsins.
V. KAFLIMeðhöndlun úrgangs.
32. gr. Skráningarkerfi framleiðenda og innflytjenda rafhlaðna,
rafgeyma, raf- og rafeindatækja.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir árgjald skv. g-lið 43. gr. til að standa undir kostnaði vegna reksturs skráningarkerfis fyrir framleiðendur og innflytjendur rafgeyma, rafhlaðna, raf- og rafeindatækja skv. 36. gr. og 52. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Úrvinnslusjóður skal, fyrir hönd framleiðenda og innflytjenda, standa skil á árgjöldunum til Umhverfis- og orkustofnunar, að upphæð 700 kr. fyrir hvern aðila sem skráður er í skráningarkerfið. Reikningur skal gefinn út í september fyrir árgjald aðila sem eru í skránni frá 1. september árið áður til 31. ágúst árið sem gjaldið er innheimt.
33. gr. Fyrirmæli um lokun urðunarstaðar.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir tímagjald skv. 1. gr. og j-lið 43. gr. fyrir þjónustu við lokun urðunarstaðar, sbr. 61. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs:
- fyrir mat á upplýsingum og veitingu samþykkis fyrir lokun urðunarstaðar;
- fyrir gerð fyrirmæla um lokunaraðgerðir, vöktun og umsjón með því svæði þar sem rekinn hefur verið urðunarstaður, auk útlagðs kostnaðar s.s. þinglýsingar;
- fyrir yfirferð vöktunar- og mæligagna urðunarstaðar;
- fyrir endurskoðun á fyrirkomulagi vöktunar eftir lokun urðunarstaðar, sbr. 3. mgr. 43. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfis- og orkustofnun er einnig heimilt að innheimta ef við á ferðagjald skv. 2. gr. vegna vettvangsferða svo og annan útlagðan kostnað.
34. gr. Ráðgefandi álit um endurnýtingu úrgangs.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir gjald skv. j-lið 43. gr. fyrir vinnslu ráðgefandi álits á því hvort úrgangur hætti að vera úrgangur þegar hann hefur farið í gegnum tiltekna endurnýtingaraðgerð, sbr. reglugerð nr. 1078/2014 um endurnýtingu úrgangs. Innheimt er tímagjald skv. 1. gr. sem og ef við á annar útlagður kostnaður s.s. vegna aðkeyptrar ráðgjafar.
Umsækjanda verði gerð grein fyrir umfangi þess eins fljótt og auðið er. Umhverfis- og orkustofnun, að höfðu samráði við umsækjanda, kallað til sérfræðinga til ráðgjafar vegna vinnslu ráðgefandi álits, sbr. 2. mgr. 4. gr. reglugerðar um endurnýtingu úrgangs.
Reikningur skal gefinn út þegar fullnægjandi umsókn hefur borist. Ráðgefandi álit er ekki veitt fyrr en fullnaðargreiðsla hefur borist.
35. gr. Tilkynningar um flutning úrgangs milli landa.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir gjald skv. f-lið 43. gr. fyrir umsýslu tilkynninga fyrir innflutning, útflutning og umflutning úrgangs skv. 27. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, sbr. töflu 7. Upphæðir gjaldanna byggja á viðmiðum um vinnslutíma sem birt eru á heimasíðu Umhverfis- og orkustofnunar.
Tafla 7
| Upphæð (kr.) | |
| Tilkynning um flutning úrgangs milli landa. | 179.600 |
| - Hver sending umfram þá fyrstu (< 10 sendingar) sem tilheyrir sömu tilkynningu | 5.600 |
| - Hver sending sem tilheyrir sömu tilkynningu og fjöldi sendinga er 10 eða fleiri | 4.500 |
| Eftirlitsgjald fyrir lágmarkseftirlit | 22.400 |
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir eftirlitsgjald fyrir lágmarkseftirlit með flutningi úrgangs milli landa skv. 28. gr. og gjald fyrir sýnatöku við eftirlit með flutningi úrgangs milli landa, sbr. 16. gr. laga nr. 55/2003. Upphæð gjaldanna er skv. töflu 7.
Vegna sýnatöku við eftirlit, sbr. 29. gr. laga nr. 55/2003, skal innheimta tímagjald skv. 1. gr. auk ferðakostnaðar skv. 2. gr. svo og útlagðan kostnað. Reikningur skal gefinn út þegar niðurstaða sýnatöku liggur fyrir.
Hafi eftirlitið í för með sér meiri kostnað fyrir Umhverfis- og orkustofnun en gjaldið sem innheimt er skv. töflu 7 er heimilt að innheimta tímagjald skv. 1. gr. fyrir slíka umframvinnu og útlagðan kostnað. Aðila skal gerð grein fyrir umfangi slíkrar vinnu.
Umhverfis- og orkustofnun getur endurgreitt hluta eftirlitsgjalda ef í ljós kemur að vinna við eftirlitið tekur mun skemmri tíma og kostnaður er lægri en gjald skv. töflu 7 gefur til kynna.
Umhverfis- og orkustofnun útbýr eftirlitsáætlun til þriggja ára í senn vegna eftirlits með flutningi úrgangs milli landa. Í eftirlitsáætluninni skal vera yfirlit yfir eftirlitsferðir og skipulag eftirlits.
36. gr. Vinnsla tölulegra upplýsinga um úrgang.
Rekstraraðilum ber að skila til Umhverfis- og orkustofnunar skýrslu um þann úrgang sem meðhöndlaður var á undangengnu almanaksári, sbr. 1. mgr. 19. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að innheimta tímagjald skv. 1. gr. og e-lið 43. gr. fyrir vinnslu tölulegra upplýsinga sem byggjast á skýrslum rekstraraðila, sbr. 1. mgr., fyrir einstök sveitarfélög.
VI. KAFLIBráðamengun hafs og stranda.
37. gr. Eftirlit vegna bráðamengunar og aðgerða til að draga úr slíkri mengun.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir gjald skv. t-lið 43. gr. fyrir eftirlit vegna bráðamengunar og aðgerða til að draga úr slíkri mengun, skv. IV. kafla laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda. Mengunarvaldur greiðir tímagjald skv. 1. gr. og ferðakostnað skv. 2. gr. auk annars útlagðs kostnaðar sem til fellur vegna aðkomu stofnunarinnar til að fyrirbyggja og draga úr bráðamengun.
38. gr. Leiga mengunarvarnabúnaðar.
Umhverfis- og orkustofnun krefur mengunarvald um gjald skv. t-lið 43. gr. fyrir notkun á mengunarvarnabúnaði ef um er að ræða mengun eða hættu á mengun af völdum olíu, eiturefna eða hættulegra efna eða annarrar atvinnustarfsemi, sbr. 19. gr. laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Fyrir leigu á mengunarvarnabúnaði í eigu Umhverfis- og orkustofnunar greiðist samkvæmt sundurliðun í töflu 8.
Mengunarvaldur skal auk gjalds skv. 1. og 2. mgr. greiða útlagðan kostnað við flutning og notkun mengunarvarnabúnaðar, ásamt yfirferð og hreinsun á búnaðinum ef þörf krefur. Áætla skal kostnað við yfirferð og hreinsun á búnaði og skal mengunarvaldi gefinn kostur á að koma að athugasemdum áður en verk er hafið.
Sé búnaður fluttur af geymslustað Umhverfis- og orkustofnunar og gerður tiltækur án beinnar notkunar hans skal greiða Umhverfis- og orkustofnun fyrir leigu á búnaðinum, en þó skal veittur 50% afsláttur.
Eyðileggist búnaður við notkun getur Umhverfis- og orkustofnun krafið mengunarvald um kostnað við endurnýjun hans að teknu tilliti til ástands búnaðar fyrir notkun, aldurs hans og eðlilegra afskrifta, nema ef skemmdirnar hafa orðið vegna handvammar eða mistaka umsjónarmanns búnaðarins.
Kostnaður við notkun búnaðar annars staðar frá, sem og vinna við beitingu búnaðarins telst beinn útlagður kostnaður og greiðist af mengunarvaldi.
Tafla 8
| Olíuflotgirðingar | Upphæð pr. einingu (kr.) | |||
| Tegund | lengd | eining | dagur | klst. |
| EXPANDY 3000 | 300 | 25 m | 32.000 | 3.500 |
| EXPANDY 4300 | 700 | 15 m | 38.800 | 4.400 |
| Olíuupptökutæki | Upphæð pr. einingu (kr.) | |||
| Tegund | fjöldi | upptaka | dagur | klst. |
| Komera | 2 | 12 tn/klst. | 194.900 | 17.500 |
| Foxtail | 2 | 20 tn/klst. | 243.600 | 24.300 |
| Innifalið í leigu: | ||||
| Orkustöð | ||||
| Tengistykki til að tengja inn á önnur vökvakerfi | ||||
| Annar búnaður | ||||
| Tegund | fjöldi | eining/lengd | dagur | klst. |
| Rafstöðvar | 2 | 9.500 | 950 | |
| Háþrýstidælur | 2 | 9.500 | 950 | |
| Olíubarkar | 600 | 20 m | 39.600 | 4.400 |
VII. KAFLIÖnnur verkefni.
39. gr. Gjald vegna umhverfistjóns.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir gjald skv. u-lið 43. gr. af rekstraraðila, sem ábyrgð ber á umhverfistjóni eða yfirvofandi hættu á slíku tjóni, sbr. lög nr. 55/2012 um umhverfisábyrgð.
Greiða skal tímagjald skv. 1. gr. vegna eftirlits, vöktunar og málsmeðferðar. Að auki skal endurgreiða ferðakostnað skv. 2. gr. sem og allan annan útlagðan kostnað.
Umhverfis- og orkustofnun skal við upphaf máls gera rekstraraðila grein fyrir því að stofnunin muni innheimta gjald vegna vinnu sinnar samkvæmt grein þessari.
40. gr. Þátttökugjald fyrir námskeið um hollustuhætti.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir þátttökugjald skv. d-lið 43. gr. á námskeið sem haldin eru á grundvelli II. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Námskeiðin geta verið haldin af utanaðkomandi aðila samkvæmt samningi við Umhverfis- og orkustofnun. Gjaldið skal ná yfir vinnuframlag stofnunarinnar skv. 1. gr., útlagðan kostnað sem og eftir því sem við á ferðakostnað skv. 2. gr.
Umhverfis- og orkustofnun skal áður en námskeiðið fer fram gera þátttakendum grein fyrir innheimtu þátttökugjaldsins samkvæmt grein þessari.
41. gr. Yfirferð skýrslna eldsneytisbirgja um styrk gróðurhúsalofttegunda.
Umhverfis- og orkustofnun innheimtir skv. r-lið 43. gr. tímagjald skv. 1. gr. vegna móttöku og meðhöndlunar á skýrslum birgja um styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku, sem afhent hefur verið hér á landi, skv. 47. gr. m. efnalaga nr. 61/2013 og ef við á annan útlagðan kostnað við vottun skýrslna.
42. gr. Umhverfisvottanir og umhverfismerki.
Umhverfis- og orkustofnun er heimilt að innheimta tímagjald skv. 1. gr. fyrir ráðgjöf til fyrirtækja sem hyggjast auka innkaup á umhverfismerktum vörum, meðferð umsókna um umhverfismerki, mat á umsóknum og eftirlit, sem og sérstakar leiðbeiningar þar um.
Gjald fyrir framangreinda þjónustu vegna norræna umhverfismerksins Svansins fer samkvæmt gjaldskrá þar um.
VIII. KAFLIGildistaka og lagastoð.
43. gr. Lagastoð.
Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt heimild í eftirfarandi ákvæðum laga:
- 18. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012.
- 15. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
- 35. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
- 53. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
- 19. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
- 29. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
- 36. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
- 52. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
- 64. gr. b laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
- 65. gr. laga um meðhöndlun úrgangs, nr. 55/2003.
- 5. gr. laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, nr. 73/1990.
- 20. gr. a í lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, nr. 57/1998.
- 146. gr. vatnalaga, nr. 15/1923.
- 33. gr. raforkulaga, nr. 65/2003.
- 30. gr. laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001.
- 30. gr. a laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, nr. 13/2001 .
- 26. gr. laga um erfðabreyttar lífverur, nr. 18/1996.
- 54. gr. efnalaga, nr. 61/2013.
- 3. mgr. 11. gr. d. laga um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004.
- 2. mgr. 21. gr. laga um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004.
- 30. gr. laga um umhverfisábyrgð, nr. 55/2012.
- 26. gr. laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, nr. 96/2023.
- 6. mgr. bráðabirgðaákvæðis II laga um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, nr. 96/2023.
Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar nr. 1410/2023 og auglýsing um gjaldskrá Orkustofnunar vegna útgáfu leyfa og eftirlits samkvæmt vatnalögum nr. 15/1923, með síðari breytingum, nr. 868/2013.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, 30. september 2025.
F. h. r.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Ólafur Darri Andrason.
B deild — Útgáfudagur: 1. október 2025