Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Rangárþing ytra
Málaflokkur
Skipulagsmál, Rangárvallasýsla
Undirritunardagur
18. júlí 2025
Útgáfudagur
1. ágúst 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 868/2025
18. júlí 2025
AUGLÝSING
um skipulagsmál í Rangárþingi ytra.
Rangárslétta, Rangárþingi ytra, óveruleg breyting á deiliskipulagi.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti 9. júní 2025 tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Rangársléttu sem birt var í B-deild Stjórnartíðinda 3. mars 2021. Breytingin snýr að því að lóðin Rangárslétta 11 stækkar að umfangi og byggingarreitur einnig, fyrirhuguðu leiksvæði er hnikað til um nokkra metra og aðkoma að lóð 10 færist til. Aðkoma er óbreytt. Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Deiliskipulagið öðlast þegar gildi.
Hellu, 18. júlí 2025.
F.h. Rangárþings ytra,
Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingarfulltrúi.
B deild — Útgáfudagur: 1. ágúst 2025