Upplýsingar um auglýsingu
Deild
A deild
Stofnun
Mennta- og menningarmálaráðuneytið (2009-2015)
Málaflokkur
Höfundarréttur
Undirritunardagur
19. október 2016
Útgáfudagur
21. október 2016
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 109/2016
19. október 2016
LÖG
um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (eintakagerð til einkanota).
FORSETI
ÍSLANDS
gjörir
kunnugt:
Alþingi
hefur
fallist
á
lög
þessi
og
ég
staðfest
þau
með
samþykki
mínu:
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
-
3. mgr. orðast svo:
Höfundar verka, sem hefur verið útvarpað, hafa verið gerð aðgengileg almenningi þannig að hver og einn getur fengið aðgang að verkinu á þeim stað, á þeirri stundu og með þeim búnaði er hann sjálfur kýs eða hafa verið gefin út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sanngjörnum bótum vegna eftirgerðar verkanna til einkanota. Bæturnar skulu greiðast árlega til samtaka höfundaréttarfélaga með fjárveitingu samkvæmt fjárheimild í fjárlögum. Greiðslan skal fela í sér sanngjarnar bætur fyrir eftirgerð framangreindra verka til einkanota og miðast við eftirfarandi hlutfallstölur af tollverði á böndum, diskum, plötum eða öðrum þeim geymslumiðlum, í hvaða formi sem er, sem taka má upp á hljóð eða myndir hliðrænt eða stafrænt sem og af tækjum sem eru ætluð til slíkrar upptöku til einkanota sem flutt eru inn eða framleidd hér á landi á næstliðnu ári:Tollskrárnúmer Skýring Hlutfall af tollverði % 8523.2922–8523.2929 óátekin segulbönd 2 8523.2912–8523.2919 óátekin myndbönd 2 8523.4112 og 8523.4113 geisladiskar 2 8523.5111 og 8523.5119 hálfleiðaraminni (USB-minnislyklar) 4 8523.5211 og 8523.5219 gjörvakort (SD-kort) 4 8471.3001–8471.4909 fartölvur, spjaldtölvur og tölvur 1 8471.7000 utanáliggjandi gagnageymslur (flakkarar, hýsingar með innbyggðum hörðum diski) allt að 12 TB 4 8519.8110–8519.8990 hljóðupptökutæki 1 8521.1029 og 8521.9023 myndupptökutæki 1 8527.1303 móttökutæki fyrir útvarpssendingar með hljóðupptökubúnaði 2 8517.1200 símar fyrir farsímanet eða önnur þráðlaus net með möguleika á hljóð- og myndupptöku 1 -
4.
mgr.
orðast
svo:
Bætur skv. 3. mgr. greiðast til samtaka höfundaréttarfélaga sem hlotið hafa viðurkenningu ráðherra til að fara með slík réttindi höfunda. Samtökin annast skil á bótunum til höfundaréttarfélaga, að frádregnum hæfilegum umsýslukostnaði. Um viðurkenningu samtaka höfundaréttarfélaga samkvæmt þessari grein gilda málsmeðferðarreglur 4. mgr. 26. gr. a og reglur gefnar út á grundvelli hennar. Eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti skal úrskurðarnefnd skv. 57. gr. leggja mat á grundvöll sanngjarnra bóta skv. 3. mgr. og skila tillögum sínum um breytingar til ráðherra. - 5. og 6. mgr. falla brott.
2. gr.
7. tölul. 2. mgr. 54. gr. laganna fellur brott.
3. gr.
Í stað orðsins „endurgjalds“ í 2. mgr. 61. gr. laganna kemur: sanngjarnra bóta.
4. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Bætur skv. a-lið 1. gr. skulu greiðast í fyrsta sinn 1. mars 2017.
Gjört á Bessastöðum, 19. október 2016.
Guðni
Th.
Jóhannesson.
(L.
S.)
Bjarni Benediktsson.
A deild - Útgáfud.: 21. október 2016