Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

A deild

Stofnun

Forsætisráðuneytið

Málaflokkur

Ríkisstjórn, Stjórnarráð Íslands

Undirritunardagur

16. janúar 2026

Útgáfudagur

16. janúar 2026

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 4/2026

16. janúar 2026

FORSETAÚRSKURÐUR

um breytingu á forsetaúrskurði nr. 6/2025, um skiptingu starfa ráðherra.

Handhafar valds forseta Íslands
  samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands, forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti og forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands er hér með gerð eftirfarandi breyting á forsetaúrskurði nr. 6/2025, um skiptingu starfa ráðherra:

1. gr.

4. gr. úrskurðarins orðast svo ásamt fyrirsögn:

Félags- og húsnæðismálaráðherra.

Ragnar Þór Ingólfsson fer með stjórnarmálefni sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðuneytið skv. 4. gr., að undanskildum c-lið 3. tölul., forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið félags- og húsnæðismálaráðherra.

2. gr.

9. gr. úrskurðarins orðast svo ásamt fyrirsögn:

Mennta- og barnamálaráðherra.

Inga Sæland fer með stjórnarmálefni sem heyra undir félags- og húsnæðismálaráðuneytið skv. c-lið 3. tölul. 4. gr. og mennta- og barnamálaráðuneytið skv. 9. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið mennta- og barnamálaráðherra.

3. gr.

Ákvæði til bráðabirgða, sbr. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 87/2025, fellur brott.

4. gr.

Forsetaúrskurður þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 16. janúar 2026.

Kristrún Frostadóttir.

Þórunn Sveinbjarnardóttir.

(L. S.)

Benedikt Bogason.

Kristrún Frostadóttir.

A deild — Útgáfudagur: 16. janúar 2026

Tengd mál