Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
ISAVIA ohf.
Málaflokkur
Skipulagsmál, Keflavíkurflugvöllur
Undirritunardagur
26. apríl 2024
Útgáfudagur
24. maí 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 606/2024
26. apríl 2024
GJALDSKRÁ
Isavia ohf. fyrir skipulagsvinnu og framkvæmdaleyfi á Keflavíkurflugvelli.
1. gr. Almennt ákvæði.
Isavia ohf. setur hér með gjaldskrá til innheimtu kostnaðar vegna vinnu við skipulagsmál og útgáfu framkvæmdaleyfis.
Gjaldskráin tekur til erinda sem koma til afgreiðslu skipulagsfulltrúa vegna útgáfu leyfa til framkvæmda, skjalagerðar, yfirlesturs gagna, auglýsinga, kynninga og allrar annarrar umsýslu og þjónustu sem skipulagsfulltrúi Keflavíkurflugvallar veitir, s.s. vegna framkvæmda sem eru framkvæmdaleyfisskyldar, gerð skipulagsáætlana og breytingar á þeim skv. skipulagslögum.
2. gr. Skilgreiningar.
Afgreiðslugjald er gjald sem greitt er við móttöku umsóknar um framkvæmdaleyfi og vegna skipulagsbreytinga. Í gjaldinu felst kostnaður Isavia ohf. við móttöku og skráningu erindisins. Gjaldið er óendurkræft þótt umsókn sé dregin til baka eða henni synjað.
Auglýsingagjald er kostnaður vegna kynningar, birtingar, auglýsingar og póstkostnaðar sem og annar útlagður kostnaðar vegna umsýslu tengt auglýsingagjaldi.
Aukayfirferð er yfirferð breyttra eða nýrra gagna þar sem umsókn og móttaka gagna hefur áður átt sér stað.
Breytingakostnaður er kostnaður sem fellur til við gerð nýs deiliskipulags eða breytingar á gildandi aðal- eða deiliskipulagsuppdráttum.
Framkvæmdaleyfisgjöld eru fyrir veitta þjónustu og verkefni skipulagsfulltrúa, m.a. við undirbúning, yfirferð framkvæmdaleyfisgagna, útgáfu framkvæmdaleyfis, útmælingu, eftirlit, úttektir og vottorð sem skipulagsfulltrúi lætur í té.
Umsýslugjald er kostnaður við yfirferð gagna, afgreiðslu umsóknar, útgáfu leyfis, og eftirlits, úttektar og annarrar umsýslu. Miðað er við eina yfirferð gagna.
Skipulagslög eru lög nr. 123/2010, með síðari breytingum.
Skipulagsgjöld eru fyrir veitta þjónustu og verkefni skipulagsfulltrúa, m.a. fyrir undirbúning, yfirferð skipulagsgagna og skjalfærslu gagna.
Úttektargjald er gjald sem greiðist vegna útmælinga, eftirlits eða aukaúttektar skipulagsfulltrúa á framkvæmdastað.
3. gr. Innheimta.
Isavia ohf. innheimtir gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari.
Innheimta skal afgreiðslugjald vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi, nýja skipulagsáætlun eða breytingu á skipulagsáætlun. Afgreiðslugjaldið skal ákveðið fyrir hverja tegund erindis og skal taka mið af þeirri vinnu sem almennt felst í afgreiðslu slíks erindis. Innheimta skal umsýslugjald og auglýsingagjald vegna veitingar framkvæmdaleyfis og vegna meðferðar skipulagsmála.
Ef kostnaður vegna vinnu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar eða aðkeyptrar þjónustu hans fer verulega umfram viðmiðunargjald í gjaldskrá þessari vegna umfangs verksins er heimilt að leggja á til viðbótar tímagjald skipulagsfulltrúa sem er 18.500 kr./klst. eða gjald samkvæmt reikningi.
Þegar ljóst er að útgáfa leyfis hefur í för með sér umframvinnu skal umsækjanda gerð grein fyrir umfangi þeirrar vinnu. Reikningur vegna frekari vinnu skal gefinn út áður en framkvæmdaleyfi eða skipulagsáætlun er gefin út.
4. gr. Framkvæmdaleyfisgjöld.
Framkvæmdaleyfisgjöld miðast við eina yfirferð framkvæmdaleyfisgagna og eina úttekt:
| Afgreiðslugjald við móttöku framkvæmdaleyfisumsóknar | 18.500 kr. |
| Umsýslugjald framkvæmdaleyfis skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 | 150.000 kr. |
| Umsýslugjald framkvæmdaleyfis skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna framkvæmda sem falla í flokk A í 1. viðauka við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana | 175.000 kr. |
| Umsýslugjald framkvæmdaleyfis skv. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 | 200.000 kr. |
| Aukayfirferð framkvæmdaleyfisgagna, tímagjald. Vinna umfram viðmiðunargjald vegna umfangs | 18.500 kr. |
| Óveruleg framkvæmd (graftarleyfi) skv. 5. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi | 55.000 kr. |
| Úttektargjald vegna aukaúttektar, tímagjald | 18.500 kr. |
5. gr. Gjöld vegna breytinga á aðalskipulagi.
Gjöld miðast við eina yfirferð skipulagsgagna:
| Afgreiðslugjald við móttöku umsóknar um breytingu aðalskipulags | 18.500 kr. |
| Umsýslugjald vegna breytinga á aðalskipulagi skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 | 365.000 kr. |
|
Umsýslugjald
vegna
óverulegra
breytinga
á
aðalskipulagi
skv.
2.
mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 |
200.000 kr. |
| Auglýsingagjald vegna skipulagsáætlana skal innheimt sérstaklega skv. reikningi hverju sinni | |
| Aukayfirferð skipulagsgagna, tímagjald. Vinna umfram viðmiðunargjald vegna umfangs | 18.500 kr. |
| Breytingar á aðalskipulagi eða uppdrætti, sbr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, aðkeypt vinna skv. reikningi |
6. gr. Gjöld vegna deiliskipulags.
| Afgreiðslugjald við móttöku umsóknar | 18.500 kr. |
| Umsýslugjald vegna lýsingar skipulagsáætlunar | 200.000 kr. |
| Umsýslugjald vegna nýs deiliskipulags skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 | 435.000 kr. |
|
Umsýslugjald
vegna
verulegra
breytinga
á
deiliskipulagi
skv.
1.
mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 |
365.000 kr. |
| Umsýslugjald vegna óverulegra breytinga á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 | 200.000 kr. |
| Auglýsingagjald vegna skipulagsáætlana skal innheimt sérstaklega skv. reikningi hverju sinni | |
| Aukayfirferð skipulagsgagna, tímagjald. Vinna umfram viðmiðunargjald vegna umfangs | 18.500 kr. |
| Nýtt deiliskipulag, sbr. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, eða breyting á deiliskipulagi, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, aðkeypt vinna skv. reikningi | |
| Grenndarkynning | |
| Umsýslugjald, grenndarkynning, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem deiliskipulag er ekki fyrir hendi | 105.000 kr. |
| Umsýslugjald, grenndarkynning, sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir framkvæmdaleyfisumsókn | 60.000 kr. |
| Við grenndarkynningu er heimilt að innheimta aukagjald skv. tímagjaldi skipulagsfulltrúa fyrir vinnu umfram viðmiðunargjald |
7. gr. Önnur þjónustugjöld.
| Staðfestingargjald vegna lóðaúthlutunar | 235.000 kr. |
| Breytingar á lóðarleigusamningi | 90.000 kr. |
| Afhending landupplýsinga og annarra gagna, tímagjald | 18.500 kr. |
| Vegna breytingar á lóðablöðum er heimilt að innheimta útlagðan kostnað og skal hann innheimtur sérstaklega skv. reikningi hverju sinni |
8. gr. Gjalddagi og lögveð.
Afgreiðslugjald fellur í gjalddaga við móttöku erindis og skal greitt áður en fjallað er um erindi.
Umsýslu- og auglýsingagjald skal greiða fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis.
Umsýslu- og auglýsingagjald skal greiða áður en skipulagstillaga er auglýst eða grenndarkynnt. Afgreiðslugjald er óafturkræft þótt umsókn sé synjað, leyfi falli úr gildi eða umsókn dregin til baka. Leyfis- og auglýsingagjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru óendurkræf, þótt ekki verði af framkvæmd.
Leyfisgjöldum fylgja lögveð í viðkomandi fasteign eða lóð þar sem við getur átt og má innheimta gjaldfallin gjöld með fjárnámi án undangengins dóms eða réttarsáttar.
9. gr. Verðlagsbreytingar.
Gjöld skv. gjaldskrá þessari miðast við grunn byggingarvísitölu 2021 sem Hagstofa Íslands gefur út.
Gjöldin miðast við grunnvísitöluna í mars 2024 sem var 118,2 stig og breytast til hækkunar eða lækkunar með vísitölunni. Gjöldin verða þó aldrei lægri en framangreind grunnvísitala segir til um.
10. gr. Gildistaka.
Gjaldskrá þessi er sett með heimild í 20. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hefur verið samþykkt af stjórn Isavia ohf., sbr. 7. gr. laga nr. 65/2023 um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð.
Gjaldskráin öðlast gildi við birtingu í B-deild Stjórnartíðinda og um leið fellur úr gildi gjaldskrá nr. 235/2010 fyrir Keflavíkurflugvöll ohf., um ýmis gjöld skv. skipulags- og byggingarlögum.
Samþykkt á stjórnarfundi Isavia ohf., 26. apríl 2024.
Sveinbjörn Indriðason forstjóri.
B deild - Útgáfud.: 24. maí 2024