Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Vatnajökulsþjóðgarður
Málaflokkur
Þjóðgarðar
Undirritunardagur
2. september 2013
Útgáfudagur
6. september 2013
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 811/2013
2. september 2013
AUGLÝSING
um tímabundna lokun gönguleiða við Svínafellsjökul í Vatnajökulsþjóðgarði.
Þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur í samráði við eigendur aðliggjandi lands við Svínafellsjökul ákveðið að verða við beiðni Sagafilm ehf. um að loka gönguleiðum við Svínafellsjökul sem eru í jaðri og að hluta til innan Vatnajökulsþjóðgarðs á tímabilinu 11. – 19. september 2013, báðir dagar meðtaldir.
Lokunin nær til gönguleiðar meðfram jöklinum undir Hafrafelli frá bílastæði við Hafrafell og gönguleiðar að Svínafellsjökli frá vegslóða vestan við Freysnes.
Lokunin er álitin nauðsynleg á þessu tímabili vegna kvikmyndagerðar sem fram fer á Svínafellsjökli, en það er mat þjóðgarðsvarðar að hún gangi ekki lengra en nauðsyn krefur að teknu tilliti til annarrar atvinnustarfsemi og umferðar almennings. Lokunin byggist á 17. gr. a í reglugerð nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 749/2013.
Athygli er vakin á að á sama tímabili verða einnig lokaðir vegslóðar og gönguleiðir sem liggja að jöklinum en eru ekki innan þjóðgarðsins.
Auglýsing þessi er birt í B-deild Stjórnartíðinda með vísan til 4. mgr. 15. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð og 17. gr. a reglugerðar nr. 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarð, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 749/2013.
Skaftafelli, 2. september 2013.
Regína
Hreinsdóttir,
þjóðgarðsvörður
á
suðursvæði
Vatnajökulsþjóðgarðs.
B deild - Útgáfud.: 6. september 2013