Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Skipulagsstofnun
Málaflokkur
Skipulagsmál, Skagafjörður
Undirritunardagur
20. október 2025
Útgáfudagur
4. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1135/2025
20. október 2025
AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi fyrrum Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna efnistöku- og efnislosunarsvæðis E-401.
Skipulagsstofnun staðfesti 20. október 2025 breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem samþykkt var í sveitarstjórn 12. febrúar 2025.
Í breytingunni felst breytt afmörkun efnistöku- og efnislosunarsvæðis E-401. Svæðinu er skipt upp í þrjú svæði, 3 ha verði skilgreindir sem opið svæði OP-405, 4,5 ha fá nýtt landnotkunarnúmer (E-404) þar sem gert er ráð fyrir efnislosun og 5,9 ha verða áfram skilgreindir sem E-401 þar sem gert er ráð fyrir efnistöku, 26.000 m³. Afmörkun iðnaðarsvæðis I-405 minnkar úr 1,2 ha í 0,9 ha.
Málsmeðferð var samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsstofnun, 20. október 2025.
Ólafur Árnason.
B deild — Útgáfudagur: 4. nóvember 2025