Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Hvalfjarðarsveit
Málaflokkur
Skipulagsmál, Mýra- og Borgarfjarðarsýsla
Undirritunardagur
21. október 2025
Útgáfudagur
4. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1136/2025
21. október 2025
AUGLÝSING
um skipulagsmál í Hvalfjarðarsveit.
Melahverfi I og II – deiliskipulag.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 13. ágúst 2025 deiliskipulag fyrir Melahverfi I og II. Skipulagssvæðið er um 18 ha að stærð og tekur til íbúðarbyggðar og þjónustulóða Melahverfis. Í gildi voru tvær deiliskipulagsáætlanir og er hið nýja deiliskipulag fyrir svæðið í heild, þar sem gildandi skipulagsáætlanir eru komnar til ára sinna og eru nú uppfærðar í samræmi við breyttar kröfur. Á byggðum lóðum eru lóðamörk í einhverjum tilfellum yfirfarin og byggingarskilmálar endurskoðaðir.
Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.
Hvalfjarðarsveit, 21. október 2025.
F.h. Hvalfjarðarsveitar,
Jökull Helgason skipulagsfulltrúi.
B deild — Útgáfudagur: 4. nóvember 2025