Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Atvinnuvegaráðuneytið
Málaflokkur
Landbúnaður
Undirritunardagur
15. maí 2025
Útgáfudagur
22. maí 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 531/2025
15. maí 2025
AUGLÝSING
um afléttingu tímabundinna varnaraðgerða til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi.
1. gr.
Með vísan til þess að Matvælastofnun hefur lækkað viðbúnaðarstig sitt frá neyðarstigi í óvissustig vegna smithætta á fuglaflensu fyrir alifugla og aðra fugla í haldi hefur ráðherra, að fengnum tillögum Matvælastofnunar, ákveðið að fella úr gildi auglýsingu nr. 1500/2024 um tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglaflensa berist í alifugla og aðra fugla í haldi.
2. gr.
Auglýsing þessi er sett með vísan til 8. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993 og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvegaráðuneytinu, 15. maí 2025.
Hanna Katrín Friðriksson.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.
B deild - Útgáfud.: 22. maí 2025