Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Innviðaráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Siglingar - skip
Undirritunardagur
20. október 2025
Útgáfudagur
24. október 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1109/2025
20. október 2025
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 142/2004 um viðurkenningu flokkunarfélaga og um reglur og staðla fyrir stofnanir sem sjá um skipaeftirlit og -skoðun.
1. gr.
Heiti reglugerðarinnar verður: Reglugerð um reglur og staðla fyrir stofnanir sem sjá um skipaskoðun og -eftirlit.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 2. gr. reglugerðarinnar:
- Eftirfarandi skilgreiningar orðast svo:
Skip sem sigla undir íslenskum fána: skip sem er skráð á íslenska skipaskrá og siglir undir íslenskum fána í samræmi við skipalög nr. 66/2021. Skip sem falla ekki undir þessa skilgreiningu teljast annaðhvort sigla undir fána aðildarríkis EES-samningsins eða þriðja ríkis.
Alþjóðasamningar: alþjóðasamningurinn um öryggi mannslífa á hafinu frá 1. nóvember 1974 (SOLAS-samþykktin frá 1974), að undanskildum kafla XI-2 í viðaukanum við hann, alþjóðasamningurinn um hleðslumerki skipa frá 5. apríl 1966 og alþjóðasamningurinn um varnir gegn mengun frá skipum frá 2. nóvember 1973 (MARPOL) svo og bókanir við þá og breytingar á þeim, ásamt kóðum sem tengjast þeim og eru bindandi í öllum aðildarríkjunum, að undanskildum liðunum 16.1, 18.1 og 19 í 2. hluta kóðans um framkvæmd IMO-gerninga og liðunum 1.1, 1.3, 3.9.3.1, 3.9.3.2 og 3.9.3.3 í 2. hluta kóða Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um viðurkenndar stofnanir, í nýjustu útgáfum sínum.
Stofnun: lögaðili, útibú hans og hvers konar aðrir lögaðilar undir stjórn hans, sem sinna verkefnum sem falla undir gildissvið þessarar tilskipunar, sameiginlega eða sitt í hvoru lagi.
Viðurkennd stofnun: stofnun sem hlotið hefur viðurkenningu í samræmi við reglugerð (EB) nr. 391/2009.
Flokkunarskírteini: skjal sem viðurkennd stofnun gefur út og vottar að skip sé hæft til tiltekinna nota eða reksturs og sé í samræmi við reglur og verklagsreglur sem viðurkennda stofnunin hefur mælt fyrir um og birt opinberlega. - Við greinina bætast nýjar skilgreiningar svohljóðandi:
Lögboðið skírteini: skírteini gefið út af eða fyrir hönd fánaríkis í samræmi við alþjóðasamninga.
Reglur og verklagsreglur: kröfur viðurkenndrar stofnunar um hönnun, smíði, búnað og viðhald skipa ásamt eftirliti með þeim.
3. gr.
4. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Stofnun skal senda beiðni um viðurkenningu til Samgöngustofu sem sendir Eftirlitsstofnun EFTA beiðni um viðurkenningu stofnunar í samræmi við reglugerð (EB), nr. 391/2009, um sameiginlegar reglur og staðla fyrir stofnanir sem sjá um skipaskoðun og -eftirlit.
4. gr.
7. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
5. gr.
8. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Þrátt fyrir lágmarksviðmiðanirnar, sem tilgreindar eru í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 391/2009, getur Samgöngustofa fellt tímabundið úr gildi eða afturkallað leyfi ef hún telur að viðurkennd stofnun eigi ekki lengur að hafa leyfi til að framkvæma fyrir hennar hönd þau verkefni sem tilgreind eru í 3. gr. Samgöngustofa skal tilkynna Eftirlitsstofnun EFTA og hinum EES-ríkjunum um ákvörðun sína án tafar og gefa rökstuddar ástæður fyrir henni.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 9. gr. reglugerðarinnar:
- 2. mgr. verður svohljóðandi:
Þá skal Samgöngustofa tryggja að hvert það skip sem siglir undir íslenskum fána skuli hannað, smíðað, búið og viðhaldið í samræmi við reglur og verklagsreglur tengdar bol, vél-, raf- og stjórnbúnaði sem viðurkennd stofnun krefst. - 3. mgr. verður svohljóðandi:
Samgöngustofu er heimilt að nota reglur sem hún telur jafngildar reglum og verklagsreglum viðurkenndrar stofnunar en aðeins með þeim fyrirvara um að hún tilkynni Eftirlitsstofnun EFTA og hinum EES-ríkjunum án tafar um þær, í samræmi við málsmeðferðina í tilskipun (ESB) 2015/1535, og að hvorki annað aðildarríki né Eftirlitsstofnun EFTA andmæli þeim og að það verði ekki staðfest samkvæmt reglunefndarmeðferðinni í 2. mgr. 6. gr. tilskipunar 2009/15/EB, að þessar reglur séu ekki jafngildar. - Við greinina bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Samgöngustofa skal eiga samvinnu við viðurkenndar stofnanir, sem hún veitir leyfi, um að semja reglur og verklagsreglur þessara stofnana. Hún skal hafa samráð við viðurkenndar stofnanir með það í huga að fá samræmda túlkun á alþjóðasamningunum.
7. gr.
12. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Með reglugerð þessari öðlast gildi eftirtaldar gerðir sem vísað er til í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans:
Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2009/15/EB frá 23. apríl 2009 um sameiginlegar reglur og staðla fyrir stofnanir sem sjá um skipaskoðun og -eftirlit og fyrir tilheyrandi starfsemi siglingamálayfirvalda, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 326/2023 frá 8. desember 2023.
Framkvæmdartilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/111/ESB frá 17. desember 2014 um breytingu á tilskipun 2009/15/EB að því er varðar samþykkt Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar á tilteknum kóðum og tilheyrandi breytingum á tilteknum samningum og bókunum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 326/2023 frá 8. desember 2023.
8. gr.
Viðauki við reglugerðina fellur brott.
9. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í 3. mgr. 30. gr. skipalaga nr. 66/2021. Reglugerðin öðlast þegar gildi og frá sama tíma fellur brott reglugerð um viðurkenningu flokkunarfélaga vegna eftirlits með skipum, nr. 153/1994.
Innviðaráðuneytinu, 20. október 2025.
Eyjólfur Ármannsson.
Ingilín Kristmannsdóttir.
B deild — Útgáfudagur: 24. október 2025