Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Innviðaráðuneytið
Málaflokkur
Skipulagsmál, Ísafjarðarbær
Undirritunardagur
5. nóvember 2025
Útgáfudagur
20. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1191/2025
5. nóvember 2025
SAMÞYKKT
um breytingu á samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, nr. 525/2021.
1. gr.
Í stað orðanna „3. mgr. 32. gr“ í 4. mgr. 33. gr. samþykktarinnar kemur: 5. mgr. 32. gr.
2. gr.
Fyrirsögn 36. gr. samþykktarinnar breytist og orðast svo: Valdsvið nefnda og framsal bæjarstjórnar til fastanefnda og starfsmanna á valdi til fullnaðarafgreiðslu mála.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á B-lið 48. gr. samþykktarinnar:
- 6. tl. fellur brott og færast aðrir töluliðir upp sem því nemur.
- Við bætast tveir nýir töluliðir, svohljóðandi:
Fulltrúaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða: Samkvæmt samningi um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum kýs bæjarstjórn tvo fulltrúa í fulltrúaráð Velferðarþjónustu Vestfjarða.
Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks: Samkvæmt samningi um sérhæfða velferðarþjónustu á Vestfjörðum kýs bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar og sveitarstjórn Súðavíkurhrepps sameiginlega einn fulltrúa, og einn til vara, í samráðshóp um málefni fatlaðs fólks.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á C-lið 48. gr. samþykktarinnar:
- Inngangsliðurinn breytist og orðast svo: Tilnefningar og kosningar. Kosnir fulltrúar á ársþing og ársfundi stofnana, nefnda og ráða sem bærinn á aðild að.
- Við bætast fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:
Fulltrúaráð Vestfjarðastofu: Bæjarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa í fulltrúaráð Vestfjarðastofu samkvæmt samþykktum fyrir Vestfjarðastofu ses.
Háskólasetur Vestfjarða: Bæjarstjórn kýs fulltrúa til að sækja aðalfund félagsins og fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi.
Fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða: Bæjarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa í fulltrúaráð Háskólaseturs Vestfjarða samkvæmt samþykktum fyrir Háskólasetur Vestfjarða ses.
Stjórn Háskólaseturs Vestfjarða: Bæjarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa í stjórn Háskólaseturs Vestfjarða samkvæmt samþykktum fyrir Háskólasetur Vestfjarða ses.
5. gr.
Við samþykktina bætast tíu nýir viðaukar um fullnaðarafgreiðslu mála nefnda og embættismanna í stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar, án staðfestingar bæjarstjórnar eða bæjarráðs, sem birtir eru með samþykkt þessari:
Viðauki 3 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá fastanefndum án staðfestingar bæjarstjórnar.
Viðauki 4 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
Viðauki 5 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá menningarmálanefnd.
Viðauki 6 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá skipulags- og mannvirkjanefnd.
Viðauki 7 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
Viðauki 8 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá skipulagsfulltrúa.
Viðauki 9 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá byggingarfulltrúa.
Viðauki 10 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá sviðsstjóra velferðarsviðs.
Viðauki 11 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
Viðauki 12 – um fullnaðarafgreiðslu mála hjá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
6. gr.
Samþykkt þessi sem bæjarstjórn Ísafjarðar hefur sett samkvæmt ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.
Innviðaráðuneytinu, 5. nóvember 2025.
F. h. r.
Aðalsteinn Þorsteinsson.
Ólöf Sunna Jónsdóttir.
B deild — Útgáfudagur: 20. nóvember 2025
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá fastanefndum án staðfestingar bæjarstjórnar.
1. gr.
Hafnarstjórn, menningarmálanefnd, skipulags- og mannvirkjanefnd, skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd, umhverfis- og framkvæmdanefnd og velferðarnefnd afgreiða án staðfestingar bæjarráðs eða bæjarstjórnar eftirtalin verkefni samkvæmt heimild í 1. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 1. mgr. 36. gr. samþykktar þessarar.
Styrkveitingar innan ramma fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins til einstaklinga, félagasamtaka eða annarra lögaðila í þeim málaflokkum sem undir hverja nefnd heyra.
2. gr.
Afgreiðslur nefndanna samkvæmt 1. gr. viðauka þessa skulu lagðar fram til kynningar á næsta reglulega fundi bæjarráðs.
3. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu nefndar samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
4. gr.
Eftir að nefnd hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal bæjarráð taka málið upp að nýju.
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs.
1. gr.
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs afgreiðir eftirtalin verkefni, án staðfestingar bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og 36. gr. samþykktar þessarar:
- Umsagnir til sýslumanns samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007, vegna umsókna um rekstrarleyfi. Áður en sviðsstjóri afgreiðir umsögn skal hann leita umsagnar byggingarfulltrúa og slökkviliðs.
- Umsagnir til sýslumanns samkvæmt 17. gr. laga nr. 85/2007, vegna umsókna um tækifærisleyfi. Áður en sviðsstjóri afgreiðir umsögn skal hann leita umsagnar byggingarfulltrúa og slökkviliðs.
- Umsagnir til sýslumanns samkvæmt 6. gr. a áfengislaga, nr. 75/1998, vegna umsókna um leyfi til sölu áfengis á framleiðslustað. Áður en sviðsstjóri afgreiðir umsögn skal hann leita umsagnar byggingarfulltrúa og slökkviliðs.
- Umsagnir til lögreglustjóra samkvæmt 14. gr. reglugerðar um skotelda,nr. 414/2017, vegna umsókna um skoteldasýningar. Áður en sviðsstjóri afgreiðir umsögn skal hann leita umsagnar slökkviliðs.
- Umsóknir um afslátt af fasteignaskatti vegna fasteigna þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sbr. og reglur Ísafjarðarbæjar um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka.
2. gr.
Sviðsstjóra er heimilt að vísa afgreiðslu máls samkvæmt 1. gr. til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu, s.s. ef lög eða reglur eru ekki skýrar eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi.
3. gr.
Afgreiðslur sviðsstjóra samkvæmt 1. gr. skulu lagðar fram til kynningar með skriflegri skýrslu a.m.k. árlega í bæjarráði.
4. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu sviðsstjóra samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
5. gr.
Eftir að sviðsstjóri hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal bæjarráð taka málið upp að nýju.
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá menningarmálanefnd.
1. gr.
Menningarmálanefnd afgreiðir eftirtalin verkefni án staðfestingar bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 og 36. gr. samþykktar þessarar:
- Úthlutun styrkja til menningarmála, sbr. reglur Ísafjarðarbæjar um úthlutun styrkja til menningarmála.
- Útnefning bæjarlistamanns Ísafjarðarbæjar ár hvert, sbr. reglur um bæjarlistamann Ísafjarðarbæjar.
2. gr.
Afgreiðslur nefndarinnar samkvæmt 1. gr. skulu lagðar fram til kynningar á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar.
3. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu nefndarinnar samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
4. gr.
Eftir að nefndin hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal menningarmálanefnd taka málið upp að nýju.
Þá skal aðila máls leiðbeint um rétt sinn til að skjóta málinu til viðeigandi ráðuneytis, þ. á m. um kærufrest.
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá skipulags- og mannvirkjanefnd.
1. gr.
Skipulags- og mannvirkjanefnd afgreiðir eftirtalin verkefni skipulagslaga, nr. 123/2010, laga um mannvirki, nr. 160/2010, og laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, nr. 111/2021, og í samræmi við reglur sveitarfélagsins á þessu sviði, án staðfestingar bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og 36. gr. samþykktar þessarar:
- Úthlutun lóða sem hafa verið auglýstar og eru lóðalista Ísafjarðarbæjar og samkvæmt samþykktu deiliskipulagi.
- Afgreiðsla nýrra lóðarleigusamninga, uppsagnir og riftanir gildandi samninga, svo og endurnýjun útrunninna lóðarleigusamninga sem ekki eru í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi svæða.
- Ákvörðun um hvort framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili og framkvæmd er háð framkvæmdaleyfi eða byggingarleyfi samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki.
- Ákvörðun um að hefja gerð deiliskipulags, eða gera breytingu á deiliskipulagi, sbr. 38. gr. skipulagslaga.
- Samþykkt og kynning á lýsingu deiliskipulagstillögu samkvæmt ákvæðum 1.-3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
- Afgreiðsla tillögu um deiliskipulag ef fallist er á allar athugasemdir Skipulagsstofnunar um form deiliskipulagstillögu skv. 5. málsl. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
- Ákvörðun um og samþykkt óverulegra breytinga á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, og sendir til Skipulagsstofnunar samþykkta deiliskipulagstillögu, hafi athugasemdir borist.
- Ákvörðun um hvort að við útgáfu á framkvæmda- eða byggingarleyfi sé heimilt að víkja frá kröfum um breytingu á deiliskipulagi eða grenndarkynningu þegar um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
- Ákvörðun skv. 44. gr. skipulagslaga vegna umsókna um byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við aðalskipulag en deiliskipulag liggur ekki fyrir ef framkvæmdin er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar.
- Ákvörðun um skiptingu jarða, landa, lóða og breyting á landamerkjum samkvæmt 48. gr. skipulagslaga.
- Ákvarðanir sem vísa til bæjarstjórnar samkvæmt X. kafla skipulagslaga um þvingunarúrræði og viðurlög, s.s. að staðfesta stöðvun skipulagsfulltrúa á framkvæmdum sem hafnar eru án framkvæmdaleyfis, framkvæmdaleyfi brýtur í bága við skipulag eða það er fallið úr gildi, sbr. 53. gr. skipulagslaga.
- Umsagnir um matskenndar framkvæmdir samkvæmt 18. gr. laga nr. 111/2021.
- Umsagnir um framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á umhverfisáhrifum og tilgreindar eru í flokki B í 1. viðauka laga nr. 111/2021.
- Ákvörðun samkvæmt 6. gr. laganna um hvort framkvæmd sem háð er framkvæmdaleyfi eða byggingarleyfi samkvæmt skipulagslögum eða lögum um mannvirki og tilgreind eru í flokki C í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana, skulu háð mati á umhverfisáhrifum.
2. gr.
Afgreiðslur nefndarinnar samkvæmt 1. gr. skulu lagðar fram til kynningar á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar.
3. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu nefndarinnar samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
4. gr.
Eftir að nefndin hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal skipulags- og mannvirkjanefnd taka málið upp að nýju.
Þá skal aðila máls leiðbeint um rétt sinn til að skjóta málinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála samkvæmt lögum nr. 130/2011, þ. á m. um kærufrest.
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.
1. gr.
Sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs afgreiðir eftirtalin verkefni, án staðfestingar bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og 36. gr. samþykktar þessarar:
- Ráðningu skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, sbr. 7. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010.
- Ráðningu byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar, sbr. 8. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010.
- Umsóknir um endurnýjun útrunninna lóðarleigusamninga og umsóknir um framlengingu gildandi lóðarleigusamninga, enda sé það gert í samræmi við skipulagsáætlanir viðkomandi svæða.
2. gr.
Sviðsstjóra er heimilt að vísa afgreiðslu máls samkvæmt 1. gr. til skipulags- og mannvirkjanefndar til fullnaðarafgreiðslu, s.s. ef lög eða reglur eru ekki skýrar eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi.
3. gr.
Afgreiðslur sviðsstjóra samkvæmt 1. gr. skulu lagðar fram til kynningar með skriflegri skýrslu á næsta fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
4. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu sviðsstjóra samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
5. gr.
Eftir að sviðsstjóri hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal skipulags- og mannvirkjanefnd taka málið upp að nýju.
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá skipulagsfulltrúa.
1. gr.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi Ísafjarðarbæjar fer með hlutverk skipulagsfulltrúa í samræmi við ákvæði skipulagslaga, nr. 123/2010.
Skipulagsfulltrúi afgreiðir eftirtalin verkefni, án staðfestingar skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og 36. gr. samþykktar þessarar:
- Útgáfa framkvæmdaleyfis skv. 13. gr. laganna fyrir framkvæmdum sem eru í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir, og þegar deiliskipulag liggur ekki fyrir ef engar athugasemdir hafa verið gerðar við grenndarkynningu og athugasemdir ekki gerðar af hálfu lögbundinna umsagnaraðila séu þeir til staðar. Skipulagsfulltrúi leitar jafnframt eftir umsögnum viðeigandi umsagnaraðila áður en tekin er afstaða til útgáfu framkvæmdaleyfis, sbr. 5. mgr. 13. gr. skipulagslaga.
- Sendir Skipulagsstofnun samþykkta deiliskipulagsbreytingu sem auglýst hefur verið og engar athugasemdir eða minniháttar athugasemdir borist við og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 42. gr. skipulagslaga nema skipulags- og mannvirkjanefnd eða bæjarráð ákveði annað.
- Grenndarkynnir tillögur að óverulegum breytingum á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og byggingar- eða framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi og þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir, sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Heimilt er að fresta afgreiðslu slíkra erinda þegar fyrir liggur ákvörðun sveitarstjórnar að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir viðkomandi svæði.
- Afgreiðir tillögu um óverulega breytingu á deiliskipulagi til Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, hafi engar athugasemdir borist við grenndarkynningu.
- Framlengir frest til að gera athugasemdir við auglýstar eða grenndarkynntar tillögur.
- Stöðvar framkvæmd sem er hafin án þess að framkvæmdaleyfi sé fengið fyrir henni, framkvæmdaleyfi brýtur í bága við skipulag, hafi fallið úr gildi eða framkvæmd sé í ósamræmi við útgefið framkvæmdaleyfi eða skilyrði þess. Einnig getur skipulagsfulltrúi krafist þess að hin ólöglega framkvæmd sé fjarlægð, jarðrask afmáð eða starfsemi hætt. Sinni framkvæmdaaðili ekki þeirri kröfu er heimilt að framkvæma slíkar aðgerðir á hans kostnað, sbr. 53. gr. skipulagslaga.
- Álagning dagsekta á framkvæmdaleyfishafa, með þriggja mánaða fyrirvara, hafi framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd stöðvast í eitt ár, sbr. 3. mgr. 15. gr. skipulagslaga.
- Ákvörðun um að beita dagsektum til að knýja menn til framkvæmda á ráðstöfunum sem þeim er skylt að hlutast til um samkvæmt skipulagslögum eða láta af atferli sem er ólögmætt, sbr. 1. mgr. 54. gr. skipulagslaga.
2. gr.
Skipulagsfulltrúa er heimilt að vísa afgreiðslu máls samkvæmt 1. gr. til skipulags- og mannvirkjanefndar til fullnaðarafgreiðslu, s.s. ef lög eða reglur eru ekki skýrar eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi.
3. gr.
Afgreiðslur skipulagsfulltrúa samkvæmt 1. gr. skulu lagðar fram til kynningar með skriflegri skýrslu á næsta reglulega fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
4. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu skipulagsfulltrúa samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
5. gr.
Eftir að skipulagsfulltrúi hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal skipulags- og mannvirkjanefnd taka málið upp að nýju.
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá byggingarfulltrúa.
1. gr.
Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar fer með hlutverk byggingarfulltrúa í samræmi við ákvæði laga um mannvirki, nr. 160/2010.
Byggingarfulltrúi afgreiðir eftirtalin verkefni, án staðfestingar skipulags- og mannvirkjanefndar og bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og 36. gr. samþykktar þessarar:
- Eftirlit með mannvirkjagerð, sbr. 1. mgr. 8. gr. og 1. og 2. mgr. 9. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010.
- Útgáfu byggingarleyfis að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í 13. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010, og 2.4.4. gr. í byggingarreglugerð, nr. 112/2012.
- Útgáfu stöðuleyfis í samræmi við 60. gr. laga um mannvirki, sbr. og reglur Ísafjarðarbæjar um útgáfu stöðuleyfa.
2. gr.
Byggingarfulltrúa er heimilt að vísa afgreiðslu máls samkvæmt 1. gr. til skipulags- og mannvirkjanefndar til fullnaðarafgreiðslu, s.s. ef lög eða reglur eru ekki skýrar eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi.
3. gr.
Afgreiðslur byggingarfulltrúa samkvæmt 1. gr. skulu lagðar fram til kynningar með skriflegri skýrslu á næsta reglulega fundi skipulags- og mannvirkjanefndar.
4. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
5. gr.
Eftir að byggingarfulltrúi hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal skipulags- og mannvirkjanefnd taka málið upp að nýju.
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá sviðsstjóra velferðarsviðs.
1. gr.
Sviðsstjóri velferðarsviðs afgreiðir eftirtalin verkefni, án staðfestingar bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og 36. gr. samþykktar þessarar:
- Umsóknir um afslætti af fasteignaskatti sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða, sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sbr. og reglur Ísafjarðarbæjar um afslátt af fasteignagjöldum fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
- Umsóknir um fjárhagsaðstoð, sbr. IV. og VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, sbr. og reglur um fjárhagsaðstoð í Ísafjarðarbæ.
- Umsóknir um sérstakan húsnæðisstuðning, sbr. 2. mgr. 45. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, sbr. og reglur Ísafjarðarbæjar um sérstakan húsnæðisstuðning.
- Umsóknir um stuðningsþjónustu, sbr. 25.-27. gr. og X. kafla um laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, sbr. og reglur Ísafjarðarbæjar um stuðningsþjónustu.
- Umsóknir um akstursþjónustu, sbr. 29. gr. og X. kafla um laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, og lög um málefni aldraðra, nr. 125/1999, sbr. og reglur um akstursþjónustu í Ísafjarðarbæ.
- Umsóknir um félagslegt leiguhúnsæði, sbr. XII. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, 4. tl. 13. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, og 9. gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, nr. 38/2018, sbr. og reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk, nr. 370/2016, sbr. og reglur Ísafjarðarbæjar um félagslegt leiguhúsnæði.
2. gr.
Sviðsstjóra er heimilt að vísa afgreiðslu máls samkvæmt 1. gr. til velferðarnefndar til fullnaðarafgreiðslu, s.s. ef lög eða reglur eru ekki skýrar eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi.
3. gr.
Afgreiðslur sviðsstjóra á framangreindum málum skulu lagðar fram til kynningar á næsta reglulega fundi velferðarnefndar.
4. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu sviðsstjóra samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
5. gr.
Eftir að sviðsstjóri hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal velferðarnefnd taka málið upp að nýju.
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs.
1. gr.
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs afgreiðir eftirtalin verkefni, án staðfestingar bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 2. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og 36. gr. samþykktar þessarar:
- Umsóknir um leikskólavist í leikskólum Ísafjarðarbæjar, samkvæmt reglum um innritun og dvöl barna í leikskólum Ísafjarðarbæjar.
- Umsóknir um afslátt af leikskólagjöldum, samkvæmt reglum Ísafjarðarbæjar um tekjutengingu afsláttar af leikskólagjöldum.
- Afgreiðslu umsókna um flutning barns á milli leikskóla Ísafjarðarbæjar.
- Umsóknir um skólavist í grunnskóla Ísafjarðarbæjar, samkvæmt reglum um umsókn og innritun í grunnskóla Ísafjarðarbæjar.
- Umsóknir um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar, sbr. reglur Ísafjarðarbæjar þar um.
- Afgreiðslu samninga við forráðamenn um þátttöku í skólaakstri, sbr. reglur nr. 656/2009, um skólaakstur í grunnskóla, og reglur Ísafjarðarbæjar um skólaakstur í grunnskóla.
- Umsóknir um frístundaheimili í Ísafjarðarbæ, samkvæmt innritunarreglum um frístundaheimili í Ísafjarðarbæ.
- Umsóknir um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barns, sbr. reglur þar um.
- Afgreiðslu umsókna um niðurgreiðslu námskostnaðar vegna tónlistarnáms sem stundað er utan Ísafjarðarbæjar, sbr. reglur Ísafjarðarbæjar varðandi nemendur sem óska eftir að stunda tónlistarnám í öðrum sveitarfélögum.
- Afgreiðslu umsókna um greiðslu skólagjalda vegna grunnskólanemenda sem stunda nám við framhaldsskóla, sbr. reglur Ísafjarðarbæjar þar um.
- Afgreiðslu umsókna um tilvísun til sérfræðiþjónustu vegna barns í leik- eða grunnskóla.
2. gr.
Sviðsstjóra er heimilt að vísa afgreiðslu máls samkvæmt 1. gr. til skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar til fullnaðarafgreiðslu, s.s. ef lög eða reglur eru ekki skýrar eða ljóst er að ákvörðun er stefnumarkandi.
3. gr.
Afgreiðslur sviðsstjóra á framangreindum málum skulu lagðar fram til kynningar á næsta reglulega fundi skóla-, íþrótta- og tómstundanefndar.
4. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu sviðsstjóra samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
5. gr.
Eftir að sviðsstjóri hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd taka málið upp að nýju.
Um fullnaðarafgreiðslu mála hjá skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd.
1. gr.
Skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd afgreiðir eftirtalin verkefni laga um leikskóla, nr. 90/2008, laga um grunnskóla, nr. 91/2008, og æskulýðslaga, nr. 70/2007, og í samræmi við reglur sveitarfélagsins á þessu sviði, án staðfestingar bæjarstjórnar, samkvæmt heimild í 1. mgr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, og 36. gr. samþykktar þessarar:
- Umsóknir um skólavist utan lögheimilissveitarfélags.
- Umsóknir um leyfi til heimakennslu.
- Staðfestingu starfsáætlunar skóla, leikskóla og frístundastofnana ár hvert og skólanámskrá grunnskóla.
- Staðfestingu skóladagatals leik- og grunnskóla og breytingar á þeim.
- Staðfestingu matsskýrslna sem unnar eru í tengslum við innra og ytra mat í leik- og grunnskólum.
- Staðfestingu innri verklagsreglna fyrir skóla, leikskóla og frístundastofnanir.
- Útnefningu íþróttamanns Ísafjarðarbæjar ár hvert, útnefningu efnilegasta íþróttmanns Ísafjarðarbæjar ár hvert og veitir hvatningarverðlauna fyrir óeigingjarnt starf í þágu íþrótta- og æskulýðsmála í Ísafjarðarbæ, sbr. reglur um val á íþróttamanni ársins í Ísafjarðarbæ.
- Úthlutun styrkja og tíma til íþróttafélaga og almennings í íþróttamannvirkjum og ‑svæðum Ísafjarðarbæjar, sbr. reglur þar um.
- Úthlutun úr uppbyggingarsjóði Ísafjarðarbæjar, í samræmi við verklags- og úthlutunarreglur uppbyggingarsjóðs Ísafjarðarbæjar til aðildarfélaga Héraðssambands Vestfirðinga.
2. gr.
Afgreiðslur nefndarinnar samkvæmt 1. gr. skulu lagðar fram til kynningar á næsta reglulega fundi bæjarstjórnar.
3. gr.
Óski aðili frekari rökstuðnings vegna afgreiðslu nefndarinnar samkvæmt 1. gr. skal fara með málið samkvæmt V. kafla stjórnsýslulaga.
Við birtingu ákvörðunar skal kynnt að um fullnaðarafgreiðslu sé að ræða á grundvelli heimildar í 42. gr. sveitarstjórnarlaga og samþykktar þessarar. Að öðru leyti skal gætt að ákvæðum 20. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993.
4. gr.
Eftir að nefndin hefur tekið ákvörðun og hún verið tilkynnt, á aðili máls rétt á því að mál sé tekið fyrir að nýju ef ákvörðun hefur byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik eða ef íþyngjandi ákvörðun um boð eða bann hefur byggst á atvikum sem hafa breyst verulega frá því að ákvörðun var tekin, sbr. 24. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993. Endurupptaka er heimil innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var eða mátti vera kunnugt um ákvörðunina. Aðili máls skal beina kröfu um endurupptöku máls til bæjarráðs. Telji bæjarráð að skilyrði um endurupptöku séu fyrir hendi skal skóla-, íþrótta- og tómstundanefnd taka málið upp að nýju.
Þá skal aðila máls leiðbeint um rétt sinn til að skjóta málinu til viðeigandi ráðuneytis, þ. á m. um kærufrest.