Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Skipulags- og byggingarfulltrúi uppsveita bs.
Málaflokkur
Skipulagsmál, Árnessýsla
Undirritunardagur
29. október 2025
Útgáfudagur
12. nóvember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1163/2025
29. október 2025
AUGLÝSING
um deiliskipulag í Hrunamannahreppi.
Í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 hefur sveitarstjórn Hrunamannahrepps samþykkt eftirfarandi deiliskipulagsáætlun:
Deiliskipulag, Efra-Langholt, land 2, L219044, tamningastöð og reiðskóli, 4 gestahús, nýbýli, Fagurhólsbrekka.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag sem tekur til Efra-Langholts, lands 2, L219044. Innan deiliskipulagsins er gert ráð fyrir að landið fái staðfangið Fagurhólsbrekka. Í deiliskipulaginu felst heimild fyrir uppbyggingu á nýju býli til ábúðar þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu á íbúðarhúsi ásamt tamningastöð og reiðskóla. Auk þess er gert ráð fyrir heimild sem tekur til uppbyggingar á allt að fjórum gestahúsum. Umsagnir bárust á auglýsingatíma og eru þær lagðar fram við afgreiðslu málsins ásamt uppfærðum gögnum.
Samþykkt í sveitarstjórn 4. september 2025.
Ofangreind deiliskipulagsáætlun hefur hlotið þá meðferð sem skipulagslög mæla fyrir um og öðlast þegar gildi.
Laugarvatni, 29. október 2025.
Skipulagsfulltrúi Umhverfis- og tæknisviðs uppsveita bs.,
Sigríður Kristjánsdóttir.
B deild — Útgáfudagur: 12. nóvember 2025