Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Húnabyggð

Málaflokkur

Vatnamál, Húnavatnssýslur

Undirritunardagur

15. desember 2025

Útgáfudagur

30. janúar 2026

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 1697/2025

15. desember 2025

GJALDSKRÁ

vatnsveitu Húnabyggðar.

1. gr. Almennt.

Gjaldskrá fyrir vatnsveitu Húnabyggðar er byggð á lögum nr. 32/2004, um vatnsveitur sveitarfélaga og reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005.

2. gr. Vatnsgjald.

Hafi vatnsveita Húnabyggðar verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Húnabyggðar og skal það vera eftirfarandi:

  1. Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði 0,258% af fasteignamati.
  2. Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði verði 0,258% af fasteignamati.
  3. Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera 0,258% af fasteignamati.
  4. Álagning skv. a–c-lið skal þó aldrei vera hærri en 0,4% eða lægri en 0,1% af fasteigna­mati allra húsa og lóða.
  5. Heimilt er að innheimta notkunargjald samkvæmt sverleika lagnar og áætlaðri notkun, ef ekki er unnt að koma við mælingu. Byggingavatn er aðgangur að vatni til byggingar­fram­kvæmda eða skammtímanotkunar og uppfærist skv. byggingarvísitölu á 3ja mánaða fresti.

3. gr. Gjalddagar.

Gjalddagar vatnsgjalds skulu vera þeir sömu og gjalddagar fasteignaskatta og greiðist vatnsgjaldið með fasteignasköttum.

4. gr. Aukavatnsgjald.

Auk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald sem hér segir:

Aukavatnsgjald Verð/m³
fyrstu 100.000 m³ 38,00 kr.
100.000-250.000 m³ 35,00 kr.
eftir 250.000 m³ 32,00 kr.

Aukavatnsgjald skal innheimta samkvæmt mæli sem Húnabyggð leggur til.

5. gr. Mælaleiga.

Greiðendur aukavatnsgjalds skulu á tveggja mánaða fresti greiða mælagjald vegna leigu á vatnsmælum sem hér segir:

Stærð mælis Mælagjald á dag
32 mm eða minni 17,00 kr.
40 mm 17,00 kr.
50 mm 20,00 kr.
80 mm 50,00 kr.
100 mm eða stærri 90,00 kr.

6. gr. Heimæðargjald.

Heimæðargjald er sem hér segir:

Þvermál inntaks Inntaksgjald Yfirlengd – metraverð
25 mm 303.760 kr. 13.685 kr.
32 mm 437.320 kr. 15.685 kr.
40 mm 555.060 kr. 17.685 kr.
50 mm 740.080 kr. 19.685 kr.
63 mm 1.042.840 kr. 21.685 kr.
75 mm 1.480.150 kr. 23.685 kr.
90 mm 2.180.060 kr. 25.685 kr.

Yfirlengd reiknast af heimtaug sem er lengri en 30 metrar í lóð viðkomandi mannvirkis. Gjald fyrir heimæðar 110 mm og víðari greiðist samkvæmt reikningi. Heimæðargjald er miðað við vísitölu byggingarkostnaðar (grunnur 2009) 1. nóvember 2025, 201,8 stig og breytist til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.

7. gr. Ábyrgð á greiðslu gjalda.

Eigandi fasteignar ber ábyrgð á greiðslu vatnsgjalds og heimæðargjalds, en notandi, ef hann er annar en eigandi, ber ábyrgð á greiðslu aukavatnsgjalda og leigugjalda. Vatnsgjald og heimæðargjald nýtur aðfararheimildar skv. 9. gr. laga nr. 32/2004. Vatnsgjald og heimæðargjald, ásamt vöxtum og áföllum kostnaði, nýtur lögveðsréttar í fasteign eiganda næstu 2 ár eftir gjalddaga, með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði. Aukavatnsgjald og leigugjald, ásamt áföllnum kostnaði og vöxtum, má taka fjárnámi.

8. gr.

Gjaldskrá þessi sem samþykkt var af sveitarstjórn Húnabyggðar 15. desember 2025 er sett með stoð í 10. gr. laga nr. 32/2004 um vatnsveitur sveitarfélaga og 11. gr. reglugerðar nr. 401/2005 um vatnsveitur sveitarfélaga. Gjaldskráin öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur brott gjaldskrá sama efnis, nr. 90/2025.

Húnabyggð, 15. desember 2025.

Pétur Arason sveitarstjóri.

B deild — Útgáfudagur: 30. janúar 2026

Tengd mál