Upplýsingar um auglýsingu
Deild
A deild
Stofnun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Málaflokkur
Fjárlög - ríkisreikningur
Undirritunardagur
3. júní 2025
Útgáfudagur
3. júní 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 24/2025
3. júní 2025
FJÁRAUKALÖG
fyrir árið 2025.
Handhafar valds forseta Íslands
samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:
Ýmis ákvæði
Lántökur, endurlán og ríkisábyrgðir
1. gr.
Eftirfarandi breyting verður á 5. gr. fjárlaga fyrir árið 2025:
Á eftir 10. tölul. kemur nýr töluliður, svohljóðandi:
Að gefa út ríkisskuldabréf allt að 510 ma.kr. að höfuðstól til að endurfjármagna skuld ríkissjóðs við ÍL-sjóð og innleysa hluta eigna sjóðsins, ásamt því að gera upp fyrirliggjandi ríkisábyrgð á skuldum sjóðsins.
Gjört í Reykjavík, 3. júní 2025.
Kristrún Frostadóttir.
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
(L. S.)
Benedikt Bogason.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
A deild - Útgáfud.: 3. júní 2025