Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Grundarfjarðarbær

Málaflokkur

Skipulagsmál, Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla

Undirritunardagur

15. maí 2025

Útgáfudagur

16. maí 2025

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 514/2025

15. maí 2025

AUGLÝSING

um deiliskipulag í Grundarfjarðarbæ.

Deiliskipulag iðnaðar- og athafnasvæðis vestan Kvernár.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti 13. febrúar 2025 heildarendurskoðun deiliskipulags fyrir iðnaðar- og athafnasvæðið vestan Kvernár. Með samþykkt þess fellur úr gildi eldra deiliskipulag, sem samþykkt var 1. júlí 1999, ásamt síðari breytingum á því.

Deiliskipulagið er í samræmi við gildandi aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039 og felst í stækkun svæðisins, til að tryggja fjölgun iðnaðarlóða, hagkvæma nýtingu á landi, innviðum og jarðefnum. Þetta er aðaliðnaðarsvæði Grundarfjarðarbæjar og því mikilvægt að nýta svæðið vel.

Deiliskipulagið hefur hlotið meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.

Auglýsing þessi kemur í stað auglýsingar nr. 499/2025.

Grundarfirði, 15. maí 2025.

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri.

B deild - Útgáfud.: 16. maí 2025

Tengd mál