Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Umhverfisráðuneytið (2001-2012)
Málaflokkur
Gullbringusýsla, Náttúrurannsóknir - náttúruvernd
Undirritunardagur
6. desember 2011
Útgáfudagur
27. desember 2011
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1203/2011
6. desember 2011
AUGLÝSING
um breytingu á auglýsingu nr. 520/1975 um fólkvang á Reykjanesi.
1. gr.
Á eftir 1. mgr. auglýsingarinnar kemur ný málsgrein sem orðist svo:
Umhverfisráðherra hefur ennfremur að tillögu borgarstjórnar Reykjavíkur, bæjarstjórna Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Reykjanesbæjar og Grindavíkur ákveðið að Sveitarfélagið Vogar verði einnig aðili að stofnun og rekstri fólkvangs á Reykjanesi með þeim skuldbindingum sem í því felast, þ. á m. hafi fulltrúa í samvinnunefnd sveitarfélaganna um stjórn fólkvangsins.
2. gr.
Auglýsingin öðlast þegar gildi.
Umhverfisráðuneytinu, 6. desember 2011.
Svandís Svavarsdóttir.
Magnús Jóhannesson.
B deild - Útgáfud.: 27. desember 2011