Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Skagafjörður
Málaflokkur
Skipulagsmál, Skagafjörður
Undirritunardagur
12. janúar 2026
Útgáfudagur
30. janúar 2026
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 73/2026
12. janúar 2026
AUGLÝSING
um skipulagsmál í Skagafirði.
Nýtt deiliskipulag – Sauðárkrókur, athafnasvæði AT-403.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 155. fundi sínum 16. júlí 2025 í umboði sveitarstjórnar Skagafjarðar, deiliskipulagstillögu fyrir Sauðárkrók, athafnasvæði AT-403, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Skipulagsuppdrátturinn sýnir lóðamörk, aðkomu, og bílastæði og byggingarreiti innan skipulagssvæðsins, ásamt helstu byggingarskilmálum. Skipulagssvæðið er innan skilgreindra þéttbýlismarka Sauðárkróks í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og er innan athafnasvæðis þess nr. AT-403. Deiliskipulagssvæðið er 23,45 ha að stærð og skiptist í tvo meginhluta af Sauðárkróksbraut, þjóðvegi nr. 75. Annar hlutinn liggur norðvestan við þjóðveginn og sunnan við byggt atvinnusvæði sunnan við Strandveg. Svæðið vestan Sauðárkróksbrautar mun tengjast gatnakerfi Sauðárkróks um Borgargerði en svæðið austan Sauðárkróksbrautar um nýja safngötu.
Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi – Mjólkursamlagsreitur, Sauðárkróki.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 31. fundi sínum 23. október 2024 óverulega breytingu á deiliskipulagi Mjólkursamlagsreitsins á Sauðárkróki, í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
Lóðinni Ártorg, spennistöð, er bætt við á skipulagsuppdrátt, stærð lóðar er 20 m² og lóð Ártorgs 1 minnkar í samræmi við það. Skilmálar Ártorgs, spennistöðvar, fyrir stærð lóðar og byggingarreits, mesta nýtingarhlutfall, hámarksbyggingarmagn, hámarksfjölda hæða og fjölda bílastæða er bætt inn á uppdrátt. Bílastæðum austan skrifstofu- og verslunarhúss KS, fækkar úr 29 í 26.
Tillagan hefur hlotið skipulagsmeðferð í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og öðlast þegar gildi.
Skagafirði, 12. janúar 2026.
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi.
B deild — Útgáfudagur: 30. janúar 2026