Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Ísafjarðarbær
Málaflokkur
Sorphreinsun, Ísafjarðarbær
Undirritunardagur
7. desember 2023
Útgáfudagur
22. desember 2023
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1474/2023
7. desember 2023
GJALDSKRÁ
um meðhöndlun úrgangs í Ísafjarðarbæ.
1. gr.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er heimilt að ákvarða og innheimta gjald fyrir söfnun og meðhöndlun úrgangs, samkvæmt 16. gr. samþykktar nr. 1033/2023 um sorphirðu í Ísafjarðarbæ, í samræmi við ákvæði 1. mgr. 23. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs. Þá er Ísafjarðarbæ heimilt að innheimta gjald fyrir alla aðra meðhöndlun úrgangs, uppsetningu og rekstur nauðsynlegra innviða í samræmi við 2. mgr. 23. gr. laganna.
2. gr.
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að innheimt verði árgjald fyrir hvert ílát á heimili í samræmi við eftirfarandi gjaldskrá:
| Gjöld vegna sorpíláta | Ílát sem eru ≤ 10 m frá hirðubíl | Ílát sem eru > 10 m frá hirðubíl* |
| Sorpílát með innra hólfi | ||
| Blandaður úrgangur með innra hólfi fyrir lífrænan úrgang, 240 l | 25.700 kr. | 38.550 kr. |
| Pappír með innra hólfi fyrir plast, 240 l | 17.100 kr. | 26.650 kr. |
| Sorpílát fyrir blandaðan úrgang | ||
| Blandaður úrgangur, 120 l | 23.400 kr. | 35.100 kr. |
| Blandaður úrgangur, 240 l | 33.500 kr. | 50.250 kr. |
| Blandaður úrgangur, 660 l | 92.000 kr. | 138.000 kr. |
| Blandaður úrgangur, 1.100 l | 153.200 kr. | 229.800 kr. |
| Sorpílát fyrir lífúrgang | ||
| Lífúrgangur, 120 l | 12.900 kr. | 19.350 kr. |
| Lífúrgangur, 240 l | 25.700 kr. | 38.550 kr. |
| Sorpílát fyrir pappír | ||
| Pappír, 120 l | 12.000 kr. | 18.000 kr. |
| Pappír, 240 l | 17.100 kr. | 25.650 kr. |
| Pappír, 660 l | 47.200 kr. | 70.800 kr. |
| Pappír, 1.100 l | 78.600 kr. | 117.900 kr. |
| Sorpílát fyrir plast | ||
| Plast, 120 l | 12.000 kr. | 18.000 kr. |
| Plast, 240 l | 17.100 kr. | 25.650 kr. |
| *Innheimt frá 1. september 2024 | ||
| Önnur gjöld | ||
| Kostnaður vegna breytinga á ílátum | 4.000 kr. | |
| Endurnýjunargjald tunnu 240 l með flutningi á staðfang | Samkvæmt gjaldskrá verktaka | |
| Auka hirðing | 7.300 kr. | |
Auk þess hefur bæjarstjórn ákveðið að fast gjald fyrir rekstur grenndar- og söfnunarstöðva og annan fastan kostnað verði 36.200 kr. fyrir heimili og 18.100 kr. fyrir sumarbústaði og íbúðarhúsnæði með ákvæði um takmörkun á íveru vegna snjóflóðahættu.
Ofangreind gjöld skulu innheimt samhliða fasteignagjöldum.
3. gr.
Móttöku- og urðunargjald rekstraraðila á endurvinnslustöð:
| a) | Ekki er tekið neitt gjald fyrir móttöku á flokkuðum úrgangi sem ber úrvinnslugjald, þar má nefna: pappaumbúðir, plastumbúðir, hjólbarða, heyrúlluplast, ýmis spilliefni og úrelt ökutæki. | |
| b) | Íbúar Ísafjarðarbæjar þurfa ekki að greiða móttökugjald fyrir garðaúrgang. | |
| c) | Gjald fyrir móttöku í endurvinnslustöð í Ísafjarðarbæ er: | |
| Blandaður/grófur úrgangur | 40 kr./kg | |
| Timbur | 50 kr./kg | |
4. gr.
Gjaldskrá þessi sem er samþykkt af bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, staðfestist samkvæmt heimild 16. gr. samþykktar um sorphirðu í Ísafjarðarbæ, skv. lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, til þess að öðlast gildi 1. janúar 2024. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr. 1483/2022.
Samþykkt í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, 7. desember 2023.
Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri.
B deild - Útgáfud.: 22. desember 2023