Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið
Málaflokkur
Félagsmál, Húsnæðismál
Undirritunardagur
29. desember 2025
Útgáfudagur
30. desember 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1511/2025
29. desember 2025
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 1342/2020, um ráðstöfun leiguíbúða skv. 37. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998.
1. gr.
Í stað fjárhæðanna „7.485.000 kr.“, „10.480.000 kr.“ og „1.872.000 kr.“ í 1. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar kemur: 7.874.000 kr.; 11.025.000 kr.; og: 1.969.000 kr.
2. gr.
Í stað fjárhæðarinnar „8.079.000 kr.“ í 3. gr. reglugerðarinnar kemur: 8.499.000 kr.
3. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 3. mgr. 37. gr. og 50. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, öðlast gildi 1. janúar 2026.
Félags- og húsnæðismálaráðuneytinu, 29. desember 2025.
Inga Sæland.
Hildur Dungal.
B deild — Útgáfudagur: 30. desember 2025