Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Fjármálastarfsemi
Undirritunardagur
11. október 2021
Útgáfudagur
25. október 2021
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1199/2021
11. október 2021
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 381/2019 um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/667 frá 19. desember 2018 um breytingu á framseldum reglugerðum (ESB) 2015/2205, (ESB) 2016/592 og (ESB) 2016/1178 um að fresta gildistöku stöðustofnunarskyldu fyrir ákveðna OTC-afleiðusamninga, sem tekin var upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 64/2020 frá 30. apríl 2020, skal gilda hér á landi. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 69/2020 frá 29. október 2020, bls. 252-254.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. gr. laga nr. 15/2018, um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, og öðlast þegar gildi.
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 11. október 2021.
F. h. r.
Guðrún Þorleifsdóttir.
Guðmundur Kári Kárason.
B deild - Útgáfud.: 25. október 2021