Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Matvælaráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Landbúnaður, Matvæli
Undirritunardagur
29. nóvember 2024
Útgáfudagur
3. desember 2024
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 1409/2024
29. nóvember 2024
REGLUGERÐ
um (22.) breytingu á reglugerð nr. 41/2012 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 um setningu reglna um forvarnir gegn, eftirlit með og útrýmingu tiltekinna tegunda smitandi heilahrörnunar.
1. gr.
Við 1. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður, 66. tölul., svohljóðandi:
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/887 frá 22. mars 2024 um breytingu á IV., VIII. og IX. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar fóðrun dýra, setningu á markað og innflutning inn í Sambandið. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 230/2024 frá 25. október 2024. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 85 frá 21. nóvember 2024, bls 417.
Reglugerðin skal gilda með þeim takmörkunum sem leiða af I. kafla I. viðauka við EES-samninginn.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum um matvæli, nr. 93/1995, og lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Matvælaráðuneytinu, 29. nóvember 2024.
Bjarni Benediktsson.
Svava Pétursdóttir.
B deild - Útgáfud.: 3. desember 2024