Upplýsingar um auglýsingu
Deild
B deild
Stofnun
Utanríkisráðuneytið
Málaflokkur
Evrópska efnahagssvæðið, Utanríkismál, Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir
Undirritunardagur
20. ágúst 2025
Útgáfudagur
3. september 2025
Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
Nr. 945/2025
20. ágúst 2025
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi, nr. 448/2014.
1. gr. Þvingunaraðgerðir.
2. mgr. 2. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins og á vefsetri öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eins og við á. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við uppfærslu eða breytingar á vefsetri öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða Stjórnartíðinda Evrópusambandsins, sbr. 3. mgr. 6. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða.
2. gr. Fjármögnun hryðjuverkastarfsemi.
6. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Ákvæði reglugerðar þessarar sem varða fjármögnun hryðjuverkastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, skulu ekki skerða réttindi þriðja aðila í góðri trú, sbr. 5. tl. 8. gr. alþjóðasamnings um að koma í veg fyrir fjármögnun hryðjuverkastarfsemi (1999).
3. gr. Viðurlög.
9. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hver sá sem brýtur gegn þvingunaraðgerðum skv. lögum nr. 68/2023 um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna skal sæta viðurlögum skv. 37. gr. laganna, nema þyngri viðurlög liggi við samkvæmt öðrum lögum.
4. gr. Gildistaka o.fl.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 6. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna nr. 68/2023, öðlast þegar gildi.
Utanríkisráðuneytinu, 20. ágúst 2025.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Martin Eyjólfsson.
B deild — Útgáfudagur: 3. september 2025