Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Upplýsingar um auglýsingu

Deild

B deild

Stofnun

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið (2012-2022)

Málaflokkur

Sveitarfélagið Hornafjörður, Náttúrurannsóknir - náttúruvernd

Undirritunardagur

18. ágúst 2021

Útgáfudagur

1. september 2021

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.

Nr. 985/2021

18. ágúst 2021

AUGLÝSING

um staðfestingu á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn Ósland í Sveitarfélaginu Hornafirði.

Samkvæmt 3. mgr. 81. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013, hefur umhverfis- og auðlindaráðherra staðfest stjórnunar- og verndaráætlun fyrir fólkvanginn Ósland í Sveitarfélaginu Hornafirði. Einnig hefur ráðherra staðfest eftirfarandi reglur um dvöl og umferð sem settar hafa verið fram í stjórnunar- og verndaráætluninni í samræmi við 2. mgr. 81. gr. laga nr. 60/2013:

1. gr.

Eggjataka innan fólkvangsins er óheimil.

2. gr.

Afla skal leyfis Umhverfisstofnunar vegna skipulagðra viðburða og verkefna sem hafa í för með sér hættu á jarðraski, truflun á dýralífi eða truflun á umferð innan verndarsvæðisins, s.s. vegna kvikmyndagerðar, viðburða og samkomuhalds.

3. gr.

Hundar og önnur gæludýr skulu vera í taumi innan fólkvangsins.

4. gr.

Óheimilt er að hafa næturdvöl innan marka fólkvangsins.

5. gr.

Óheimilt er að vera á hjólum utan uppbyggðra stíga og vega innan fólkvangsins þar með talin rafknúin hjól.

6. gr.

Flug ómannaðra loftfara er óheimilt í fólkvanginum á varptíma, frá 15. apríl til 1. ágúst, nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar.

Stjórnunar- og verndaráætlunin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 18. ágúst 2021.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

B deild - Útgáfud.: 1. september 2021

Tengd mál